Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1542 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er Skakki turninn í Písa skakkur?

Skakki turninn í borginni Písa á Ítalíu er sjö hæða hár klukkuturn sem er frægur um allan heim fyrir að halla ískyggilega. Turninn er rúmlega 800 ára gamall. Vinna við hann hófst árið 1173, en vegna tafa af völdum ýmissa stríða var lokahöggið við bygginguna ekki slegið fyrr en tæpum 200 árum seinna. Turninn byr...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna lækka verðtryggð lán ekki þegar verðbólga lækkar?

Verðtryggð lán á Íslandi hækka í takti við vísitölu neysluverðs. Sé verðbólga mikil þá hækkar vísitalan hratt og þá lánin líka. Sé verðbólga lítil þá hækkar vísitalan hægt og lánin sömuleiðis. Lánin geta líka lækkað vegna verðtryggingar en til þess að það gerist þá er ekki nóg að verðbólga minnki eða lækki, verðla...

category-iconDagatal vísindamanna

Hver er Linda Darling-Hammond og hvert er hennar framlag til menntavísinda?

Linda Darling-Hammond fæddist 21. desember árið 1951 í Cleveland, Ohio. Hún lauk B.A.-gráðu með láði við Yale-háskóla árið 1973 og Ed.D.-gráðu með ágætiseinkunn við Temple-háskóla árið 1978. Sérsvið hennar var menntun ungs fólks í stórborgum (e. urban education). Darling-Hammond hóf feril sinn sem kennari, en sner...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna skelfur jörð á Ítalíu?

Í lok maí og byrjun júní 2012 gengu nokkrir jarðskjálftar yfir Ítalíu, sá stærsti af stærðinni 6,0. Kostuðu þeir yfir 20 mannslíf, nokkur hundruð manns slösuðust og margir misstu heimili sín. Flestum er enn í minni jarðskjálftinn undir borginni l´Aquila á Ítalíu árið 2009, er 150 manns fórust. Þrjú þúsund fórust e...

category-iconHagfræði

Má Seðlabanki Íslands kaupa ríkisskuldabréf?

Seðlabanki Íslands má kaupa ríkisskuldabréf. Það er tekið fram í lögum nr. 36/2001 um bankann, í grein 8. Hins vegar er jafnframt tekið fram í lögunum, í grein 16, að bankanum sé óheimilt að veita ríkissjóði, sveitarfélögum og ríkisstofnunum öðrum en lánastofnunum lán. Það var mikið framfaraskref á sínum tíma þ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er jurtin skógarkerfill eingöngu slæmt illgresi eða er hægt að hafa gagn af honum?

Skógarkerfill (Anthriscus sylvestris) hefur verið í umræðunni undanfarið vegna þess að hann er orðinn að óviðráðanlegu illgresi, en illgresi er jurt sem vex á röngum stað. Skógarkerfill var fluttur til Íslands sem skrautjurt snemma á síðustu öld en fyrstu heimildir um hann eru frá 1927. Hann dreifir sér nú ört og ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu sterk er fullvaxin karlkyns silfurbaksgórilla?

Fullvaxin karldýr fjallagórilla (Gorilla beringei beringei), sem einnig kallast silfurbakar vegna þess að feldur á baki þeirra fær á sig silfraðan blæ, geta vegið yfir 200 kg. Þetta eru því mjög kraftmiklar skepnur. En líkt og með önnur dýr sem við höfum dáðst að vegna líkamlegs atgervis þá hefur styrkur þeirra e...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað er öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og hver eru markmið þess?

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var stofnað á grundvelli stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hóf störf 17. janúar 1946. Samkvæmt 24. grein stofnsáttmálans eru markmið öryggisráðsins að viðhalda friði og öryggi á alþjóðavettvangi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á opnum fundi. Ráðið gerir tillögur um fyrirkomulag v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er útbreiðsla úlfa?

Heimsstofn úlfsins (Canis lupus) er nú um 400 þúsund einstaklingar. Áður fyrr voru úlfar útbreiddir um mestan hluta norðurhvels, um Norður-Ameríku frá nyrstu héruðum Alaska að jaðri regnskóganna í Mið-Ameríku og í Evrasíu frá túndrusvæðum Rússlands suður til Arabíuskagans. Menn hafa hins vegar veitt úlfa í stórum ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju lifa ekki villt skriðdýr á Íslandi?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaða ástæður gætu verið fyrir því að engin villt skriðdýr eru á Íslandi? Líklegasta skýringin á því að skriðdýr finnast ekki í fánu Íslands er hversu afskekkt landið er. Skriðdýr lifa ekki heldur á Grænlandi eða í Færeyjum. Hins vegar lifa nokkrar tegundir skriðdýr...

category-iconLífvísindi: almennt

Hversu mikinn koltvísýring hefði gróðurinn sem var á Íslandi áður en landið var numið, getað bundið?

Miðað við það gróðurfar sem var á Íslandi rétt fyrir landnám og áður en landnýting hófst með tilheyrandi skógar- og gróðureyðingu þá má eins búast við því að binding kolefnis hafi verið í lágmarki. Við þessi skilyrði hefur lífmassi gróðurs verið í hámarki og engir möguleikar fyrir skóglendi og önnur gróðurlendi að...

category-iconMálvísindi: íslensk

Barðist Ólafur Ragnar gegn þéringum? Hvenær hættu Íslendingar að þéra?

Upphaflega spurningin frá Önnu hljóðaði svo:Hvenær hættu Íslendingar að þéra? Það væri gaman að vita hverjir börðust gegn þéringunni og hvers vegna. Mig minnir að Ólafur Ragnar Grímsson hafi sem ungur stjórnmálamaður barist gegn henni. Þéringar hafa aldrei lagst formlega af á Íslandi og ýmsir af eldri borgurum,...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er svínainflúensa?

Svínainflúensa er bráð sýking í öndunarvegum svína af völdum inflúensu A-veiru. Dánartíðnin er lág í svínum og þau ná sér venjulega á 7–10 dögum frá upphafi veikinda. Þessar veirur er einnig að finna í villtum fuglum, fiðurfé, hestum og mönnum. Svínainflúensa berst afar sjaldan milli dýrategunda. Fram til þessa ha...

category-iconHugvísindi

Notaði fólk tannbursta í gamla daga?

Þótt almenn tannburstanotkun hafi ekki fest sig í sessi fyrr en á síðustu öld hefur það þekkst í árþúsundir að hreinsa tennur á einhvern hátt. Fyrr á tímum var til dæmis algengt að nota litlar trjágreinar í þeim tilgangi og eins notuðu menn tuskur til að nudda óhreinindi af tönnum. Heimildum ber ekki alveg sama...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjar eru helstu hættur pokadýra, eiga þau einhverja óvini, og hverja þá?

Ástralía hefur gengið í gegnum miklar breytingar eftir komu Evrópumanna þangað. Á síðustu 200 árum hafa 10 tegundir og 6 undirtegundir pokadýra dáið út í Ástralíu og 55 tegundir eru nú í mikilli hættu, aðallega vegna eyðingu búsvæða og innfluttra dýra. Þótt hlutfallslega mjög fáir búi í Ástralíu (svipaður þétt...

Fleiri niðurstöður