Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1226 svör fundust
Hvernig fiskur er langa?
Langa (Molva molva) er af þorskaætt (Gadidae) líkt og margir af okkar helstu nytjafiskum, svo sem þorskur, ufsi, ýsa og kolmunni. Hún hefur löngum verið álitin einhvers konar millistig á milli þorsks og áls enda líkist hún þorski um margt en hefur ílangt vaxtarlag líkt og áll og getur orðið rúmir tveir metrar á le...
Hvers vegna hrýtur fólk?
Aðrar spurningar um hrotur sem Vísindavefnum hafa borist eru:Hvers vegna hrýtur maður og hvers vegna hrýtur maður ekki þegar maður er vakandi?Hvernig getur maður hætt að hrjóta? Er það algengara að karlmenn hrjóti?Eru einhverjir líkamlegir kvillar sem valda hrotum? Hrotur stafa af því að í svefni slaknar á vöðvu...
Hvernig er afstæðiskenning Alberts Einstein?
Afstæðiskenningin er vísindakenning sem Albert Einstein setti fram í tvennu lagi, annars vegar sem takmörkuðu afstæðiskenninguna árið 1905 og hins vegar sem almennu afstæðiskenninguna árið 1916. Takmarkaða afstæðiskenningin segir meðal annars að massi hluta fari eftir hraða þeirra. Þetta er einmitt það sem fels...
Hvernig eru kívíávextir ræktaðir?
Kívíávextir, eða loðber, eru aldin klifurplantna af ættkvíslinni Actinidia; Wikipedia nefnir Actinidia deliciosa og Encyclopædia Britannica Actinidia chinensis. Hægt er að lesa meira um kívíávöxtinn í svarinu Úr hvaða tveimur ávöxtum er kívíávöxtur búinn til? eftir EMB. Einnig má benda á svar Jóns Más Halldórsso...
Hvaðan kemur nafnið geitungur?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvaða tilgangi þjóna geitungar í vistkerfinu? Lifa geitungar á skordýrum? Ef ekki þá á hverju? Gera þeir garðinum mínum eitthvert gagn? Ekki er vitað fyrir víst hvaðan nafnið geitungur kemur. Jón lærði Guðmundsson lýsir trjágeitungi í riti sínu Stutt undirrétting um Íslands aðsk...
Hvenær mun sólin deyja út?
Í svari Árdísar Elíasdóttur og Gunnlaugs Björnssonar við spurningunni Af hverju er sólin til? kemur fram eftirfarandi um myndun sólarinnar:Sólin er ein af milljörðum stjarna í Vetrarbrautinni okkar. Í Vetrarbrautinni er að finna risavaxin gas- og rykský. Efnið í hverju slíku skýi gæti dugað til mynda hundruð, jafn...
Hvað gerir blöðruhálskirtillinn?
Blöðruhálskirtillinn tilheyrir æxlunarkerfi karla og er útkirtill, það er hann seytir vökva frá sér út í rásir. Hann er eins og kleinuhringur í laginu en er álíka stór og valhneta. Blöðruhálskirtillinn umlykur þvagrásina rétt neðan við þvagblöðruna. Hann liggur framan við endaþarminn og er hægt að þreifa á honum ...
Á hverju og hvernig lifa sveppir?
Hér áður fyrr voru sveppir flokkaðir í ríki plantna, sennilega vegna náins samlífis plantna og sveppa. Sveppir eru hins vegar í grundvallaratriðum mjög frábrugðnir plöntum. Ólíkt plöntum eru þeir ófrumbjarga lífverur, það er þeir geta ekki ljóstillífað og myndað sína eigin næringu. Sveppir eru rotverur og næras...
Hvað getið þið sagt mér um hið merkilega Jola-fólk í Senegal?
Meirihluti íbúa á Casamance-landsvæðinu í Senegal er fólk af Jola-ættflokknum. Á frönsku nefnist það Diola. Jola-fólkið finnst einnig víðsvegar um vestanverða Afríku, til dæmis í Búrkína Fasó, á Fílabeinsströndinni, í Malí, Gana, Gambíu og einnig í norðurhluta Gíneu-Bissá, þar sem fjöldi Jola-manna býr. Upprun...
Hvernig logar sólin ef ekkert súrefni er til að brenna?
Það kannast allir við það að ylja sér í sólinni og hérna á Íslandi þykir slíkt ekki síst vera mikill munaður. Geislun sólarinnar er nefnilega nægileg til þess að verma meira að segja okkur Íslendingana þrátt fyrir að sólin sé í 149,6 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni og hún sé yfirleitt ekki hátt á lofti hér...
Hvað éta hýenur?
Þrjár tegundir hýena finnast í Afríku og ein í Asíu en í þessu svari verður aðeins fjallað um fæðuöflun afrísku tegundanna. Þekktasta hýena Afríku er án efa blettahýenan (Crocuta crocuta) en hún er afar útbreidd í álfunni. Blettahýenan er rándýr en jafnframt er hún afar mikilvirk hrææta. Blettahýenur eru tækif...
Hvað eru margar hitaeiningar í stórum snúð úr bakaríi og hvað þyrfti maður að borða marga slíka til að fullnægja orkuþörf dagsins?
Mörgum krökkum og fullorðnum reyndar líka finnast snúðar ómótstæðilegir. Því miður eru þeir ekkert sérlega hollir en gefa nokkuð mikla orku. Hér tökum við til skoðunar snúð með súkkulaði. Samkvæmt upplýsingum úr næringarefnatöflu á vef Matís þá eru 270 hitaeiningar eða 1130 kj í hverjum 100 g af súkkulaðisnúð....
Er koffín í appelsíni?
Koffín er notað sem bragðefni í kóladrykki, en það er yfirleitt ekki að finna í appelsíni, allavega ekki því sem algengast er í verslunum á Íslandi. Það er til dæmis ekkert koffín í Egils appelsíni og heldur ekki í Fanta, sítrónu- og límónu-drykkjum eins og Sprite og 7-Up eða Mix. Hins vegar er það ekki undantekni...
Er jörðin alltaf að færast nær sólu?
Í stuttu máli er svarið nei, jörðin er ekki alltaf að færast nær sólu. Aftur á móti er það svo að braut jarðar umhverfis sólina er ekki nákvæmlega hringlaga en í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni: Hvað er langt á milli jarðar og sólar? stendur: Jörðin gengur eftir sporbau...
Hversu stórt er stærsta tígrisdýr í heimi?
Stærstu tígrisdýrin eru hin svonefndu amurtígrisdýr eða ussuritígrisdýr (Panthera tigris altaica) sem einnig eru stundum kölluð síberíutígrisdýr. Stærstu karldýrin geta orðið yfir 300 kg að þyngd og um eða yfir 2 metrar að lengd, sé mælt fremst frá höfði aftur að rófu. Kvendýrin eru nokkuð minni, geta orðið um tæ...