Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig mundu reglur um fjárfestingar borgara frá ESB-ríkjum á Íslandi breytast ef Ísland yrði aðili að ESB?

Helga Melkorka Óttarsdóttir

Það veltur á niðurstöðum samningaviðræðna Íslands við ESB hvernig reglur um fjárfestingar ESB-borgara á Íslandi mundu breytast með aðild Íslands að sambandinu. Líklegt má þó telja að innganga Íslands í ESB mundi leiða til þess að Ísland þyrfti að gangast undir regluverk sem heimilar ekki hömlur af okkar hálfu á frjálsum fjármagnsflutningum milli aðildarríkja, sem og aðildarríkja og þriðju ríkja, nema í ákveðnum tilvikum. Innan Evrópusambandsins eru engar hömlur á frjálsum fjármagnsflutningum milli aðildarríkja nema í sérstökum tilvikum.

***

Fjórfrelsisreglurnar svokölluðu eru grundvöllurinn að hinum sameiginlega markaði Evrópusambandsins. Reglurnar fela í sér frjáls vöruviðskipti, þjónustuviðskipti, stofnsetningarrétt og frjálsa för launþega milli aðildarríkja svo og frjálst fjármagnsflæði bæði á milli aðildarríkja, og aðildarríkja og þriðju ríkja (ríkja utan sambandsins). Reglur á Íslandi um fjárfestingar þvert á landamæri eru að miklu leyti sniðnar eftir þessum reglum vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, en þó eru reglur EFTA-ríkjanna að nokkru frábrugðnar reglum ESB.

Frjálsir fjármagnsflutningar eru einn af hornsteinum sameiginlega markaðarins og að ýmsu leyti forsenda fyrir virkni hinna frelsisþáttanna. Þrátt fyrir þetta voru þó lengi hömlur á fjármagnsflæði á sameiginlega markaðnum eftir að honum var komið á fót en þær hafa smám saman verið afnumdar. Með tilskipun nr. 88/361/EBE frá árinu 1988 var stigið stórt skref í áttina að frjálsum fjármagnsflutningum en hún varð síðar grundvöllur reglna EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga og var tekin upp í XII. viðauka við EES-samninginn.

Fjármagnsfrelsinu má í raun skipta í tvo þætti: 1) frjálsa fjármagnsflutninga, það er yfirfærslu á fjármagni eða fjárfestingar, og 2) frelsi til að framkvæma svonefndar gengar greiðslur (e. current payments) í tengslum við þjónustustarfsemi, vöruflutninga, fólksflutninga eða fjármagnsflutninga. Í síðari flokkinn falla til dæmis þau tilvik þar sem aðili á Íslandi kaupir vöru í Þýskalandi og greiðir fyrir hana með peningum. Einkenni gengra greiðslna er að þær eru ávallt tengdar tilteknum löggerningi sem er grundvöllur þeirra (sjá Stefán Már Stefánsson, 2000).

Hugtakið fjármagnsflutningar hefur aldrei verið sérstaklega skilgreint í sáttmálum ESB. Áðurnefnd tilskipun gefur hins vegar ágætt yfirlit um hvað hugtakið felur í sér, sem dæmi má nefna beinar fjárfestingar (e. direct investment). Dómaframkvæmd Evrópudómstólsins hefur jafnframt útskýrt hugtakið nánar.

Frjálsir fjármagnsflutningar fela í sér að engar hömlur skuli vera á flæði fjármagns á milli aðildarríkja og að aðildarríkin setja ekki hömlur á flæði milli sín og þriðju ríkja (63. grein sáttmálans um starfshætti ESB (SSE)). Sem dæmi má nefna að það hefur verið talið óheimilt að aðildarríki geri tilteknar fjárfestingar háðar fyrirfram samþykki ríkisins eða setji skilyrði, sem eiga ekki við um innlenda aðila, fyrir fjárfestingum erlendra aðila, hvort sem þeir eru frá ESB eða þriðju ríkjum (sjá til dæmis mál C-358/93 Bordessa, C-163/94 Sanz de Lera, C-452/01 Schlössle Weissenberg Familienstiftung, C-54/99 Scientology).

Jörðin Grímsstaðir á Fjöllum. Eins og kunnugt er hafnaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra því nýverið að veita kínverska fjárfestinum Huang Nabo undanþágu frá ákvæði laga nr. 19/1966 um að félögum sé einungis heimilt að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum á Íslandi ef allir stjórnendur eru íslenskir ríkisborgarar.

(Lög nr. 19/1966)

Þrátt fyrir framangreint hafa aðildarríkin heimild til þess að takmarka frjálsa fjármagnsflutninga í vissum tilvikum. Réttlætingarástæður fyrir slíkum takmörkunum er að finna í sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, og í dómafordæmum Evrópudómstólsins. Þannig geta aðildarríkin til dæmis sett reglur sem takmarka fjármagnsfrelsi í því skyni að koma í veg fyrir misnotkun á skattalöggjöf, – eða reglur sem eru nauðsynlegar í þágu allsherjarreglu (e. public policy) eða almannaöryggis (e. public security). Slíkar takmarkanir verða hins vegar að uppfylla skilyrði um meðalhóf, það er að segja að þær verða að vera líklegar til að ná settum markmiðum og mega ekki ganga lengra en nauðsynlegt er til þess.

Ákvæði 63. greinar SSE skulu þó ekki koma í veg fyrir að aðildarríkjum sé heimilt að beita þeim takmörkunum á fjármagnsflæði gagnvart þriðju ríkjum, sem í gildi voru 31. desember 1993, hvort sem þær var að finna í landsrétti eða ESB-rétti (notast er við dagsetninguna 31. desember 1999 í tilviki Búlgaríu, Eistlands og Ungverjalands) (1. mgr. 64. greinar SSE). Evrópusambandið hefur einnig heimildir til að takmarka fjármagnsfrelsi í tilteknum tilvikum en aldrei hefur komið til þess að þeim hafi verið beitt. Allar takmarkanir á fjármagnsfrelsinu verður að túlka þröngt samanber dómaframkvæmd Evrópudómstólsins.

Innleiðing EES-samningsins í íslensk lög (nr. 2/1993) þýddi að Íslendingar skuldbundu sig til að taka upp í landsrétt afleiddar reglur Evrópusambandsins. Í staðinn fengu Íslendingar aðgang að sameiginlega markaðinum. Fjórfrelsisreglurnar, þar með talið frjálst fjármagnsflæði, gilda því á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, fyrir utan einstaka undanþágur í EES-samningnum. Þessar reglur eru grundvöllur þeirra reglna sem gilda um fjárfestingar frá Evrópusambandinu á Íslandi í dag en nánar má lesa um þær í svari við spurningunni Hvaða reglur gilda um fjárfestingar borgara frá ESB-ríkjum á Íslandi?

EES-samningurinn hefur ekki fylgt að öllu leyti þeirri þróun sem hefur átt sér stað í Evrópusambandinu varðandi frjálsa fjármagnsflutninga. Í raun má segja að frelsi til fjármagnsflutninga sé ekki jafn langt komið í EES-rétti og í ESB-rétti. Réttarstaðan samkvæmt EES-samningnum er þannig svipuð og hún var í Evrópusambandinu fyrir gildistöku Maastricht-sáttmálans árið 1993, fyrir utan þær undanþágur sem finna má í EES-samningnum.

Rétt er að hafa í huga að þrátt fyrir að breytingar innan Evrópusambandsins hafi ekki að öllu leyti verið teknar upp í EES-samninginn þá ber að túlka reglur EES-samningsins með hliðsjón af regluverki Evrópusambandsins, að því marki sem mögulegt er, enda er það markmið EES-samningsins að stefna að einsleitu efnahagssvæði (sjá mál C-452/01 Schlössle Weissenberg Familienstiftung). Ennfremur ber að hafa í huga að dómar Evrópudómstólsins hafa fordæmisgildi fyrir túlkun á viðeigandi ákvæðum EES-samningsins (samanber 6. grein EES-samningsins og 2. milligrein 3. greinar ESE-samnings EFTA ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls).

Ómögulegt er að segja nákvæmlega til um hvernig regluverk á Íslandi myndi breytast með inngöngu í ESB enda veltur það á niðurstöðum samningaviðræðna Íslands og ESB. Með hliðsjón af ofansögðu myndi innganga Íslands í ESB þó að öllu jöfnu leiða til þess að Ísland þyrfti að gangast undir strangara regluverk sem heimilar ekki hömlur á frjálsum fjármagnsflutningum milli aðildarríkja og þriðju ríkja nema í ákveðnum tilvikum.

Hvort Íslandi verði veittar tímabundnar eða varanlegar undanþágur frá meginreglunni um frjálsa fjármagnsflutninga, til dæmis vegna fjárfestinga í sjávarútvegi, veltur á niðurstöðum samningaviðræðna Íslands og ESB.

Heimildir og myndir:

Upphafleg spurning:

Hvaða reglur gilda um fjárfestingar íbúa í aðildarlöndum Evrópusambandsins á Íslandi í dag og hvaða breytingum má gera ráð fyrir í þeim efnum ef við gerumst aðilar að sambandinu, sé tekið mið af núverandi regluverki þess?

Höfundur

Útgáfudagur

8.12.2011

Spyrjandi

Ólafur Bjarni Halldórsson

Tilvísun

Helga Melkorka Óttarsdóttir. „Hvernig mundu reglur um fjárfestingar borgara frá ESB-ríkjum á Íslandi breytast ef Ísland yrði aðili að ESB?“ Vísindavefurinn, 8. desember 2011, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61382.

Helga Melkorka Óttarsdóttir. (2011, 8. desember). Hvernig mundu reglur um fjárfestingar borgara frá ESB-ríkjum á Íslandi breytast ef Ísland yrði aðili að ESB? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61382

Helga Melkorka Óttarsdóttir. „Hvernig mundu reglur um fjárfestingar borgara frá ESB-ríkjum á Íslandi breytast ef Ísland yrði aðili að ESB?“ Vísindavefurinn. 8. des. 2011. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61382>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig mundu reglur um fjárfestingar borgara frá ESB-ríkjum á Íslandi breytast ef Ísland yrði aðili að ESB?
Það veltur á niðurstöðum samningaviðræðna Íslands við ESB hvernig reglur um fjárfestingar ESB-borgara á Íslandi mundu breytast með aðild Íslands að sambandinu. Líklegt má þó telja að innganga Íslands í ESB mundi leiða til þess að Ísland þyrfti að gangast undir regluverk sem heimilar ekki hömlur af okkar hálfu á frjálsum fjármagnsflutningum milli aðildarríkja, sem og aðildarríkja og þriðju ríkja, nema í ákveðnum tilvikum. Innan Evrópusambandsins eru engar hömlur á frjálsum fjármagnsflutningum milli aðildarríkja nema í sérstökum tilvikum.

***

Fjórfrelsisreglurnar svokölluðu eru grundvöllurinn að hinum sameiginlega markaði Evrópusambandsins. Reglurnar fela í sér frjáls vöruviðskipti, þjónustuviðskipti, stofnsetningarrétt og frjálsa för launþega milli aðildarríkja svo og frjálst fjármagnsflæði bæði á milli aðildarríkja, og aðildarríkja og þriðju ríkja (ríkja utan sambandsins). Reglur á Íslandi um fjárfestingar þvert á landamæri eru að miklu leyti sniðnar eftir þessum reglum vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, en þó eru reglur EFTA-ríkjanna að nokkru frábrugðnar reglum ESB.

Frjálsir fjármagnsflutningar eru einn af hornsteinum sameiginlega markaðarins og að ýmsu leyti forsenda fyrir virkni hinna frelsisþáttanna. Þrátt fyrir þetta voru þó lengi hömlur á fjármagnsflæði á sameiginlega markaðnum eftir að honum var komið á fót en þær hafa smám saman verið afnumdar. Með tilskipun nr. 88/361/EBE frá árinu 1988 var stigið stórt skref í áttina að frjálsum fjármagnsflutningum en hún varð síðar grundvöllur reglna EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga og var tekin upp í XII. viðauka við EES-samninginn.

Fjármagnsfrelsinu má í raun skipta í tvo þætti: 1) frjálsa fjármagnsflutninga, það er yfirfærslu á fjármagni eða fjárfestingar, og 2) frelsi til að framkvæma svonefndar gengar greiðslur (e. current payments) í tengslum við þjónustustarfsemi, vöruflutninga, fólksflutninga eða fjármagnsflutninga. Í síðari flokkinn falla til dæmis þau tilvik þar sem aðili á Íslandi kaupir vöru í Þýskalandi og greiðir fyrir hana með peningum. Einkenni gengra greiðslna er að þær eru ávallt tengdar tilteknum löggerningi sem er grundvöllur þeirra (sjá Stefán Már Stefánsson, 2000).

Hugtakið fjármagnsflutningar hefur aldrei verið sérstaklega skilgreint í sáttmálum ESB. Áðurnefnd tilskipun gefur hins vegar ágætt yfirlit um hvað hugtakið felur í sér, sem dæmi má nefna beinar fjárfestingar (e. direct investment). Dómaframkvæmd Evrópudómstólsins hefur jafnframt útskýrt hugtakið nánar.

Frjálsir fjármagnsflutningar fela í sér að engar hömlur skuli vera á flæði fjármagns á milli aðildarríkja og að aðildarríkin setja ekki hömlur á flæði milli sín og þriðju ríkja (63. grein sáttmálans um starfshætti ESB (SSE)). Sem dæmi má nefna að það hefur verið talið óheimilt að aðildarríki geri tilteknar fjárfestingar háðar fyrirfram samþykki ríkisins eða setji skilyrði, sem eiga ekki við um innlenda aðila, fyrir fjárfestingum erlendra aðila, hvort sem þeir eru frá ESB eða þriðju ríkjum (sjá til dæmis mál C-358/93 Bordessa, C-163/94 Sanz de Lera, C-452/01 Schlössle Weissenberg Familienstiftung, C-54/99 Scientology).

Jörðin Grímsstaðir á Fjöllum. Eins og kunnugt er hafnaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra því nýverið að veita kínverska fjárfestinum Huang Nabo undanþágu frá ákvæði laga nr. 19/1966 um að félögum sé einungis heimilt að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum á Íslandi ef allir stjórnendur eru íslenskir ríkisborgarar.

(Lög nr. 19/1966)

Þrátt fyrir framangreint hafa aðildarríkin heimild til þess að takmarka frjálsa fjármagnsflutninga í vissum tilvikum. Réttlætingarástæður fyrir slíkum takmörkunum er að finna í sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, og í dómafordæmum Evrópudómstólsins. Þannig geta aðildarríkin til dæmis sett reglur sem takmarka fjármagnsfrelsi í því skyni að koma í veg fyrir misnotkun á skattalöggjöf, – eða reglur sem eru nauðsynlegar í þágu allsherjarreglu (e. public policy) eða almannaöryggis (e. public security). Slíkar takmarkanir verða hins vegar að uppfylla skilyrði um meðalhóf, það er að segja að þær verða að vera líklegar til að ná settum markmiðum og mega ekki ganga lengra en nauðsynlegt er til þess.

Ákvæði 63. greinar SSE skulu þó ekki koma í veg fyrir að aðildarríkjum sé heimilt að beita þeim takmörkunum á fjármagnsflæði gagnvart þriðju ríkjum, sem í gildi voru 31. desember 1993, hvort sem þær var að finna í landsrétti eða ESB-rétti (notast er við dagsetninguna 31. desember 1999 í tilviki Búlgaríu, Eistlands og Ungverjalands) (1. mgr. 64. greinar SSE). Evrópusambandið hefur einnig heimildir til að takmarka fjármagnsfrelsi í tilteknum tilvikum en aldrei hefur komið til þess að þeim hafi verið beitt. Allar takmarkanir á fjármagnsfrelsinu verður að túlka þröngt samanber dómaframkvæmd Evrópudómstólsins.

Innleiðing EES-samningsins í íslensk lög (nr. 2/1993) þýddi að Íslendingar skuldbundu sig til að taka upp í landsrétt afleiddar reglur Evrópusambandsins. Í staðinn fengu Íslendingar aðgang að sameiginlega markaðinum. Fjórfrelsisreglurnar, þar með talið frjálst fjármagnsflæði, gilda því á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, fyrir utan einstaka undanþágur í EES-samningnum. Þessar reglur eru grundvöllur þeirra reglna sem gilda um fjárfestingar frá Evrópusambandinu á Íslandi í dag en nánar má lesa um þær í svari við spurningunni Hvaða reglur gilda um fjárfestingar borgara frá ESB-ríkjum á Íslandi?

EES-samningurinn hefur ekki fylgt að öllu leyti þeirri þróun sem hefur átt sér stað í Evrópusambandinu varðandi frjálsa fjármagnsflutninga. Í raun má segja að frelsi til fjármagnsflutninga sé ekki jafn langt komið í EES-rétti og í ESB-rétti. Réttarstaðan samkvæmt EES-samningnum er þannig svipuð og hún var í Evrópusambandinu fyrir gildistöku Maastricht-sáttmálans árið 1993, fyrir utan þær undanþágur sem finna má í EES-samningnum.

Rétt er að hafa í huga að þrátt fyrir að breytingar innan Evrópusambandsins hafi ekki að öllu leyti verið teknar upp í EES-samninginn þá ber að túlka reglur EES-samningsins með hliðsjón af regluverki Evrópusambandsins, að því marki sem mögulegt er, enda er það markmið EES-samningsins að stefna að einsleitu efnahagssvæði (sjá mál C-452/01 Schlössle Weissenberg Familienstiftung). Ennfremur ber að hafa í huga að dómar Evrópudómstólsins hafa fordæmisgildi fyrir túlkun á viðeigandi ákvæðum EES-samningsins (samanber 6. grein EES-samningsins og 2. milligrein 3. greinar ESE-samnings EFTA ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls).

Ómögulegt er að segja nákvæmlega til um hvernig regluverk á Íslandi myndi breytast með inngöngu í ESB enda veltur það á niðurstöðum samningaviðræðna Íslands og ESB. Með hliðsjón af ofansögðu myndi innganga Íslands í ESB þó að öllu jöfnu leiða til þess að Ísland þyrfti að gangast undir strangara regluverk sem heimilar ekki hömlur á frjálsum fjármagnsflutningum milli aðildarríkja og þriðju ríkja nema í ákveðnum tilvikum.

Hvort Íslandi verði veittar tímabundnar eða varanlegar undanþágur frá meginreglunni um frjálsa fjármagnsflutninga, til dæmis vegna fjárfestinga í sjávarútvegi, veltur á niðurstöðum samningaviðræðna Íslands og ESB.

Heimildir og myndir:

Upphafleg spurning:

Hvaða reglur gilda um fjárfestingar íbúa í aðildarlöndum Evrópusambandsins á Íslandi í dag og hvaða breytingum má gera ráð fyrir í þeim efnum ef við gerumst aðilar að sambandinu, sé tekið mið af núverandi regluverki þess?
...