Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er raunverulegur tímamismunur á milli Reykjavíkur og Egilsstaða?

Ívar Daði Þorvaldsson

Í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum? kemur fram að:
[b]auganet jarðar byggist á ímynduðu hnitakerfi sem lagt er yfir jarðarkúluna og er notað til að gefa upp nákvæma staðsetningu á yfirborði jarðar. Breiddarbaugar eru notaðir til þess að ákvarða staðsetningu til norðurs eða suðurs og lengdarbaugar ákvarða staðsetningu til austurs eða vesturs.
Lengdarbaugarnir eru notaðar til að ákvarða tíma á hverjum stað. Þeir eru 360 talsins, 180 í vestur frá Greenwich í London og 180 í austur frá sama stað. Enn fremur segir í svarinu:
Hnettinum var skipt í 24 tímabelti sem hvert um sig tekur yfir 15 lengdarbauga. Staðaltími gildir á belti sem liggur 7,5 gráður til austurs og vesturs frá núll-lengdarbaug. Grunnhugmyndin er sú að innan hvers tímabeltis sé klukkan alls staðar það sama, en í austur frá Greenwich bætist ein klukkustund við í hverju tímabelti en dregst frá sé farið í vestur frá Greenwich. Þannig er klukkan orðin 13:00 í Kaupmannahöfn þegar það er hádegi í London en einungis 7:00 að morgni í New York.

Tímabeltin fylgja þó ekki lengdarbaugunum nákvæmlega því víða fara þau eftir landamærum þannig að sami tími gildi í landinu öllu. Það er ákvörðun stjórnvalda á hverjum stað hvaða tímabelti er fylgt.
En til að ákvarða staðsetningu nákvæmar er hverri gráðu skipt upp í 60 mínútur og hverri mínútu í 60 sekúndur.

Ísland er allt í sama tímabeltinu en þrátt fyrir það er raunverulegur tímamismunur á milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Myndin sýnir Egilsstaði.

Eins og áður segir er það ákvörðun stjórnvalda hverju sinni hvaða tímabelti er fylgt. Aftur á móti er hægt að reikna út hve mikill sóltímamismunur er á milli Reykjavíkur og Egilsstaða ef farið er nákvæmlega eftir staðsetningu staðanna en þá er nóg að skoða einungis lengdargráðurnar.

Hér þurfum við þó að áætla með hve mikilli nákvæmni við viljum skoða staðsetningu staðanna tveggja. Til dæmis skiptir máli hvort athugandinn er í miðbæ Reykjavíkur eða uppi í Árbæ. Nákvæm staðsetning Hallgrímskirkju er 21°55,618' V (lesist: 21 gráða og 55,618 mínútur vestlægrar breiddar) en sé miðað við Rauðavatn er staðsetningin 21°46,227' V. Væri klukkan 12:00:00 á hádegi við Hallgrímskirkju þá væri klukkan í miðju Rauðavatni 12:00:38.

Grunnskóli Egilsstaða hefur staðsetninguna 14°23,639' V og sé miðað við Hallgrímskirkju þá munar 7°31,979' V á staðsetningu Reykjavíkur og Egilsstaða. Þá skal hafa í huga eftirfarandi atriði:

24 klukkustundir 360°
12 klukkustundir 180°
1 klukkustund 15°
4 mínútur
4 mínútur 60'
2 mínútur 30'
1 mínúta 15'
4 sekúndur 1'

Tímamismunurinn væri þá 30 mínútur og 8 sekúndur. Þetta þýðir að ef klukkan væri 12:00:00 á hádegi við Hallgrímskirkju væri klukkan 12:30:08 við Grunnskóla Egilsstaða. Því má með viðunandi nákvæmni segja að raunverulegur tímamismunur milli Reykjavíkur og Egilsstaða sé hálftími.

Hægt er að framkvæma þessa reikninga fyrir hvaða tvo staði í heiminum sem er með því að finna lengdargráður viðkomandi staða. Enn fremur skal árétta að í einni gráðu eru 60 mínútur. Í stað sekúndna eru hér notuð hefðbundin tugabrot til að tákna óheilan fjölda mínútna. Til glöggvunar er 0,1 mínúta (0,1') það sama og 6 sekúndur (6").

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.9.2012

Spyrjandi

Eyþór Örn

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hver er raunverulegur tímamismunur á milli Reykjavíkur og Egilsstaða?“ Vísindavefurinn, 12. september 2012, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=11376.

Ívar Daði Þorvaldsson. (2012, 12. september). Hver er raunverulegur tímamismunur á milli Reykjavíkur og Egilsstaða? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=11376

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hver er raunverulegur tímamismunur á milli Reykjavíkur og Egilsstaða?“ Vísindavefurinn. 12. sep. 2012. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=11376>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er raunverulegur tímamismunur á milli Reykjavíkur og Egilsstaða?
Í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum? kemur fram að:

[b]auganet jarðar byggist á ímynduðu hnitakerfi sem lagt er yfir jarðarkúluna og er notað til að gefa upp nákvæma staðsetningu á yfirborði jarðar. Breiddarbaugar eru notaðir til þess að ákvarða staðsetningu til norðurs eða suðurs og lengdarbaugar ákvarða staðsetningu til austurs eða vesturs.
Lengdarbaugarnir eru notaðar til að ákvarða tíma á hverjum stað. Þeir eru 360 talsins, 180 í vestur frá Greenwich í London og 180 í austur frá sama stað. Enn fremur segir í svarinu:
Hnettinum var skipt í 24 tímabelti sem hvert um sig tekur yfir 15 lengdarbauga. Staðaltími gildir á belti sem liggur 7,5 gráður til austurs og vesturs frá núll-lengdarbaug. Grunnhugmyndin er sú að innan hvers tímabeltis sé klukkan alls staðar það sama, en í austur frá Greenwich bætist ein klukkustund við í hverju tímabelti en dregst frá sé farið í vestur frá Greenwich. Þannig er klukkan orðin 13:00 í Kaupmannahöfn þegar það er hádegi í London en einungis 7:00 að morgni í New York.

Tímabeltin fylgja þó ekki lengdarbaugunum nákvæmlega því víða fara þau eftir landamærum þannig að sami tími gildi í landinu öllu. Það er ákvörðun stjórnvalda á hverjum stað hvaða tímabelti er fylgt.
En til að ákvarða staðsetningu nákvæmar er hverri gráðu skipt upp í 60 mínútur og hverri mínútu í 60 sekúndur.

Ísland er allt í sama tímabeltinu en þrátt fyrir það er raunverulegur tímamismunur á milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Myndin sýnir Egilsstaði.

Eins og áður segir er það ákvörðun stjórnvalda hverju sinni hvaða tímabelti er fylgt. Aftur á móti er hægt að reikna út hve mikill sóltímamismunur er á milli Reykjavíkur og Egilsstaða ef farið er nákvæmlega eftir staðsetningu staðanna en þá er nóg að skoða einungis lengdargráðurnar.

Hér þurfum við þó að áætla með hve mikilli nákvæmni við viljum skoða staðsetningu staðanna tveggja. Til dæmis skiptir máli hvort athugandinn er í miðbæ Reykjavíkur eða uppi í Árbæ. Nákvæm staðsetning Hallgrímskirkju er 21°55,618' V (lesist: 21 gráða og 55,618 mínútur vestlægrar breiddar) en sé miðað við Rauðavatn er staðsetningin 21°46,227' V. Væri klukkan 12:00:00 á hádegi við Hallgrímskirkju þá væri klukkan í miðju Rauðavatni 12:00:38.

Grunnskóli Egilsstaða hefur staðsetninguna 14°23,639' V og sé miðað við Hallgrímskirkju þá munar 7°31,979' V á staðsetningu Reykjavíkur og Egilsstaða. Þá skal hafa í huga eftirfarandi atriði:

24 klukkustundir 360°
12 klukkustundir 180°
1 klukkustund 15°
4 mínútur
4 mínútur 60'
2 mínútur 30'
1 mínúta 15'
4 sekúndur 1'

Tímamismunurinn væri þá 30 mínútur og 8 sekúndur. Þetta þýðir að ef klukkan væri 12:00:00 á hádegi við Hallgrímskirkju væri klukkan 12:30:08 við Grunnskóla Egilsstaða. Því má með viðunandi nákvæmni segja að raunverulegur tímamismunur milli Reykjavíkur og Egilsstaða sé hálftími.

Hægt er að framkvæma þessa reikninga fyrir hvaða tvo staði í heiminum sem er með því að finna lengdargráður viðkomandi staða. Enn fremur skal árétta að í einni gráðu eru 60 mínútur. Í stað sekúndna eru hér notuð hefðbundin tugabrot til að tákna óheilan fjölda mínútna. Til glöggvunar er 0,1 mínúta (0,1') það sama og 6 sekúndur (6").

Heimildir:

Mynd: