Hvað þýðir orðið „víma“? Hver er uppruni þess eða af hverju er það dregið? Einnig eru til kk orðið vími og sagnorðið að víma. Þýða þau það sama?Kvenkynsorðið víma þekkist frá 17. öld og hefur fleiri en eina merkingu, ‘ölvun; svimi; leiðsla; doði, deyfð’. Nú á dögum er það oft notað um að vera í annarlegu ástandi eftir neyslu vímuefna (annarra en áfengis). Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók (1989:1138) er nafnorðið skylt nýnorsku vîme ‘svimi, dá, klígjukennd’ og nýnorsku sögninni veima ‘vingsa, þvælast um, fjasa’. Yngra eða frá 18. öld er nafnorðið vím ‘reik, svimi, deyfð’.
- Íslensk orðabók. 2002. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. http://ritmalssafn.arnastofnun.is.
- Mynd: Woman smoking marijauana.jpg - Wikimedia Commons. Höfundur myndar: ashton. Birt undir Creative Commons Attribution 2.0 Generic leyfi. (Sótt 20.4.2021).