Grápöddur eru jarðvegsdýr en villast stöku sinnum inn í húsakynni fólks. Þær þurfa rakt umhverfi þar sem þær anda með tálknum og finnast því gjarnan á dimmum og rökum stöðum, svo sem undir steinum og föllnum trjám þar sem mikið er af æti við þeirra hæfi. Grápöddur eru að mestu rotætur og nærast helst á plöntuleifum. Þær gegna þannig veigamiklu hlutverki í efnahringrás þurrlendis vistkerfa. Grápöddur eru líka mikilvæg fæða fyrir fjölmarga hópa dýra svo sem snjáldrur, bjöllur, körtur, margfætlur og jafnvel köngulær. Mynd: Woodlice
Grápöddur eru jarðvegsdýr en villast stöku sinnum inn í húsakynni fólks. Þær þurfa rakt umhverfi þar sem þær anda með tálknum og finnast því gjarnan á dimmum og rökum stöðum, svo sem undir steinum og föllnum trjám þar sem mikið er af æti við þeirra hæfi. Grápöddur eru að mestu rotætur og nærast helst á plöntuleifum. Þær gegna þannig veigamiklu hlutverki í efnahringrás þurrlendis vistkerfa. Grápöddur eru líka mikilvæg fæða fyrir fjölmarga hópa dýra svo sem snjáldrur, bjöllur, körtur, margfætlur og jafnvel köngulær. Mynd: Woodlice