Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu sterk er fullvaxin karlkyns silfurbaksgórilla?

Jón Már Halldórsson

Fullvaxin karldýr fjallagórilla (Gorilla beringei beringei), sem einnig kallast silfurbakar vegna þess að feldur á baki þeirra fær á sig silfraðan blæ, geta vegið yfir 200 kg. Þetta eru því mjög kraftmiklar skepnur. En líkt og með önnur dýr sem við höfum dáðst að vegna líkamlegs atgervis þá hefur styrkur þeirra ekki verið mældur beint heldur eingöngu metinn á óbeinan hátt.

Formfræði górilluapa er nokkuð ólík okkur mönnunum og má leita skýringar í þróunarsögu þeirra í þéttum skógum Mið-Afríku. Til að mynda hafa górilluapar mun stærri vöðva í handleggjum en í fótum. Handleggirnir eru líka nokkuð lengri en fótleggirnir. Górilluapar hafa að jafnaði um 30 cm lengri handleggi en við mennirnir. Þessir löngu handleggir eru vísbending um að górilluapar séu komnir af öpum sem lifðu í trjám en einhvern tímann í fyrndinni tóku þeir alfarið upp líf á skógarbotni.

Ekki er vitað til þess að styrkur fjallagórilla hafi verið mældur á vísindalegan hátt.

Því hefur löngum verið haldið fram að vöðvaafl górilluapa í handleggjum og bringu/baki sé að minnsta kosti sex sinnum meira en hjá fullorðnum karlmönnum, jafnvel tíu til tuttugu sinnum meira. Slíkt afl hefur ekki verið mælt á vísindalegan hátt en líffræðingar sem hafa fylgst með górilluöpum í villtri náttúru hafa tekið eftir því þegar karldýr sýndi „karlmennsku“ sína og lyfti trjábol sem vó meira en tonn.

Menn hafa þó gert tilraunir með að meta styrk annarra prímata. Má þar nefna fræga tilraun sem líffræðingur að nafni John Bauman gerði á þriðja áratug síðustu aldar. Tilraunin gekk út á að bera saman styrk manns og simpansa með því að meta togkraft simpansa sem vó 165 pund og karlmanns sem var jafn þungur. Hér verður ekki farið út í að lýsa hvernig rannsóknin var útfærð en í stuttu máli þá gat karlmaðurinn togað 90 kíló með erfiðismunum en simpansakarlinn togaði hins vegar 381 kg. Hvort sem þessir rannsókn hefur staðist tímanst tönn eða ekki þá má ljóst vera að þar sem górillur eru mun stærri og öflugri dýr en simpansar þá sé styrkur þeirra töluvert meiri en styrkur manna.

Vísindavefurinn var einnig spurður að því hvort górilla gæti haft betur gegn skógarbirni (Ursus arctos). Því er ekki hægt að svara þar sem ýmsir þættir hljóta að spila inn í. Til að mynda eru skógarbirnir allmisjafnir að þyngd og styrk eftir deilitegund. Stærstu skógarbirnir geta geta vegið 800 kg og jafnvel meira og eru þær skepnur ekki árennilegar.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.12.2013

Spyrjandi

Gunnar Jökull Johns

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hversu sterk er fullvaxin karlkyns silfurbaksgórilla?“ Vísindavefurinn, 11. desember 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66210.

Jón Már Halldórsson. (2013, 11. desember). Hversu sterk er fullvaxin karlkyns silfurbaksgórilla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66210

Jón Már Halldórsson. „Hversu sterk er fullvaxin karlkyns silfurbaksgórilla?“ Vísindavefurinn. 11. des. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66210>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu sterk er fullvaxin karlkyns silfurbaksgórilla?
Fullvaxin karldýr fjallagórilla (Gorilla beringei beringei), sem einnig kallast silfurbakar vegna þess að feldur á baki þeirra fær á sig silfraðan blæ, geta vegið yfir 200 kg. Þetta eru því mjög kraftmiklar skepnur. En líkt og með önnur dýr sem við höfum dáðst að vegna líkamlegs atgervis þá hefur styrkur þeirra ekki verið mældur beint heldur eingöngu metinn á óbeinan hátt.

Formfræði górilluapa er nokkuð ólík okkur mönnunum og má leita skýringar í þróunarsögu þeirra í þéttum skógum Mið-Afríku. Til að mynda hafa górilluapar mun stærri vöðva í handleggjum en í fótum. Handleggirnir eru líka nokkuð lengri en fótleggirnir. Górilluapar hafa að jafnaði um 30 cm lengri handleggi en við mennirnir. Þessir löngu handleggir eru vísbending um að górilluapar séu komnir af öpum sem lifðu í trjám en einhvern tímann í fyrndinni tóku þeir alfarið upp líf á skógarbotni.

Ekki er vitað til þess að styrkur fjallagórilla hafi verið mældur á vísindalegan hátt.

Því hefur löngum verið haldið fram að vöðvaafl górilluapa í handleggjum og bringu/baki sé að minnsta kosti sex sinnum meira en hjá fullorðnum karlmönnum, jafnvel tíu til tuttugu sinnum meira. Slíkt afl hefur ekki verið mælt á vísindalegan hátt en líffræðingar sem hafa fylgst með górilluöpum í villtri náttúru hafa tekið eftir því þegar karldýr sýndi „karlmennsku“ sína og lyfti trjábol sem vó meira en tonn.

Menn hafa þó gert tilraunir með að meta styrk annarra prímata. Má þar nefna fræga tilraun sem líffræðingur að nafni John Bauman gerði á þriðja áratug síðustu aldar. Tilraunin gekk út á að bera saman styrk manns og simpansa með því að meta togkraft simpansa sem vó 165 pund og karlmanns sem var jafn þungur. Hér verður ekki farið út í að lýsa hvernig rannsóknin var útfærð en í stuttu máli þá gat karlmaðurinn togað 90 kíló með erfiðismunum en simpansakarlinn togaði hins vegar 381 kg. Hvort sem þessir rannsókn hefur staðist tímanst tönn eða ekki þá má ljóst vera að þar sem górillur eru mun stærri og öflugri dýr en simpansar þá sé styrkur þeirra töluvert meiri en styrkur manna.

Vísindavefurinn var einnig spurður að því hvort górilla gæti haft betur gegn skógarbirni (Ursus arctos). Því er ekki hægt að svara þar sem ýmsir þættir hljóta að spila inn í. Til að mynda eru skógarbirnir allmisjafnir að þyngd og styrk eftir deilitegund. Stærstu skógarbirnir geta geta vegið 800 kg og jafnvel meira og eru þær skepnur ekki árennilegar.

Mynd: