Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um hið merkilega Jola-fólk í Senegal?

Helga Björnsdóttir

Meirihluti íbúa á Casamance-landsvæðinu í Senegal er fólk af Jola-ættflokknum. Á frönsku nefnist það Diola. Jola-fólkið finnst einnig víðsvegar um vestanverða Afríku, til dæmis í Búrkína Fasó, á Fílabeinsströndinni, í Malí, Gana, Gambíu og einnig í norðurhluta Gíneu-Bissá, þar sem fjöldi Jola-manna býr.

Upprunasögur Jola-fólksins staðfesta langa búsetu í Gambíu og einnig að Jola er einn af frumbyggjahópum Senegambíu-svæðisins, það er að segja Senegal og Gambíu. Þeir Jola-menn sem búa í Gíneu-Bissá eru afkomendur fólks sem annað hvort flutti til svæðisins eða var flutt þangað nauðugt á fimmtándu öld af portúgölskum þrælakaupmönnum. Jola-menn voru fyrstu fórnarlömb þrælaverslunar í vesturhluta Afríku. Árið 2001 var talið að Jola-menn væru um 220 þúsund.



Fólk af Jola-ættflokknum.

Nú á dögum eru flestir Jola íslamstrúar en áður trúðu þeir á guðinn Amit eða Ata Amit. Nafnið merkir 'almáttugur guð' og samkvæmt hugmyndum Jola-fólksins var Amit nátengdur náttúrlegum fyrirbærum eins og himninum og regninu. Margir halda enn í ýmislegt sem tengist gamla átrúnaðinum til að mynda trú á yfirnáttúrleg öfl sem vernda einstaklinginn, fjölskylduna, þorpið og akurinn. Þessar vættir nefnast bakin og Jola-menn færa þeim fórnir. Jola-fólkið gerir skýran greinarmun á guðinum Amit og vættunum bakin.

Jola-fólkið kappkostar að fylgja réttum siðum og venjum við útfarir því það er trú þeirra að þá komist sálin á áfangastað. Þá leggur það einnig áherslu á að stunda gott líferni því annars er hætta á að sál þeirra verði að útskúfuðum anda sem aldrei fær hvíld. Þannig anda kalla Jola-menn holowa. Fjölkvæni tíðkast meðal Jola-fólksins að einhverju marki.



Dans og söngur Jola-fólksins.

Hljómlist gegnir stóru hlutverki í menningu Jola og eitt helsta hljóðfæri þeirra kallast akonting, sem er þriggja strengja lúta.

Um aldir hefur Jola-fólkið einkum haft viðurværi sitt af hrísgrjóna- og jarðhneturækt, skepnuhaldi ýmiss konar, vinnslu á pálmaolíu og fiskveiðum ásamt því að stunda körfu- og leirkeragerð.

Jola-fólkið var fórnarlömb þrælasölu Evrópubúa en frá 1440 til 1600 var um ein miljón innfæddra íbúa í vesturhluta Afríku seld í ánauð. Stór hluti þessa fólks var úr ættarhópum frá Senegambíu-svæðinu, hópum eins og Jola, Balantas, Papels og Manjagos.

Heimildir og frekari lesefni:Myndir:

Höfundur

doktorsnemi í mannfræði

Útgáfudagur

13.8.2007

Spyrjandi

Tómas Hallgrímsson

Tilvísun

Helga Björnsdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um hið merkilega Jola-fólk í Senegal?“ Vísindavefurinn, 13. ágúst 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6753.

Helga Björnsdóttir. (2007, 13. ágúst). Hvað getið þið sagt mér um hið merkilega Jola-fólk í Senegal? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6753

Helga Björnsdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um hið merkilega Jola-fólk í Senegal?“ Vísindavefurinn. 13. ágú. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6753>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um hið merkilega Jola-fólk í Senegal?
Meirihluti íbúa á Casamance-landsvæðinu í Senegal er fólk af Jola-ættflokknum. Á frönsku nefnist það Diola. Jola-fólkið finnst einnig víðsvegar um vestanverða Afríku, til dæmis í Búrkína Fasó, á Fílabeinsströndinni, í Malí, Gana, Gambíu og einnig í norðurhluta Gíneu-Bissá, þar sem fjöldi Jola-manna býr.

Upprunasögur Jola-fólksins staðfesta langa búsetu í Gambíu og einnig að Jola er einn af frumbyggjahópum Senegambíu-svæðisins, það er að segja Senegal og Gambíu. Þeir Jola-menn sem búa í Gíneu-Bissá eru afkomendur fólks sem annað hvort flutti til svæðisins eða var flutt þangað nauðugt á fimmtándu öld af portúgölskum þrælakaupmönnum. Jola-menn voru fyrstu fórnarlömb þrælaverslunar í vesturhluta Afríku. Árið 2001 var talið að Jola-menn væru um 220 þúsund.



Fólk af Jola-ættflokknum.

Nú á dögum eru flestir Jola íslamstrúar en áður trúðu þeir á guðinn Amit eða Ata Amit. Nafnið merkir 'almáttugur guð' og samkvæmt hugmyndum Jola-fólksins var Amit nátengdur náttúrlegum fyrirbærum eins og himninum og regninu. Margir halda enn í ýmislegt sem tengist gamla átrúnaðinum til að mynda trú á yfirnáttúrleg öfl sem vernda einstaklinginn, fjölskylduna, þorpið og akurinn. Þessar vættir nefnast bakin og Jola-menn færa þeim fórnir. Jola-fólkið gerir skýran greinarmun á guðinum Amit og vættunum bakin.

Jola-fólkið kappkostar að fylgja réttum siðum og venjum við útfarir því það er trú þeirra að þá komist sálin á áfangastað. Þá leggur það einnig áherslu á að stunda gott líferni því annars er hætta á að sál þeirra verði að útskúfuðum anda sem aldrei fær hvíld. Þannig anda kalla Jola-menn holowa. Fjölkvæni tíðkast meðal Jola-fólksins að einhverju marki.



Dans og söngur Jola-fólksins.

Hljómlist gegnir stóru hlutverki í menningu Jola og eitt helsta hljóðfæri þeirra kallast akonting, sem er þriggja strengja lúta.

Um aldir hefur Jola-fólkið einkum haft viðurværi sitt af hrísgrjóna- og jarðhneturækt, skepnuhaldi ýmiss konar, vinnslu á pálmaolíu og fiskveiðum ásamt því að stunda körfu- og leirkeragerð.

Jola-fólkið var fórnarlömb þrælasölu Evrópubúa en frá 1440 til 1600 var um ein miljón innfæddra íbúa í vesturhluta Afríku seld í ánauð. Stór hluti þessa fólks var úr ættarhópum frá Senegambíu-svæðinu, hópum eins og Jola, Balantas, Papels og Manjagos.

Heimildir og frekari lesefni:Myndir: