Þeir sem námu land á Íslandi og í Færeyjum komu flestir frá Vestur-Noregi og töluðu því nánast sama málið. Þegar kom fram á 14. öld fór að verða merkjanlegur munur á íslensku og norsku. Öll norrænu málin hafa þróast, orðið fyrir áhrifum frá öðrum málum og breyst í aldanna rás. Ef litið er á tengsl norrænna nútímamála hvað gagnkvæman skilning varðar skiptast þau þannig:
- Eyjanorræna: íslenska, færeyska
- Skandínavíska:
- norðurskandínavíska – norska, sænska;
- suðurskandínavíska – danska.
- Hvernig varð íslenskan til? eftir Guðrúnu Kvaran
- Er nauðsynlegt að við varðveitum tungumál okkar eða er þetta óþörf fornaldardýrkun? eftir Kristján Árnason
- Er til einhver skýring á því að svo ólík tungumál sem íslenska og finnska eiga það sameiginlegt að áhersla er alltaf á fyrsta atkvæði orðs? eftir Guðrúnu Kvaran
- Töluðu Danir og Íslendingar einhvern tíma sama tungumálið? eftir Guðrúnu Kvaran
- Tectonic evolution of Greenland/Faeroe region. Sótt 8.9.2009.