Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni orðsins kórvilla?

Guðrún Kvaran

Í heild var spurningin svona:
Hver er uppruni orðsins ,kórvilla’ og hvað er átt við með kór-?

Samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:810) merkir nafnorðið kórvilla annars vegar ‘stórkostleg mistök, afdrifaríkt glappaskot, höfuðvilla’ en hins vegar ‘helsta rangfærsla í fræðikenningu, trúarsetningu’.

Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr blaðinu Dagskrá frá 1897, sem Einar Benediktsson skáld gaf út, og frá mjög svipuðum tíma er annað dæmi frá Einari:[1]

Sú kórvilla í þeim lögum, sem má teljast allra herfilegust, er þó reglan um unninn hrepp.

Kór merkir eins og þekkt er ‘innsti hluti í kirkju næst altari’ en einnig ‘söngflokkur’. Hvorug þessara merkinga skýrir forliðinn í kór - og engin tiltækra íslenskra orðabóka hefur hann sem sérstaka flettu. Ég hef enga betri skýringu en að telja kór - hér sem herðandi forlið en tek öllum ábendingum um annað með ánægju.

Kór merkir eins og þekkt er ‘innsti hluti í kirkju næst altari’ en einnig ‘söngflokkur’. Hvorug þessara merkinga skýrir forliðinn í kór. Hugsanlega er kór í orðinu kórvilla herðandi forliður.

Tilvísun:
  1. ^ Elsta dæmi á vefnum Tímarit.is er frá árinu 1888, í tímaritinu Norðurljósið. Norðurljósið - 5. tölublað (15.03.1888) - Tímarit.is. (Sótt 17.01.2022).

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

14.1.2022

Síðast uppfært

17.1.2022

Spyrjandi

Douglas Brotchie, ritstjórn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins kórvilla?“ Vísindavefurinn, 14. janúar 2022, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82975.

Guðrún Kvaran. (2022, 14. janúar). Hver er uppruni orðsins kórvilla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82975

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins kórvilla?“ Vísindavefurinn. 14. jan. 2022. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82975>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni orðsins kórvilla?
Í heild var spurningin svona:

Hver er uppruni orðsins ,kórvilla’ og hvað er átt við með kór-?

Samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:810) merkir nafnorðið kórvilla annars vegar ‘stórkostleg mistök, afdrifaríkt glappaskot, höfuðvilla’ en hins vegar ‘helsta rangfærsla í fræðikenningu, trúarsetningu’.

Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr blaðinu Dagskrá frá 1897, sem Einar Benediktsson skáld gaf út, og frá mjög svipuðum tíma er annað dæmi frá Einari:[1]

Sú kórvilla í þeim lögum, sem má teljast allra herfilegust, er þó reglan um unninn hrepp.

Kór merkir eins og þekkt er ‘innsti hluti í kirkju næst altari’ en einnig ‘söngflokkur’. Hvorug þessara merkinga skýrir forliðinn í kór - og engin tiltækra íslenskra orðabóka hefur hann sem sérstaka flettu. Ég hef enga betri skýringu en að telja kór - hér sem herðandi forlið en tek öllum ábendingum um annað með ánægju.

Kór merkir eins og þekkt er ‘innsti hluti í kirkju næst altari’ en einnig ‘söngflokkur’. Hvorug þessara merkinga skýrir forliðinn í kór. Hugsanlega er kór í orðinu kórvilla herðandi forliður.

Tilvísun:
  1. ^ Elsta dæmi á vefnum Tímarit.is er frá árinu 1888, í tímaritinu Norðurljósið. Norðurljósið - 5. tölublað (15.03.1888) - Tímarit.is. (Sótt 17.01.2022).

Heimildir og mynd:

...