Hver er uppruni orðsins kollur í merkingunni sæti? Á facebook-síðunni Skemmtileg íslensk orð var spurt um heiti á kýrhauskúpum sem voru notaðar sem mjaltasæti. Þar kom fram svar um að þær hefðu verið kallaðar kollar.Orðið kollur hefur fleiri en eina merkingu: ‘ávalur fjallshnúkur; eitthvað ávalt eins og þúfnakollur; efsti hluti höfuðs, hornlaust karldýr; baklaus stóll; gæluorð um dreng’. Flestar merkingarnar þekkjast í fornu máli.

Kollur er meðal annars þekktur í merkingunni ‘baklaus stóll’.

Sé kúpa af hornlausu karldýri notuð sem sæti liggur beint við að kalla það koll. Óvíst er þó hvort algengt hafi verið að notað hauskúpu af nautgrip við mjaltir.
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
- Pxhere.com. (Sótt 15.3.2022).
- Pixabay.com. (Sótt 18.03.2022).