Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Barðist Ólafur Ragnar gegn þéringum? Hvenær hættu Íslendingar að þéra?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upphaflega spurningin frá Önnu hljóðaði svo:
Hvenær hættu Íslendingar að þéra? Það væri gaman að vita hverjir börðust gegn þéringunni og hvers vegna. Mig minnir að Ólafur Ragnar Grímsson hafi sem ungur stjórnmálamaður barist gegn henni.

Þéringar hafa aldrei lagst formlega af á Íslandi og ýmsir af eldri borgurum, sem ólust upp við að þéra ókunnuga, nota þær enn þótt þeim fari fækkandi. Sum ráðuneytanna nota þéringar í formlegum bréfum og einnig nokkrar opinberar stofnanir.

Þéringar voru algengar fram undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar. Til dæmis þéruðu prófessorar við Háskóla Íslands nemendur sína þar til þeir höfðu lokið prófi. Þá „buðu þeir dús”. (Sjálf lauk ég kandídatsprófi 1969 og kennararnir buðu mér þá dús að prófum loknum).

Ólafur Ragnar Grímsson þúaði viðmælendur sína í sjónvarpi fyrstur manna.

Undir lok þess áratugar voru miklar hræringar meðal stúdenta í sumum löndum Evrópu, Frakklandi, Þýskalandi, Danmörku og víðar, og formlegheit lögðust að mestu af fyrir 1970. Ólafur Ragnar Grímsson kynntist vafalaust þessum straumum á síðari hluta náms síns í Bretlandi en hann lauk doktorsprófi 1970. Hér heima var hann með þætti í sjónvarpi og þúaði viðmælendur sína fyrstur manna. Sama gerði Vilmundur Gylfason stuttu seinna og vöktu þeir með þessu háttalagi reiði margra sem fannst viðmælendunum sýnd ókurteisi. En þéringar urðu smám saman að lúta í lægra haldi og heyrast ekki lengur í útvarpi og sjónvarpi.

Það er nokkuð lífseigur misskilningur að þérað sé eða hafi verið í Biblíunni. Þar er um að ræða notkun tvítölu og fleirtölu sem annars er löngu horfin úr málinu. Fornöfnin við og þið áttu við tvo einstaklinga, fornöfnin vér og þér við fleiri en tvo. Í biblíuútgáfunni frá 2007 var þessu hætt með fáeinum undantekningum.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

2.2.2017

Spyrjandi

Anna Halldórsdóttir, Guðbjörg Fjóla Hannesdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Barðist Ólafur Ragnar gegn þéringum? Hvenær hættu Íslendingar að þéra?“ Vísindavefurinn, 2. febrúar 2017, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73215.

Guðrún Kvaran. (2017, 2. febrúar). Barðist Ólafur Ragnar gegn þéringum? Hvenær hættu Íslendingar að þéra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73215

Guðrún Kvaran. „Barðist Ólafur Ragnar gegn þéringum? Hvenær hættu Íslendingar að þéra?“ Vísindavefurinn. 2. feb. 2017. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73215>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Barðist Ólafur Ragnar gegn þéringum? Hvenær hættu Íslendingar að þéra?
Upphaflega spurningin frá Önnu hljóðaði svo:

Hvenær hættu Íslendingar að þéra? Það væri gaman að vita hverjir börðust gegn þéringunni og hvers vegna. Mig minnir að Ólafur Ragnar Grímsson hafi sem ungur stjórnmálamaður barist gegn henni.

Þéringar hafa aldrei lagst formlega af á Íslandi og ýmsir af eldri borgurum, sem ólust upp við að þéra ókunnuga, nota þær enn þótt þeim fari fækkandi. Sum ráðuneytanna nota þéringar í formlegum bréfum og einnig nokkrar opinberar stofnanir.

Þéringar voru algengar fram undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar. Til dæmis þéruðu prófessorar við Háskóla Íslands nemendur sína þar til þeir höfðu lokið prófi. Þá „buðu þeir dús”. (Sjálf lauk ég kandídatsprófi 1969 og kennararnir buðu mér þá dús að prófum loknum).

Ólafur Ragnar Grímsson þúaði viðmælendur sína í sjónvarpi fyrstur manna.

Undir lok þess áratugar voru miklar hræringar meðal stúdenta í sumum löndum Evrópu, Frakklandi, Þýskalandi, Danmörku og víðar, og formlegheit lögðust að mestu af fyrir 1970. Ólafur Ragnar Grímsson kynntist vafalaust þessum straumum á síðari hluta náms síns í Bretlandi en hann lauk doktorsprófi 1970. Hér heima var hann með þætti í sjónvarpi og þúaði viðmælendur sína fyrstur manna. Sama gerði Vilmundur Gylfason stuttu seinna og vöktu þeir með þessu háttalagi reiði margra sem fannst viðmælendunum sýnd ókurteisi. En þéringar urðu smám saman að lúta í lægra haldi og heyrast ekki lengur í útvarpi og sjónvarpi.

Það er nokkuð lífseigur misskilningur að þérað sé eða hafi verið í Biblíunni. Þar er um að ræða notkun tvítölu og fleirtölu sem annars er löngu horfin úr málinu. Fornöfnin við og þið áttu við tvo einstaklinga, fornöfnin vér og þér við fleiri en tvo. Í biblíuútgáfunni frá 2007 var þessu hætt með fáeinum undantekningum.

Mynd:

...