Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 836 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær er höfuðdagur?

Höfuðdagurinn er samkvæmt gildandi tímatali 29. ágúst. Þann dag á Heródes konungur að hafa látið eftir konu sinni að Jóhannes skírari skyldi hálshöggvinn. Vitað er til að minningardagur um aftökuna hafi þekkst þegar á 5. öld bæði í Samaríu og Gallíu. Það var hins vegar páfastóll sem ákvað dagsetninguna 29. ágúst á...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera „forpokaður“ og hver er eiginlega uppruni orðsins? Íslensk orðsifjabók stendur hér á gati.

Sögnin að forpokast merkir að hnigna andlega, glata fjöri og áhuga samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:371) og sá sem er forpokaður er þá áhugalaus, gamaldags, oft afturhaldssamur og lítt hugsandi um nýjungar og framfarir. Uppruninn er ekki fulljós. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um sögnina forpokast er úr ritinu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Talsverður ruglingur virðist vera í orðabókum varðandi web site og web page. Hvort er hvað?

Í Orðabanka Íslenskrar málstöðvar, sem er í umsjón málræktarsviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er íslenska orðið yfir web site ‛vefsetur’ en yfir web page ‛vefsíða’. Heimildirnar eru fengnar úr fleiri en einu orðasafni. Ef litið er í Tölvuorðasafn, sem gefið var út 2005, þá stendur vi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver fann upp orðið lýðveldi?

Elstu þekktu dæmin um orðið lýðveldi (e. republic) í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru í ritinu Miðaldarsagan eftir Pál Melsteð frá 1866. Það er því ekki mjög gamalt í málinu. „átti Genúa í ófriði við lýðveldið Písa.“ (bls. 224)„Hið elzta miðaldaríki á Ítalíu var lýðveldið Venezía.“ (bls. 226) Aðeins eld...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur sögnin ,,að krepera“ og hvenær kom hún inn í málið?

Um sögnina krepera segir í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:504): krepera s. (nísl.) ‘dragast upp, sálast’. To. úr d. krepere í svipaðri merkingu. Orðið er ættað úr lat. crepāer ‘braka, skrölta’; merkingin ‘farast’ eða ‘deyja’ er af því runnin að so. var m.a. höfð í merk. ‘að rifna’ eð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið „víma“ og hver er uppruni þess?

Öll spurningin hljóðaði svona:Hvað þýðir orðið „víma“? Hver er uppruni þess eða af hverju er það dregið? Einnig eru til kk orðið vími og sagnorðið að víma. Þýða þau það sama? Kvenkynsorðið víma þekkist frá 17. öld og hefur fleiri en eina merkingu, ‘ölvun; svimi; leiðsla; doði, deyfð’. Nú á dögum er það oft nota...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins kórvilla?

Í heild var spurningin svona: Hver er uppruni orðsins ,kórvilla’ og hvað er átt við með kór-? Samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:810) merkir nafnorðið kórvilla annars vegar ‘stórkostleg mistök, afdrifaríkt glappaskot, höfuðvilla’ en hins vegar ‘helsta rangfærsla í fræðikenningu, trúarsetningu’. Elsta dæmi í r...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins kollur í merkingunni sæti?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver er uppruni orðsins kollur í merkingunni sæti? Á facebook-síðunni Skemmtileg íslensk orð var spurt um heiti á kýrhauskúpum sem voru notaðar sem mjaltasæti. Þar kom fram svar um að þær hefðu verið kallaðar kollar. Orðið kollur hefur fleiri en eina merkingu: ‘ávalur fjallshnú...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að hafa ekki roð við einhverjum? Er líkingin fengin úr fornu verklagi?

Upprunalega spurningin var í löngu máli og hljóðar svona í heild sinni:Mér til sárrar armæðu rekst ég æ oftar á afbökun orðasambandsins „að hafa ekki roð við einhverjum“ sem hefur umbreyst í „að hafa ekki roð í einhvern“. En ég verð að játa að þó þetta hafi verið mér tamt á tungu í meira en hálfa öld, veit ég e...

category-iconTrúarbrögð

Hvort tala fræðimenn um siðbreytingu eða siðaskipti? Af hverju?

Orðnotkun í íslensku hefur verið nokkuð breytileg gegnum tíðina þegar rætt og ritað hefur verið um upptök, útbreiðslu og áhrif lútherskunnar á 16. öld. Fram undir þetta hafa fræðimenn almennt notað eitt heiti yfir alla þætti þessarar þróunar. Það hefur svo verið breytilegt hvort rætt hefur verið um siðbót, siðaski...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvar er Örtugadalur sem einnig er nefndur Örskotsteigadalur og hvaðan koma örnefnin?

Örskotsteigadalur eða Örtugadalur er lítið dalverpi sem gengur út úr Galtardal á Fellsströnd í Dalasýslu. Nafnið Örtugadalur er þekkt úr eldri heimild en Örskotsteigadalur, það er úr riti Árna Magnússonar Chorographica Islandica frá byrjun 18. aldar þar sem hann er að lýsa ýmsum reiðleiðum: „Oddrúnarbrekkur upp...

category-iconMálvísindi: íslensk

Í hvaða málaætt germanskra mála finnast heiti á líkamshlutum eins og heila, enni, mænu og vélinda?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ég veit að flestir líkamshlutar okkar eiga sér samsvörun í germönskum málum. En sum þeirra virðast ekki falla í þann flokk. Hvaðan koma heiti eins og heili, enni, mæna, vélinda, lófi, il, þind og bris? Germönsk mál skiptast í þrjár málaættir, norðurgermönsk mál (ís...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig er hérað skilgreint samkvæmt íslenskri venju?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvernig er hérað skilgreint samkvæmt íslenskri venju? Frá landnámi hefur verið talað um að eitthvað sé í héraði og mun síðar komu héraðsdómar en mér hefur ávallt þótt það óljóst hvað átt sé nákvæmlega við með héraði á Íslandi. Ömt, sýslur, hreppar og sveitarfélög þekkjum við en hé...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvort eru sebrahestar hvítir með svörtum röndum eða svartir með hvítum röndum?

Þrjár tegundir sebrahesta eru til um þessar mundir. Það eru greifasebra (á ensku Grevy's zebra, á latínu Equus grevyi), fjallasebra (á ensku Mountain zebra, á latínu Equus zebra) og sléttusebra (á ensku Burchell's zebra, á latínu Equus burchelli). Allar eru þessar tegundir bundnar við Afríku. Yfirleitt er talað um...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna synda hvalir upp á land?

Nokkuð algengt er að hvalir syndi á land, en engu að síður eru orsakirnar fyrir því lítt þekktar. Ef tíðni þess er könnuð kemur í ljós að sumar tegundir stranda oftar en aðrar. Til dæmis er afar sjaldgæft að háhyrningar (Orcinus orca) og stökklar (e. bottlenose dolphin, Tursiops truncatus) strandi. Grindhvalir (Gl...

Fleiri niðurstöður