Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2152 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp krullujárnið?

Krullujárnið er þekkt frá því snemma í sögu Rómverja. Á latínu nefndist það calamistrum, dregið af því að járnið var holað að innan líkt og reyr sem heitir calamus á latínu. Krulluhárgreiðslan kallaðist á latínu calamistrati. Krullujárnið, sem var hitað í viðarösku, er oft nefnt í ritum Síserós (106-45 f. Kr.) og ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvers vegna eru helstu afbrot kvenna búðaþjófnaður?

Samkvæmt opinberum gögnum eru afbrot kvenna yfirleitt minni háttar auðgunarbrot eins og hnupl, þjófnaður og skjalafals, eða brot án eiginlegs þolanda, eins og vændi eða fíkniefnaneysla. Karlar eru hins vegar ráðandi í ofbeldisbrotum, meiri háttar auðgunarbrotum og ekki síst í viðskipta- og stjórnmálatengdum glæpum...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á LAN-tengingum og ADSL?

Reginmunur er á staðarnetstengingum (LAN, e. Local Area Network) og internettengingum á borð við ADSL (e. Asymmetric Digital Subscriber Line) og því erfitt að bera þær beint saman. Staðarnetstengingar eru, eins og nafnið gefur til kynna, notaðar til að tengja tölvur sem staðsettar eru innan við nokkur hundruð m...

category-iconSálfræði

Hvernig rætast draumar?

Sumir virðast telja að draumar séu yfirnáttúrleg fyrirbæri og að í þeim geti falist eins konar spádómur um framtíðina. Samkvæmt vísindum nútímans er hins vegar ekkert yfirnáttúrlegt við drauma, þeir eru starfsemi hugans í svefni, á sama hátt og hugsanir okkar eru starfsemi hugans í vöku. Gildi drauma til að ...

category-iconLögfræði

Er hægt að ættleiða einhvern sem er eldri en maður sjálfur? Ef svo er, má þá ættleiða skyldmenni sitt, til dæmis frænku sína?

Í 3. gr. laga um ættleiðingar nr. 130/1999, er tiltekið hverja megi ættleiða:Lög þessi taka til ættleiðinga barna innan 18 ára aldurs. Sama er um ættleiðingar þeirra sem eldri eru, nema annars sé getið og eftir því sem við á. Með orðinu barn samkvæmt lögum þessum er átt við barn eða ungmenni allt til 18 ára aldurs...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju geta mörgæsir ekki flogið?

Það eru nokkrar ástæður fyrir því að mörgæsir geta ekki flogið. Þær eru í fyrsta lagi of þungar og í öðru lagi eru vængirnir á þeim allt of stuttir miðað við líkamsstærð. Vængirnir eru jafnframt aðlagaðir að sundi frekar en flugi og minna því frekar á hreifa en eiginlega vængi. Þrátt fyrir þetta eru mörgæsir s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er grápadda?

Grápadda, eða grálodda eins og hún er einnig kölluð, er ekki skordýr heldur krabbadýr af flokki jafnfætla (Isopoda). Innan yfirættbálks grápaddna eru þekktar um 3000 tegundir. Flestar þeirra lifa í heitum og rökum regnskógunum, en útbreiðsla yfirættbálksins teygir sig þó bæði norður og suður á bóginn. Grápöddu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar eru skógarþrestir á veturna og hvað verða þeir gamlir?

Stærstur hluti íslenskra skógarþrasta (Turdus iliacus) eru farfuglar, þó þúsundir einstaklinga hafi nú orðið vetursetu í þéttbýlinu. Þessi aukning á vetursetu skógarþrasta er einkum talin vera afleiðing af stöðugra fæðuframboði og meiri trjágróðri í görðum bæjarbúa. Einnig er sennilegt að mildari vetur undanfarin ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er húðskrift og hvað veldur henni?

Húðskrift (dermographism) er algengasta gerð ofsakláða (urticaria) eða ofnæmisviðbragða á húð. Húðskrift hrjáir um 2-5% fólks á öllum aldri en er algengust hjá ungu fólki - á tuttugasta og þrítugasta aldursskeiðinu. Auk þess er tíðnin hærri hjá ákveðnum hópum, til dæmis hjá konum á seinni hluta meðgöngu og síðar í...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er dvalagró?

Dvalagró (e. endospore) eða sporar eru hylki sem svonefndar gram-jákvæðar bakteríur af nokkrum ættkvíslum mynda sem viðbrögð við óhagstæðum umhverfisskilyrðum. Breytingar á nánasta umhverfi bakteríanna svo sem á sýrustigi, hitastigi eða þurrki virka sem hvati til þess að bakteríurnar myndi dvalagró og bíði af sér ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvenær voru vélbyssur notaðar fyrst í stríði?

Í vefútgáfu Íslensku alfræðiorðabókarinnar segir að vélbyssa sé „byssa (hlaupvídd 5,45-20 mm) sem hleypir af mörgum skotum í óslitinni röð meðan haldið er í gikkinn; fóðruð með skotfærum frá belti eða magasíni.“ Þessi Maxim-byssa á þrífæti er frá 1895. Fyrsta alsjálfvirka vélbyssan var hönnuð af Sir Hiram Stev...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig varð fyrsta konan eða maðurinn til? - Myndband

Stutta, einfalda svarið er að það var aldrei til nein fyrsta kona eða fyrsti maður; slíkt er ekki hægt að skilgreina eða afmarka. Samkvæmt vísindum nútímans (þróunarkenningunni) hefur tegundin maður eða nútímamaður, Homo sapiens, orðið til við þróun á sama hátt og aðrar tegundir lífs á jörðinni. Hugsum okkur að...

category-iconÍþróttafræði

Hvað er keppt í mörgum íþróttagreinum á Ólympíuleikunum í London?

Á opinberri heimasíðu Ólympíuleikanna í London sem fara fram dagana 27. júlí til 12. ágúst eru taldar upp 36 mismunandi íþróttagreinar en þar er meðal annars að finna fjórar mismunandi tegundir hjólreiða og tvær greinar sem teljast til fimleika. Með mismunandi skilgreiningum má því fá mismikinn fjölda íþróttagrein...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar eru helstu lúðumið í Faxaflóa og út af Reykjanesi?

Ef rýnt er í gögn Hafrannsóknastofnunar sem unnin eru úr afladagbókum íslenskra fiskiskipa kemur fram að afli á hvern ferkílómetra sjávar í Faxaflóa er á bilinu 10 til 100 kg. Aflinn er nokkuð jafnt dreifður yfir allan flóann og því er ekki hægt að tilgreina eitt svæði í Faxaflóa sem betri stað til lúðuveiða en ön...

category-iconLæknisfræði

Hvað er páfagaukaveiki og er hún enn til?

Svonefnd páfagaukaveiki (Psittacosis/avian chlamydiosis) er svo sannarlega til. Páfagaukaveiki er sjúkdómur sem orsakast af sýklinum Chlamydophila psittaci. Sýkillinn getur borist í fólk úr fuglum og veldur þá lungnabólgu. Sennilega er páfagaukaveiki algengust hjá þeim sem vinna innan um dýr, svo sem hjá dýralæ...

Fleiri niðurstöður