Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2662 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Ingibjörg Harðardóttir rannsakað?
Ingibjörg Harðardóttir er prófessor í lífefna- og sameindalíffræði við Læknadeild Háskóla Íslands. Ingibjörg hefur fyrst og fremst rannsakað bólgu og þá sérstaklega hjöðnun hennar, með hvaða hætti hún á sér stað og hvernig er mögulegt að ýta undir hjöðnun bólgu með fæðu eða náttúruefnum. Bólga er mikilvægt svar lí...
Hvað hefur vísindamaðurinn Berglind Hálfdánsdóttir rannsakað?
Berglind Hálfdánsdóttir er lektor í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands ásamt því að starfa við fæðingarþjónustu. Rannsóknir hennar hafa beinst að barneignarþjónustu innan og utan sjúkrahúsa og inngripum í barneignarferlið. Rannsóknir Berglindar hafa aðallega verið á sviði fæðingarþjónustu ut...
Hvaða rannsóknir hefur Ása Ólafsdóttir stundað?
Ása Ólafsdóttir er prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands. Hún hefur um árabil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands. Hún er meðal annars formaður óbyggðanefndar, varadómari við EFTA-dómstólinn, ritstjóri Lagasafns, situr í réttarfarsnefnd og í nefnd um dómarastörf. Ása er einnig virk í s...
Hvaða rannsóknir hefur Ólafur Þ. Harðarson stundað?
Ólafur Þ. Harðarson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og hefur kennt við skólann síðan 1980. Hann var forseti félagsvísindadeildar skólans 2001-2008 og fyrsti forseti Félagsvísindasviðs hans 2008-2013. Ólafur hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Háskóla Íslands, sat meðal annars lengi í há...
Hvernig var tertíertímabilið á Íslandi?
Tertíertímabilið hófst fyrir 65 milljón árum, um það bil sem Norður-Atlantshaf tók að opnast. Frá þeim tíma, þegar Ameríku- og Evrópuflekarnir voru að gliðna sundur, eru eldgosamyndanir á Norður-Írlandi, Skotlandi, Færeyjum og Austur-Grænlandi. Neðansjávarhryggur frá Grænlandi um Ísland til Færeyja „yngist“ úr báð...
Hver er raunverulegur tímamismunur á milli Reykjavíkur og Egilsstaða?
Í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum? kemur fram að:[b]auganet jarðar byggist á ímynduðu hnitakerfi sem lagt er yfir jarðarkúluna og er notað til að gefa upp nákvæma staðsetningu á yfirborði jarðar. Breiddarbaugar eru no...
Hvaða rannsóknir stundaði Gunnar Karlsson?
Gunnar Karlsson (1939-2019) lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands árið 1970 með sögu Íslands sem kjörsvið. Árið 1978 varði hann doktorsritgerð um sagnfræðilegt efni við sömu stofnun. Hann starfaði sem háskólakennari í sagnfræði á árunum 1974 til 2009, fyrst í University College í London 1974–7...
Hvernig mundu reglur um fjárfestingar borgara frá ESB-ríkjum á Íslandi breytast ef Ísland yrði aðili að ESB?
Það veltur á niðurstöðum samningaviðræðna Íslands við ESB hvernig reglur um fjárfestingar ESB-borgara á Íslandi mundu breytast með aðild Íslands að sambandinu. Líklegt má þó telja að innganga Íslands í ESB mundi leiða til þess að Ísland þyrfti að gangast undir regluverk sem heimilar ekki hömlur af okkar hálfu á fr...
Af hverju vildu dönsk yfirvöld veita Íslendingum fullveldi?
Stutta svarið hljómar svona: Danir höfðu blátt áfram engan áhuga lengur á því að ráða yfir Íslandi. Árið 1848 var einveldi afnumið í Danmörku og frá því að þingræði var innleitt árið 1901 höfðu frjálslyndir stjórnmálamenn setið að völdum, menn sem höfðu samúð með sjálfstæðiskröfum Íslendinga. Það getur aldrei þjón...
Hvernig fara vísindamenn að því að mæla og fylgjast með jarðskjálftum á Íslandi?
Veðurstofa Íslands hefur starfrækt landsnet stafrænna jarðskjálftamæla síðan 1990. Það tók við af neti hliðrænna mæla sem Raunvísindastofnun Háskóla Íslands sá um. Veðurstofan hefur rekið jarðskjálftamæla í Reykjavík allt frá árinu 1925. Á árunum 1954 til 1968 varð fyrsta landsnetið smám saman til með stöðvum á Ak...
Eru tekin gjöld af bókum á bókasöfnum handa rithöfundum líkt og stefgjöld?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Eru tekin gjöld af bókum á bókasöfnum handa rithöfundum líkt og stefgjöld til tónlistarmanna og hvaða lög eða reglur gilda um slíka gjaldtöku?Samkvæmt 10. gr. laga nr. 71/1994 um Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn er safninu heimilt að taka sérstakt gjald fyrir ákveðna...
Hvar vex fjalldalafífill?
Fjalldalafífill (Geum rivale), einnig kallaður biskupshattur, er blómplanta af rósaætt (Rosaceae) en til þeirrar skrautlegu ættar teljast rúmlega 2000 tegundir í um 100 ættkvíslum. Kjörlendi fjalldalafífilsins eru grasríkir móar og hvammar og gil sem eru ekki þurr. Fjalldalafífillinn er algengastur á Vestur- og...
Hvað bjuggu margir á Íslandi árin 1978 og 1997?
Á vef Hagstofu Íslands undir ,,hagtölur'' og ,,mannfjöldi'' má nálgast upplýsingar um fjölda íbúa á Íslandi allt aftur til 1703. Þar má meðal annars sjá að árið 1978 voru Íslendingar 222.552 talsins. Tveimur áratugum síðar, árið 1997, hafði landsmönnum fjölgað um rúmlega 47.000 eða upp í 269.874. Eins og ...
Hvað eru margir skólar í Reykjavík?
Á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytisins má finna lista yfir allar stofnanir á hennar vegum. Þegar þetta er skrifað í júní árið 2010 má sjá að í Reykjavíkurborg eru starfræktir 94 leikskólar, 46 grunnskólar, 11 framhaldsskólar og 3 háskólar. Auk þess eru 25 tónlistarskólar. Þannig eru 179 skólar af öllum skólas...
Hvað hefur vísindamaðurinn Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir rannsakað?
Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir efnaverkfræðingur, er verkefnisstjóri við Efnis-, líf- og orkutæknideild Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og framkvæmdarstjóri Álklasans. Rannsóknir hennar hafa verið á ýmsum sviðum, allt frá efnisþróun hlífðarefna fyrir örgjörva, myndgreiningaraðferða á virkni efnahvata til osmósuvirkjana ...