Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er stærsti skóli landsins og hvað eru margir krakkar í honum?

EDS

Á heimasíðu Hagstofu Íslands má finna margs konar fróðleik, meðal annars upplýsingar um fjölda nemenda í einstökum skólum á öllum skólastigum. Þegar þetta er skrifað, í lok maí 2009, eru reyndar ekki komnar upplýsingar um árið 2009 eins og spurt var um, þannig að svarið miðast við árið 2008.

Að meðaltali voru um 250 nemendur í hverjum grunnskóla á landinu árið 2008 og var munurinn á fjölmennasta og fámennasta skólanum var 757 nemendur! Fjölmennasti grunnskólinn var Árbæjarskóli með 759 nemendur, en fámennasti skóli landsins árið 2008 var Finnbogastaðaskóli í Árneshreppi þar sem nemendurnir voru aðeins 2.



Árbæjarskóli er fjölmennasti grunnskóli landsins.

Hér fyrir neðan má sjá hverjir voru 10 fjölmennustu grunnskólarnir á Íslandi árið 2008.

SkóliFjöldi nemenda
Árbæjarskóli759
Varmárskóli714
Rimaskóli693
Seljaskóli684
Lágafellsskóli672
Vallaskóli657
Grunnskóli Vestmannaeyja638
Grunnskóli Seltjarnarness607
Grundaskóli587
Lindaskóli561

Eins og við er að búast eru langflestir fjölmennustu grunnskólarnir á höfuðborgarsvæðinu en þrír skólar utan þess komast þó á þennan lista. Það eru Vallaskóli á Selfossi, Grunnskóli Vestmannaeyja og Grundaskóli á Akranesi.

Þess má geta að árið 2008 var næstum því helmingur allra sveitarfélaga á Íslandi, alls 38, fámennari en Árbæjarskólinn.

Eflaust fyndist nemendum úr þessum stærstu skólum landsins skrýtið að koma í fámennustu skólana þar sem fjöldi nemenda nær ekki þeim fjölda sem myndar bekk í stóru skólunum. Eins og áður sagði var Finnbogastaðaskóli með fæsta nemendur árið 2008. Þrír aðrir skólar voru með færri en 10 nemendur, í Grunnskólanum í Grímsey voru 7 nemendur, 8 í Grunnskólanum í Hofgarði og 9 í Grunnskólanum í Svalbarðshreppi.

Í þessu svari var gert ráð fyrir að átt væri við grunnskóla. Til gamans má geta þess að fjölmennasti framhaldsskólinn, Fjölbrautarskólinn í Ármúla, var með 2.914 skráða nemendur. Langfjölmennasti skóli landsins var þó Háskóli Íslands með 11.847 skráða nemendur árið 2008.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Upprunalega hljóðaðið spurningin svona:

Hver er stærsti skóli á landinu árið 2009? Hvað eru margir krakkar í honum?

Höfundur

Útgáfudagur

27.5.2009

Spyrjandi

Melkorka Mist Gunnarsdóttir, f. 1995

Tilvísun

EDS. „Hver er stærsti skóli landsins og hvað eru margir krakkar í honum?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2009, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52769.

EDS. (2009, 27. maí). Hver er stærsti skóli landsins og hvað eru margir krakkar í honum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52769

EDS. „Hver er stærsti skóli landsins og hvað eru margir krakkar í honum?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2009. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52769>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er stærsti skóli landsins og hvað eru margir krakkar í honum?
Á heimasíðu Hagstofu Íslands má finna margs konar fróðleik, meðal annars upplýsingar um fjölda nemenda í einstökum skólum á öllum skólastigum. Þegar þetta er skrifað, í lok maí 2009, eru reyndar ekki komnar upplýsingar um árið 2009 eins og spurt var um, þannig að svarið miðast við árið 2008.

Að meðaltali voru um 250 nemendur í hverjum grunnskóla á landinu árið 2008 og var munurinn á fjölmennasta og fámennasta skólanum var 757 nemendur! Fjölmennasti grunnskólinn var Árbæjarskóli með 759 nemendur, en fámennasti skóli landsins árið 2008 var Finnbogastaðaskóli í Árneshreppi þar sem nemendurnir voru aðeins 2.



Árbæjarskóli er fjölmennasti grunnskóli landsins.

Hér fyrir neðan má sjá hverjir voru 10 fjölmennustu grunnskólarnir á Íslandi árið 2008.

SkóliFjöldi nemenda
Árbæjarskóli759
Varmárskóli714
Rimaskóli693
Seljaskóli684
Lágafellsskóli672
Vallaskóli657
Grunnskóli Vestmannaeyja638
Grunnskóli Seltjarnarness607
Grundaskóli587
Lindaskóli561

Eins og við er að búast eru langflestir fjölmennustu grunnskólarnir á höfuðborgarsvæðinu en þrír skólar utan þess komast þó á þennan lista. Það eru Vallaskóli á Selfossi, Grunnskóli Vestmannaeyja og Grundaskóli á Akranesi.

Þess má geta að árið 2008 var næstum því helmingur allra sveitarfélaga á Íslandi, alls 38, fámennari en Árbæjarskólinn.

Eflaust fyndist nemendum úr þessum stærstu skólum landsins skrýtið að koma í fámennustu skólana þar sem fjöldi nemenda nær ekki þeim fjölda sem myndar bekk í stóru skólunum. Eins og áður sagði var Finnbogastaðaskóli með fæsta nemendur árið 2008. Þrír aðrir skólar voru með færri en 10 nemendur, í Grunnskólanum í Grímsey voru 7 nemendur, 8 í Grunnskólanum í Hofgarði og 9 í Grunnskólanum í Svalbarðshreppi.

Í þessu svari var gert ráð fyrir að átt væri við grunnskóla. Til gamans má geta þess að fjölmennasti framhaldsskólinn, Fjölbrautarskólinn í Ármúla, var með 2.914 skráða nemendur. Langfjölmennasti skóli landsins var þó Háskóli Íslands með 11.847 skráða nemendur árið 2008.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Upprunalega hljóðaðið spurningin svona:

Hver er stærsti skóli á landinu árið 2009? Hvað eru margir krakkar í honum?
...