Koffín er náttúrlegt og örvandi efni sem finnst í um það bil 60 plöntutegundum. Flestir tengja það við kaffi enda er töluvert stór hluti af koffínneyslu tilkominn vegna kaffidrykkju. Koffín er einnig í telaufi, kakóbaunum, gúaranakjörnum og kólahnetum og einnig í afurðum sem unnar eru úr þessum jurtum. Koffín er ekki aðeins að finna í drykkjarvörum, eins og kóladrykkjum og orkudrykkjum, heldur er það oft sett í fæðubótarefni og er jafnframt að finna í ýmsum lyfjum, til dæmis lyfjum við mígreni. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Eru guarana og koffein holl eða óholl? Hver er virki þátturinn í þeim og hver er efnafræðileg verkun þeirra á líkamann? eftir Björn Sigurð Gunnarsson
- Hversu mikið koffín er í einum kaffibolla? eftir Matvælastofnun
- Hættir maður að stækka ef maður drekkur kaffi? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Mælingar á koffíni í drykkjum á íslenskum markaði. Umhverfisstofnun, Matvælasvið. Reykjavík. Júlí 2006.
- Caffeine á Wikipedia.
- Mynd sett saman af ritstjórn Vísindavefnsins.