„átti Genúa í ófriði við lýðveldið Písa.“ (bls. 224)Aðeins eldra orð yfir ríki sem aðhyllast slíkt stjórnarfar er lýðstjórnarríki. Elsta dæmið um það er í Nýjum félagsritum 1841 en allmörg dæmi eru um það í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans fram á byrjun 20. aldar. Orðið lýður merkir ‚fólk, alþýða‘ og kemur fyrir í allmörgum samsetningum að fornu, til að mynda orðunum lýðskylda ‚þegnskylda‘ og lýðmaðr. Frá 19. og 20. öld kemur það fyrir í samsettum orðum eins og lýðfrelsi, lýðháskóli, lýðhollur, lýðréttindi og lýðræði. Síðari liðurinn -veldi (skylt vald) er algengur í ýmsum orðum um stjórnarfar, til að mynda einveldi, höfðingjaveldi og skyldum orðum eins og feðraveldi. Heimildir:
„Hið elzta miðaldaríki á Ítalíu var lýðveldið Venezía.“ (bls. 226)
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík: Orðabók Háskólans.
- Ný félagsrit gefin út af nokkrum Íslendingum. 1841–1873.
- Páll Melsteð. 1866. Miðaldarsaga. Reykjavík.
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Skoðað 19.06.2019).
- Flickr. Fólk á gangi í Austurstræti / People walking along Austurstræti, 1924-1925. Eigandi myndarinnar er Ljósmyndasafn Reykjavíkur. (Sótt 19.6.2019).