Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar vex fjalldalafífill?

Jón Már Halldórsson

Fjalldalafífill (Geum rivale), einnig kallaður biskupshattur, er blómplanta af rósaætt (Rosaceae) en til þeirrar skrautlegu ættar teljast rúmlega 2000 tegundir í um 100 ættkvíslum. Kjörlendi fjalldalafífilsins eru grasríkir móar og hvammar og gil sem eru ekki þurr.

Fjalldalafífillinn er algengastur á Vestur- og Norðvesturlandi auk þess sem hann hefur talsverða útbreiðslu á Austurlandi. Hann er hins vegar fágætari á Suðurlandi og finnst helst í Árnessýslu. Útbreiðslu fjalldalafífils má sjá á korti á heimasíðunni Flóra Íslands.



Fjalldalafífill (Geum rivale).

Á heimsvísu hefur fjalldalafífillinn mikla útbreiðslu beggja megin Atlantshafsins. Í Norður-Ameríku vex hann stranda á milli allt norður frá Nýfundalandi í austri til Bresku Kólumbíu í vestri og suður til New Jersey og Colorado í Bandaríkjunum. Fjalldalafífill er einnig útbreiddur í vestanverðri og mið-Evrópu, og raunar nær útbreiðslan allt austur til Rússlands.

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.9.2005

Spyrjandi

Kristinn Brynjólfsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvar vex fjalldalafífill?“ Vísindavefurinn, 8. september 2005, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5253.

Jón Már Halldórsson. (2005, 8. september). Hvar vex fjalldalafífill? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5253

Jón Már Halldórsson. „Hvar vex fjalldalafífill?“ Vísindavefurinn. 8. sep. 2005. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5253>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar vex fjalldalafífill?
Fjalldalafífill (Geum rivale), einnig kallaður biskupshattur, er blómplanta af rósaætt (Rosaceae) en til þeirrar skrautlegu ættar teljast rúmlega 2000 tegundir í um 100 ættkvíslum. Kjörlendi fjalldalafífilsins eru grasríkir móar og hvammar og gil sem eru ekki þurr.

Fjalldalafífillinn er algengastur á Vestur- og Norðvesturlandi auk þess sem hann hefur talsverða útbreiðslu á Austurlandi. Hann er hins vegar fágætari á Suðurlandi og finnst helst í Árnessýslu. Útbreiðslu fjalldalafífils má sjá á korti á heimasíðunni Flóra Íslands.



Fjalldalafífill (Geum rivale).

Á heimsvísu hefur fjalldalafífillinn mikla útbreiðslu beggja megin Atlantshafsins. Í Norður-Ameríku vex hann stranda á milli allt norður frá Nýfundalandi í austri til Bresku Kólumbíu í vestri og suður til New Jersey og Colorado í Bandaríkjunum. Fjalldalafífill er einnig útbreiddur í vestanverðri og mið-Evrópu, og raunar nær útbreiðslan allt austur til Rússlands.

Heimild og mynd: ...