Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig eru kívíávextir ræktaðir?

Aðalbjörg Þorkelsdóttir

Kívíávextir, eða loðber, eru aldin klifurplantna af ættkvíslinni Actinidia; Wikipedia nefnir Actinidia deliciosa og Encyclopædia Britannica Actinidia chinensis. Hægt er að lesa meira um kívíávöxtinn í svarinu Úr hvaða tveimur ávöxtum er kívíávöxtur búinn til? eftir EMB. Einnig má benda á svar Jóns Más Halldórssonar um kívífuglinn, en ávöxturinn heitir einmitt eftir honum.

Kívíplöntur þrífast best í tempruðu loftslagi og þola því hvorki mikinn kulda né gífurlegan hita. Greinar kívíplöntunnar bera ekki ávexti fyrr en þær eru orðnar að minnsta kosti eins árs. Eftir það þarf reglulega að snyrta plöntuna til þar sem greinarnar bera sífellt færri ávexti eftir því sem árin líða. Mælt er með að fjarlægja allar greinar eldri en þriggja ára og leyfa nýjum að vaxa í staðinn.

Kívíplönturnar eru sérbýlisplöntur (dioecious), það er hver kívíplanta er annað hvort karlkyns eða kvenkyns, en aldrei hvort tveggja. Aðeins frjóvgaðar kvenplöntur geta borið ávöxt, og því er ein karlplanta sett á milli 3-8 kvenplantna til þess að frjóvga blóm þeirra. Því miður gengur það oft erfiðlega þar sem býflugur laðast frekar að blómum annarra jurta. Stundum er því frjóunum safnað saman og þeim dreift yfir kvenblómin. Nú er algengasta aðferðin að setja stór býflugnabú nálægt plöntunum. Við þetta neyðast flugurnar nánast til að flytja frjókornin á milli kívíplantnanna vegna mikillar samkeppni um hvert blóm.

Heimildir og mynd

  • Kiwi. Encyclopædia Britannica Online.
  • Kiwifruit. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.
  • Mynd af niðurskornum kíví er af Fruit images.
  • Mynd af blómi karlplöntu er af Kiwifruit. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

6.9.2005

Síðast uppfært

8.6.2018

Spyrjandi

N. N.

Tilvísun

Aðalbjörg Þorkelsdóttir. „Hvernig eru kívíávextir ræktaðir?“ Vísindavefurinn, 6. september 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5245.

Aðalbjörg Þorkelsdóttir. (2005, 6. september). Hvernig eru kívíávextir ræktaðir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5245

Aðalbjörg Þorkelsdóttir. „Hvernig eru kívíávextir ræktaðir?“ Vísindavefurinn. 6. sep. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5245>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig eru kívíávextir ræktaðir?

Kívíávextir, eða loðber, eru aldin klifurplantna af ættkvíslinni Actinidia; Wikipedia nefnir Actinidia deliciosa og Encyclopædia Britannica Actinidia chinensis. Hægt er að lesa meira um kívíávöxtinn í svarinu Úr hvaða tveimur ávöxtum er kívíávöxtur búinn til? eftir EMB. Einnig má benda á svar Jóns Más Halldórssonar um kívífuglinn, en ávöxturinn heitir einmitt eftir honum.

Kívíplöntur þrífast best í tempruðu loftslagi og þola því hvorki mikinn kulda né gífurlegan hita. Greinar kívíplöntunnar bera ekki ávexti fyrr en þær eru orðnar að minnsta kosti eins árs. Eftir það þarf reglulega að snyrta plöntuna til þar sem greinarnar bera sífellt færri ávexti eftir því sem árin líða. Mælt er með að fjarlægja allar greinar eldri en þriggja ára og leyfa nýjum að vaxa í staðinn.

Kívíplönturnar eru sérbýlisplöntur (dioecious), það er hver kívíplanta er annað hvort karlkyns eða kvenkyns, en aldrei hvort tveggja. Aðeins frjóvgaðar kvenplöntur geta borið ávöxt, og því er ein karlplanta sett á milli 3-8 kvenplantna til þess að frjóvga blóm þeirra. Því miður gengur það oft erfiðlega þar sem býflugur laðast frekar að blómum annarra jurta. Stundum er því frjóunum safnað saman og þeim dreift yfir kvenblómin. Nú er algengasta aðferðin að setja stór býflugnabú nálægt plöntunum. Við þetta neyðast flugurnar nánast til að flytja frjókornin á milli kívíplantnanna vegna mikillar samkeppni um hvert blóm.

Heimildir og mynd

  • Kiwi. Encyclopædia Britannica Online.
  • Kiwifruit. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.
  • Mynd af niðurskornum kíví er af Fruit images.
  • Mynd af blómi karlplöntu er af Kiwifruit. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005....