Á öllu landinu má hins vegar finna 276 leikskóla, 176 grunnskóla, 35 framhaldsskóla og 7 háskóla. Auk þess eru 79 tónlistarskólar. Allt í allt eru því 573 skólar á landinu. Á sama vef kemur fram að á Íslandi búa 319.368 manns og þar af eru 108.239 sem stunda nám í einhverjum af áðurnefndum skólum. Tónlistarskólanemendur eru þó ekki teknir með í skýrslu Hagstofu Íslands; einungis þeir sem eru á framhaldsstigi eða ofar í tónlistarnámi eru taldir með. Með það í huga sjáum við að um það bil 34% landsmanna er í skóla. Þessir útreikningar eru þó einungis gerðir til gamans en í skýrslu Hagstofunnar kemur fram að 6% nemenda séu tvítaldir á framhalds- og háskólastigi; stunda til dæmis bæði nám í dag- og kvöldskóla á framhaldsskólastigi. Auk þess eru 5,1% grunnskólanemenda skráðir í áfanga í framhaldsskóla. Þannig sést að einhver skekkja er í útreikningunum hér að ofan. Á vef Hagstofunnar má sjá íbúafjölda landsins og einstakra bæjarfélaga miðað við 1. janúar 2010. Þar segir að íbúar landsins séu 317.630 og íbúar Reykjavíkur 117.505. Rétt um 37% íbúa landsins býr því í Reykjavík en þar eru staðsettir 31% af skólum landsins. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Heimildir og mynd:
- Mennta- og Menningarmálaráðuneytið.
- Hagstofa Íslands - skráðir nemendur í framhalds- og háskólum.
- Hagstofa Íslands.
- Menntaskólinn í Reykjavík - mynd. Sótt 15.6.2010.
Hvað eru margir grunnskólar á Íslandi? Hvað eru margir háskólar á Íslandisem annars vegar Jóhann Sigfús bar fram og hins vegar Eyrún Eyjólfsdóttir.