Innst í kjarna stjarnanna er gríðarlega heitt og þrýstingurinn er sömuleiðis gífurlega mikill. Sólin fær orku sína úr agnarsmáum og léttum atómkjörnum (atomic nuclei, eintala nucleus) sem rekast hver á aðra í gríð og erg og mynda þyngri frumefni. Þar myndast sólarorkan. Í kjarna sólar er hitinn um 15.000.000°C og þrýstingurinn er 340 þúsund milljón sinnum meiri en við yfirborð sjávar hér á jörðinni. Við þessar aðstæður fara að gerast kjarnahvörf (nuclear reactions) sem svo eru kölluð, nánar tiltekið kjarnasamruni (nuclear fusion).Með slíkum kjarnasamruna breytist vetni í helín án þess að súrefni komi þar nokkuð við sögu. Þannig getur sólin "logað" án súrefnis. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Af hverju er sólin til?
- Hvað er sólin stór?
- Hvað er sólin heit?
- Brennur eldur í geimnum, það er að segja jafnvel í nokkrar sekúndur? Flýtur eldur í þyngdarleysi?
- Hvenær mun sólin deyja út?
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.