[b]auganet jarðar byggist á ímynduðu hnitakerfi sem lagt er yfir jarðarkúluna og er notað til að gefa upp nákvæma staðsetningu á yfirborði jarðar. Breiddarbaugar eru notaðir til þess að ákvarða staðsetningu til norðurs eða suðurs og lengdarbaugar ákvarða staðsetningu til austurs eða vesturs.Lengdarbaugarnir eru notaðar til að ákvarða tíma á hverjum stað. Þeir eru 360 talsins, 180 í vestur frá Greenwich í London og 180 í austur frá sama stað. Enn fremur segir í svarinu:
Hnettinum var skipt í 24 tímabelti sem hvert um sig tekur yfir 15 lengdarbauga. Staðaltími gildir á belti sem liggur 7,5 gráður til austurs og vesturs frá núll-lengdarbaug. Grunnhugmyndin er sú að innan hvers tímabeltis sé klukkan alls staðar það sama, en í austur frá Greenwich bætist ein klukkustund við í hverju tímabelti en dregst frá sé farið í vestur frá Greenwich. Þannig er klukkan orðin 13:00 í Kaupmannahöfn þegar það er hádegi í London en einungis 7:00 að morgni í New York. Tímabeltin fylgja þó ekki lengdarbaugunum nákvæmlega því víða fara þau eftir landamærum þannig að sami tími gildi í landinu öllu. Það er ákvörðun stjórnvalda á hverjum stað hvaða tímabelti er fylgt.En til að ákvarða staðsetningu nákvæmar er hverri gráðu skipt upp í 60 mínútur og hverri mínútu í 60 sekúndur.

Ísland er allt í sama tímabeltinu en þrátt fyrir það er raunverulegur tímamismunur á milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Myndin sýnir Egilsstaði.
24 klukkustundir | 360° |
12 klukkustundir | 180° |
1 klukkustund | 15° |
4 mínútur | 1° |
4 mínútur | 60' |
2 mínútur | 30' |
1 mínúta | 15' |
4 sekúndur | 1' |
- Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum? eftir Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur. (Skoðað 26.7.2012).
- Leit á korti - Já er svarið. Þaðan sem hnit eru fengin. (Skoðað 26.7.2012).
- Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sótt 26.7.2012).