Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á LAN-tengingum og ADSL?

EÖÞ

Reginmunur er á staðarnetstengingum (LAN, e. Local Area Network) og internettengingum á borð við ADSL (e. Asymmetric Digital Subscriber Line) og því erfitt að bera þær beint saman.

Staðarnetstengingar eru, eins og nafnið gefur til kynna, notaðar til að tengja tölvur sem staðsettar eru innan við nokkur hundruð metra hver frá annarri. Flutningsgeta þessara tenginga er nú til dags yfirleitt 10 eða 100 Mb (megabitar) á sekúndu, en 1000 Mb tengingar eru að byrja að koma fram.

Internettengingar eru hins vegar notaðar til að tengja eina eða fleiri tölvur, jafnvel heilt staðarnet, við umheiminn. Hraði þeirra getur verið mjög mismunandi, allt frá 33Kb mótöldum (e. modems) og upp í 100 Mb eða meira. ADSL-tengingar, sem eru bara ein af mörgum leiðum til að flytja gögn eftir símalínum, eru oft frá 256 Kb/s og upp í 1,5 Mb/s.

Af þessu má vera ljóst að staðarnetstengingar geta yfirleitt flutt meira af gögnum á tímaeiningu en ADSL-tengingar. Þó verður að hafa í huga að tölvur á hraðvirku staðarneti geta ekki endilega sótt gögn á miklum hraða út á internetið, sá hraði fer líka eftir internettengingu staðarnetsins.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.6.2004

Spyrjandi

Hafþór Reinhardsson, f. 1992

Tilvísun

EÖÞ. „Hver er munurinn á LAN-tengingum og ADSL?“ Vísindavefurinn, 18. júní 2004, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4355.

EÖÞ. (2004, 18. júní). Hver er munurinn á LAN-tengingum og ADSL? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4355

EÖÞ. „Hver er munurinn á LAN-tengingum og ADSL?“ Vísindavefurinn. 18. jún. 2004. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4355>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á LAN-tengingum og ADSL?
Reginmunur er á staðarnetstengingum (LAN, e. Local Area Network) og internettengingum á borð við ADSL (e. Asymmetric Digital Subscriber Line) og því erfitt að bera þær beint saman.

Staðarnetstengingar eru, eins og nafnið gefur til kynna, notaðar til að tengja tölvur sem staðsettar eru innan við nokkur hundruð metra hver frá annarri. Flutningsgeta þessara tenginga er nú til dags yfirleitt 10 eða 100 Mb (megabitar) á sekúndu, en 1000 Mb tengingar eru að byrja að koma fram.

Internettengingar eru hins vegar notaðar til að tengja eina eða fleiri tölvur, jafnvel heilt staðarnet, við umheiminn. Hraði þeirra getur verið mjög mismunandi, allt frá 33Kb mótöldum (e. modems) og upp í 100 Mb eða meira. ADSL-tengingar, sem eru bara ein af mörgum leiðum til að flytja gögn eftir símalínum, eru oft frá 256 Kb/s og upp í 1,5 Mb/s.

Af þessu má vera ljóst að staðarnetstengingar geta yfirleitt flutt meira af gögnum á tímaeiningu en ADSL-tengingar. Þó verður að hafa í huga að tölvur á hraðvirku staðarneti geta ekki endilega sótt gögn á miklum hraða út á internetið, sá hraði fer líka eftir internettengingu staðarnetsins.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Mynd:...