Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hvaða málaætt germanskra mála finnast heiti á líkamshlutum eins og heila, enni, mænu og vélinda?

Guðrún Kvaran

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Ég veit að flestir líkamshlutar okkar eiga sér samsvörun í germönskum málum. En sum þeirra virðast ekki falla í þann flokk. Hvaðan koma heiti eins og heili, enni, mæna, vélinda, lófi, il, þind og bris?

Germönsk mál skiptast í þrjár málaættir, norðurgermönsk mál (íslenska, færeyska, norska, danska, sænska), vesturgermönsk mál (enska, þýska, hollenska og fleiri) og austurgermanskt mál (gotneska). Orðin, sem spurt er um, teljast til norðurgermönsku málaættarinnar og sum eiga einnig skyld orð í vesturgermönsku málaættinni. Ef þau eru skoðuð í þeirri röð sem þau koma fram í spurningunni er þetta um þau að segja:

Heili: í færeysku heili, nýnorsku heile k., fornfrísnesku hēli-, hāl-. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989: 315) er uppruni talinn óljós. Orðið var oft talið skylt miðírsku coelán ‘innyfli’ en það er mjög vafasamt.

Enni: í færeysku enni, nýnorsku enne, sænskri mállýsku änne ‘andlitið ofan augna’, fornháþýsku andi, endi (sama merking), latínu antiae ‘ennislokkar’.

Mæna: í færeysku møna, nýnorsku møne, hjaltlensku møni.

Uppruni orðsins heili er talinn óljós.

Vélinda: í færeysku vælindi, nýnorsku vêlende (viljan, vøle,…), sænskri mállýsku välande, vajlunde (vändäl, vänälde, väräld). Ásgeir Blöndal telur upprunann óvissan.

Lófi: í færeysku lógvi, nýnorsku og sænsku love, forndönsku love og gotnesku lofa ‘innhlið handar’. Sömu ættar eru líklega miðenska lōf ‘stór ár’, hollenska loef ‘hjálparár’ og ef til vill danska luffe ‘framlimur (sem líkist árarblaði), til dæmis á hval; þykkur vettlingur’ (líklega tökuorð úr lágþýsku), skylt dönsku lab og íslensku löpp og labba, fornháþýsku laffa, lappo ‘flöt hönd, lófi; árarblað’.

Il: í fornu máli †íl kv: í færeysku il, nýnorsku il kv. og ilje k., sænsku og dönsku il, gamalli dönsku ilje, fe. ile (< *iliþ-) og ill h. (< *ilja-) (sama merking), miðlágþýsku ele, elde, elt (< *iliþ-) ‘sigg á höndum og fótum’, þýskri mállýsku illen ‘bólguhnúður’. Orðið virðist hafa mismunandi viðskeyti í germönskum málum: *iljō, *ilja-, *iliþ- og í íslensku gætir samskonar víxlanar á i og í í stofni eins og í íli: ilji, íð: ið.

Þind: í færeysku tind kv., nýnorsku tinder, tind kv. Líklega < *þen-ði- frekar en *þen-ðō, samanber fornindversku (sanskrít) tántu- ‘þráður, strengur’, sk. latínu tenēer og íslensku þenja, samanber og fornensku ðindan (st.)s. ‘bólgna út’.

Bris: í færeysku bris, nýnorsku bris ‘háls- og kviðarkirtlar’, sænskri mállýsku bris, bress (s.m.), sænsku kalvbräss ‘briskirtill í kálfi’; samanber ennfremur dönsku brissel ‘bógeitill, brjóstholskirtlar’. Líklega allt tökuorð úr þýsku, samanber þýska mállýsku bries, briesel, brüsel og nýháþýsku Brieschen, Bröschen (smækkunarending -chen).

Eins og sjá má af því sem tekið var hér saman koma orðin öll fyrir í vesturnorrænum málum (færeysku, nýnorsku) en sum þeirra einnig í austurnorrænum (dönsku, sænsku). Fáein virðast eiga ættingja í öðrum germönskum málum og enn færri í fjarskyldari málum. En skyldleiki utan norrænna mála er þó oft óljós.

Heimild og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

28.9.2023

Spyrjandi

Kristján Loftsson Guðlaugsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Í hvaða málaætt germanskra mála finnast heiti á líkamshlutum eins og heila, enni, mænu og vélinda?“ Vísindavefurinn, 28. september 2023, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84693.

Guðrún Kvaran. (2023, 28. september). Í hvaða málaætt germanskra mála finnast heiti á líkamshlutum eins og heila, enni, mænu og vélinda? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84693

Guðrún Kvaran. „Í hvaða málaætt germanskra mála finnast heiti á líkamshlutum eins og heila, enni, mænu og vélinda?“ Vísindavefurinn. 28. sep. 2023. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84693>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í hvaða málaætt germanskra mála finnast heiti á líkamshlutum eins og heila, enni, mænu og vélinda?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Ég veit að flestir líkamshlutar okkar eiga sér samsvörun í germönskum málum. En sum þeirra virðast ekki falla í þann flokk. Hvaðan koma heiti eins og heili, enni, mæna, vélinda, lófi, il, þind og bris?

Germönsk mál skiptast í þrjár málaættir, norðurgermönsk mál (íslenska, færeyska, norska, danska, sænska), vesturgermönsk mál (enska, þýska, hollenska og fleiri) og austurgermanskt mál (gotneska). Orðin, sem spurt er um, teljast til norðurgermönsku málaættarinnar og sum eiga einnig skyld orð í vesturgermönsku málaættinni. Ef þau eru skoðuð í þeirri röð sem þau koma fram í spurningunni er þetta um þau að segja:

Heili: í færeysku heili, nýnorsku heile k., fornfrísnesku hēli-, hāl-. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989: 315) er uppruni talinn óljós. Orðið var oft talið skylt miðírsku coelán ‘innyfli’ en það er mjög vafasamt.

Enni: í færeysku enni, nýnorsku enne, sænskri mállýsku änne ‘andlitið ofan augna’, fornháþýsku andi, endi (sama merking), latínu antiae ‘ennislokkar’.

Mæna: í færeysku møna, nýnorsku møne, hjaltlensku møni.

Uppruni orðsins heili er talinn óljós.

Vélinda: í færeysku vælindi, nýnorsku vêlende (viljan, vøle,…), sænskri mállýsku välande, vajlunde (vändäl, vänälde, väräld). Ásgeir Blöndal telur upprunann óvissan.

Lófi: í færeysku lógvi, nýnorsku og sænsku love, forndönsku love og gotnesku lofa ‘innhlið handar’. Sömu ættar eru líklega miðenska lōf ‘stór ár’, hollenska loef ‘hjálparár’ og ef til vill danska luffe ‘framlimur (sem líkist árarblaði), til dæmis á hval; þykkur vettlingur’ (líklega tökuorð úr lágþýsku), skylt dönsku lab og íslensku löpp og labba, fornháþýsku laffa, lappo ‘flöt hönd, lófi; árarblað’.

Il: í fornu máli †íl kv: í færeysku il, nýnorsku il kv. og ilje k., sænsku og dönsku il, gamalli dönsku ilje, fe. ile (< *iliþ-) og ill h. (< *ilja-) (sama merking), miðlágþýsku ele, elde, elt (< *iliþ-) ‘sigg á höndum og fótum’, þýskri mállýsku illen ‘bólguhnúður’. Orðið virðist hafa mismunandi viðskeyti í germönskum málum: *iljō, *ilja-, *iliþ- og í íslensku gætir samskonar víxlanar á i og í í stofni eins og í íli: ilji, íð: ið.

Þind: í færeysku tind kv., nýnorsku tinder, tind kv. Líklega < *þen-ði- frekar en *þen-ðō, samanber fornindversku (sanskrít) tántu- ‘þráður, strengur’, sk. latínu tenēer og íslensku þenja, samanber og fornensku ðindan (st.)s. ‘bólgna út’.

Bris: í færeysku bris, nýnorsku bris ‘háls- og kviðarkirtlar’, sænskri mállýsku bris, bress (s.m.), sænsku kalvbräss ‘briskirtill í kálfi’; samanber ennfremur dönsku brissel ‘bógeitill, brjóstholskirtlar’. Líklega allt tökuorð úr þýsku, samanber þýska mállýsku bries, briesel, brüsel og nýháþýsku Brieschen, Bröschen (smækkunarending -chen).

Eins og sjá má af því sem tekið var hér saman koma orðin öll fyrir í vesturnorrænum málum (færeysku, nýnorsku) en sum þeirra einnig í austurnorrænum (dönsku, sænsku). Fáein virðast eiga ættingja í öðrum germönskum málum og enn færri í fjarskyldari málum. En skyldleiki utan norrænna mála er þó oft óljós.

Heimild og mynd:

...