Tannburstanotkun náði ekki útbreiðslu í Evrópu fyrr en á 17. og 18. öld og fyrsti fjöldaframleiddi tannburstinn kom á markað í Bretlandi í kringum 1780. Fyrsta einkaleyfi á tannburstum í Ameríku var gefið út árið 1857 en fjöldaframleiðsla á slíkum burstum hófst þeim megin Atlantshafsins um 1885. Fyrsti tannburstinn með nælonhárum kom á markaðinn árið 1938, en fram að þeim tíma voru notuð dýrahár í burstana. Mjög almenn tannburstanotkun, í Ameríku að minnsta kosti, hófst þó ekki fyrr en eftir heimsstyrjöldina síðari þegar hermenn úr stríðinu sneru aftur heim, en regluleg tannhreinsun var hluti af því hreinlæti sem ætlast var til af þeim meðan þeir gegndu herþjónustu. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Er það rétt að tannskemmdir hafi ekki þekkst meðal Forngrikkja? eftir Geir Þ. Þórarinsson
- Er betra fyrir tannheilsuna að neyta sykurskertra gosdrykkja í stað sykraða, þá í sambandi við tannátu? eftir Þorbjörgu Jensdóttur og Peter Holbrook
- Hvað þarf maður að borða mikið sælgæti, án þess að bursta tennurnar, til að tennurnar detti úr manni? eftir Peter Holbrook
- History of Dentistry and Dental Care á About.com: Inventors. Skoðað 14.12.2009.
- Who invented the toothbrush and when was it invented? á Everyday Mysteries. Skoðað 14.12.2009.
- Who Invented the Toothbrush á Toothburshes.com. Skoðað 14.12.2009.
- Toothbrush á Wikipedia. Skoðað 14.12.2009.
- Mynd: Busacca Gallery. Sótt 16.12.2009.
Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvenær var tannburstinn fundinn upp?