Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert norðulandamálanna fimm líkist mest frumnorrænu?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Norðurlandamálin eru oft einungis talin íslenska, norska, danska, sænska og finnska en rétt er að telja einnig með færeysku, grænlensku og samísku. Af þessum málum eru finnska, grænlenska og samíska ekki germönsk mál og því ekki skyld hinum fimm sem vanalega eru kölluð norræn mál.

Germönsk mál skiptust snemma í norður-, vestur- og austurgermönsk mál. Sameiginlegt forstig norðurgermanskra mála er kallað frumnorræna. Þau skiptust síðar í vesturnorræn mál (íslenska, færeyska, norska) og austurnorræn mál (danska, sænska). Fornnorræna er það mál kallað sem talað var á Íslandi og Noregi frá um 900 og fram til 1350.


Íslenska hefur breyst minnst frá tíma fornnorrænu. Færeyskan stendur síðan næst íslensku. Myndin er frá Færeyjum.

Þeir sem námu land á Íslandi og í Færeyjum komu flestir frá Vestur-Noregi og töluðu því nánast sama málið. Þegar kom fram á 14. öld fór að verða merkjanlegur munur á íslensku og norsku. Öll norrænu málin hafa þróast, orðið fyrir áhrifum frá öðrum málum og breyst í aldanna rás. Ef litið er á tengsl norrænna nútímamála hvað gagnkvæman skilning varðar skiptast þau þannig:
  • Eyjanorræna: íslenska, færeyska
  • Skandínavíska:
    1. norðurskandínavíska – norska, sænska;
    2. suðurskandínavíska – danska.

Íslenska hefur breyst minnst af norrænum málum frá tíma fornnorrænu. Hún er þó talsvert ólík frumnorrænu. Færeyska stendur næst íslensku og síðan norska, einkum norskar mállýskur á vesturströnd Noregs.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

8.9.2009

Spyrjandi

Sveinbjörn Stefánsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvert norðulandamálanna fimm líkist mest frumnorrænu?“ Vísindavefurinn, 8. september 2009, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=47634.

Guðrún Kvaran. (2009, 8. september). Hvert norðulandamálanna fimm líkist mest frumnorrænu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=47634

Guðrún Kvaran. „Hvert norðulandamálanna fimm líkist mest frumnorrænu?“ Vísindavefurinn. 8. sep. 2009. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=47634>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert norðulandamálanna fimm líkist mest frumnorrænu?
Norðurlandamálin eru oft einungis talin íslenska, norska, danska, sænska og finnska en rétt er að telja einnig með færeysku, grænlensku og samísku. Af þessum málum eru finnska, grænlenska og samíska ekki germönsk mál og því ekki skyld hinum fimm sem vanalega eru kölluð norræn mál.

Germönsk mál skiptust snemma í norður-, vestur- og austurgermönsk mál. Sameiginlegt forstig norðurgermanskra mála er kallað frumnorræna. Þau skiptust síðar í vesturnorræn mál (íslenska, færeyska, norska) og austurnorræn mál (danska, sænska). Fornnorræna er það mál kallað sem talað var á Íslandi og Noregi frá um 900 og fram til 1350.


Íslenska hefur breyst minnst frá tíma fornnorrænu. Færeyskan stendur síðan næst íslensku. Myndin er frá Færeyjum.

Þeir sem námu land á Íslandi og í Færeyjum komu flestir frá Vestur-Noregi og töluðu því nánast sama málið. Þegar kom fram á 14. öld fór að verða merkjanlegur munur á íslensku og norsku. Öll norrænu málin hafa þróast, orðið fyrir áhrifum frá öðrum málum og breyst í aldanna rás. Ef litið er á tengsl norrænna nútímamála hvað gagnkvæman skilning varðar skiptast þau þannig:
  • Eyjanorræna: íslenska, færeyska
  • Skandínavíska:
    1. norðurskandínavíska – norska, sænska;
    2. suðurskandínavíska – danska.

Íslenska hefur breyst minnst af norrænum málum frá tíma fornnorrænu. Hún er þó talsvert ólík frumnorrænu. Færeyska stendur næst íslensku og síðan norska, einkum norskar mállýskur á vesturströnd Noregs.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...