Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Grápadda, eða grálodda eins og hún er einnig kölluð, er ekki skordýr heldur krabbadýr af flokki jafnfætla (Isopoda).
Innan yfirættbálks grápaddna eru þekktar um 3000 tegundir. Flestar þeirra lifa í heitum og rökum regnskógunum, en útbreiðsla yfirættbálksins teygir sig þó bæði norður og suður á bóginn. Grápöddur lifa til dæmis hér á landi, en tegundin Oniscus asellus finnst hér stundum í húsum manna.
Á Bretlandseyjum hafa fundist 37 tegundir grápaddna og eru tegundirnar Oniscus asellus (e. common shiny woodlouse), Porcellio scaber (e. common rough woodlouse) og Armadillidium vulgare (e. common pill bug) algengastar. Þær eru á bilinu 10 til 25 mm á lengd og því afar áberandi.
Oniscus asellus er ein algengasta grápaddan í vistkerfi Vestur-Evrópu.
Grápöddur eru jarðvegsdýr en villast stöku sinnum inn í húsakynni fólks. Þær þurfa rakt umhverfi þar sem þær anda með tálknum og finnast því gjarnan á dimmum og rökum stöðum, svo sem undir steinum og föllnum trjám þar sem mikið er af æti við þeirra hæfi.
Grápöddur eru að mestu rotætur og nærast helst á plöntuleifum. Þær gegna þannig veigamiklu hlutverki í efnahringrás þurrlendis vistkerfa. Grápöddur eru líka mikilvæg fæða fyrir fjölmarga hópa dýra svo sem snjáldrur, bjöllur, körtur, margfætlur og jafnvel köngulær.
Mynd:Woodlice