Í nýjustu bók sinni The Flat World and Education: How the America´s Committment to Equality will Determine our Future leggur Darling-Hammond áherslu á að Bandaríkin muni ekki halda sínum hlut í markaðskerfi heimsins nema fé til menntamála sé markvisst nýtt til að auka jöfnuð, ekki síst með því að styrkja fjárhagstöðu þeirra fylkja sem standa höllum fæti og bæta hlut barna frá efnalitlum heimilum. Í bókinni leggur hún áherslu á hve hratt heimurinn breytist og hvernig kennsla og skólastarf almennt skuli taka mið af þessum breytingum. Hún telur að endurskipuleggja þurfi skólastarf með það að markmiði að gera öll samskipti persónulegri og leggja áherslu á sterk tengsl milli nemenda, starfsmanna og foreldra. Hún fjallar um fjölmarga en ólíka þætti menntamála, allt frá stefnumálum almennt til sérhæfðrar umræðu um nám og kennslu og leggur ávallt rannsóknir til grundvallar ályktunum sínum. Á veraldarvefnum má finna margvíslegt efni eftir Lindu Darling- Hammond og heimasíða hennar er góður tengiliður, sjá hér. Myndir:
- Mynd af Darling-Hammond: Stanford University School of Education. Sótt 31. 8. 2011.
- Mynd úr skólastarfi: The left side of the Gorge. Sótt 31. 8. 2011.