Myndin hér að ofan sýnir helstu þætti í jarðskorpuhreyfingum á Ítalíu. Rauða línan eru mótin þar sem flekarnir mætast, í miklu sigbelti. Þetta eru mjög flókin flekamót, og hlykkjast þau eins og snákur eftir Ítalíu endilangri. Bláu línurnar eru hins vegar svæði þar sem gliðnun á sér stað á flekamótunum, en hafsbotninn rétt fyrir vestan Ítalíu er að gliðna í sundur. Heildaráhrif af þessum flekahreyfingum eru algengir jarðskjálftar og einnig eldvirkni í Vesúvíusi, Strombólí, Etnu og fleiri eldfjöllum. Um eldvirknina má lesa í svari Ármanns Höskuldssonar við spurningunni Af hverju eru eldfjöll á Ítalíu? Myndir:
- Mynd af löskuðu húsi: Greater New Orleans - ljósmyndari Luca Bruno. Sótt 6. 6. 2012.
- Kort: Fengið af bloggsíðu Haraldar Sigurðssonar. Sótt 5. 6. 2012.
Þetta svar er lítillega aðlagaður pistill sem birtist á bloggsíðu Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og birt hér með góðfúslegu leyfi.