Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er hvíldarpúls og hvað getur hann orðið hægur?

Ulrika Andersson

Hvíldarpúls er fjöldi hjartslátta á mínútu í hvíld. Eðlilegur hvíldarpúls er einstaklingsbundinn og breytilegur eftir aldri. Nýfædd börn hafa hraðann hvíldarpúls, um 100-160 slög á mínútu, en þegar þau stækka hægist á púlsinum. Eðlilegur hvíldarpúls fullorðinna er á bilinu 35-100 slög á mínútu, að meðaltali er hann rúm 70 slög. Konur hafa yfirleitt nokkuð hraðari púls en karlmenn, sérstaklega þegar þær eru óléttar.

Maraþonhlauparar hafa iðulega hvíldarpúls undir 55 slögum á mínútu.

Fólk í góðri þjálfun hefur alla jafna lægri hvíldarpúls en kyrrsetumenn. Maraþonhlauparar hafa iðulega hvíldarpúls undir 55 slögum á mínútu. Þeir sem stunda jóga og íhugun geta einnig hægt á púlsinum. Hraður hvíldarpúls er yfirleitt orsök óróa, en hiti, blóðleysi og vökvatap ásamt efnum eins og koffeíni og nikótíni hækka púlsinn.

Búddamúnkar sem iðka jóga geta lækkað hvíldarpúlsinn niður í nokkur slög á mínútu og hið sama gildir um kafara sem nota ekki loftkúta við köfunina. Til að nýta betur súrefnið hægja þeir á allri líkamsstarfssemi. Núverandi heimsmestari í köfun án loftkúts er Pipin Ferreras, hann fullyrðir að púls hans geti farið niður í sjö slög á mínútu við köfun. Hann telur að aukinn vatnsþrýstingur á líkamann hægi á púlsinum en vitað er að púls spendýra sem kafa getur orðið mjög hægur.



Heimildir og mynd

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

3.9.2002

Síðast uppfært

17.1.2019

Spyrjandi

Sveinn Gunnarsson

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hvað er hvíldarpúls og hvað getur hann orðið hægur?“ Vísindavefurinn, 3. september 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2624.

Ulrika Andersson. (2002, 3. september). Hvað er hvíldarpúls og hvað getur hann orðið hægur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2624

Ulrika Andersson. „Hvað er hvíldarpúls og hvað getur hann orðið hægur?“ Vísindavefurinn. 3. sep. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2624>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er hvíldarpúls og hvað getur hann orðið hægur?
Hvíldarpúls er fjöldi hjartslátta á mínútu í hvíld. Eðlilegur hvíldarpúls er einstaklingsbundinn og breytilegur eftir aldri. Nýfædd börn hafa hraðann hvíldarpúls, um 100-160 slög á mínútu, en þegar þau stækka hægist á púlsinum. Eðlilegur hvíldarpúls fullorðinna er á bilinu 35-100 slög á mínútu, að meðaltali er hann rúm 70 slög. Konur hafa yfirleitt nokkuð hraðari púls en karlmenn, sérstaklega þegar þær eru óléttar.

Maraþonhlauparar hafa iðulega hvíldarpúls undir 55 slögum á mínútu.

Fólk í góðri þjálfun hefur alla jafna lægri hvíldarpúls en kyrrsetumenn. Maraþonhlauparar hafa iðulega hvíldarpúls undir 55 slögum á mínútu. Þeir sem stunda jóga og íhugun geta einnig hægt á púlsinum. Hraður hvíldarpúls er yfirleitt orsök óróa, en hiti, blóðleysi og vökvatap ásamt efnum eins og koffeíni og nikótíni hækka púlsinn.

Búddamúnkar sem iðka jóga geta lækkað hvíldarpúlsinn niður í nokkur slög á mínútu og hið sama gildir um kafara sem nota ekki loftkúta við köfunina. Til að nýta betur súrefnið hægja þeir á allri líkamsstarfssemi. Núverandi heimsmestari í köfun án loftkúts er Pipin Ferreras, hann fullyrðir að púls hans geti farið niður í sjö slög á mínútu við köfun. Hann telur að aukinn vatnsþrýstingur á líkamann hægi á púlsinum en vitað er að púls spendýra sem kafa getur orðið mjög hægur.



Heimildir og mynd...