Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar eru skógarþrestir á veturna og hvað verða þeir gamlir?

Jón Már Halldórsson

Stærstur hluti íslenskra skógarþrasta (Turdus iliacus) eru farfuglar, þó þúsundir einstaklinga hafi nú orðið vetursetu í þéttbýlinu. Þessi aukning á vetursetu skógarþrasta er einkum talin vera afleiðing af stöðugra fæðuframboði og meiri trjágróðri í görðum bæjarbúa. Einnig er sennilegt að mildari vetur undanfarin ár hafi þar áhrif.



Flestir skógarþrestir eru farfuglar og dvelja einkum á Bretlandseyjum yfir vetrartímann.

Talið að stofnstærð skógarþrasta hérlendis sé á bilinu 100 til 300 þúsund pör, en heimsstofninn telur á bilinu 5-7 milljónir para.

Helstu vetrarstöðvar íslenskra skógarþrasta eru á Bretlandseyjum. Breski varpstofninn er afar lítill, innan við 100 pör, og verpir einkum í Skotlandi. Að mati hins Konunglega breska fuglaverndarfélags dvelja hins vegar um 750 þúsund skógarþrestir í Bretlandi á veturna, þar á meðal þrestir frá Íslandi.

Mat á líftíma fugla byggist aðallega á merkingum og endurheimt merkja. Elsti skógarþröstur sem merktur var í Bretlandi var drepinn í Portúgal 4. september árið 1988, þá að minnsta kosti 12 ára gamall en hann var orðinn fullvaxta þegar hann var merktur upphaflega. Elsti skógarþröstur sem vitað er um var hins vegar skotinn í Finnlandi. Þessi fugl hafði þá verið merktur í hreiðri rúmlega 17 árum fyrr.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Wikimedia Commons

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

30.4.2007

Spyrjandi

Baldvin Björnsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvar eru skógarþrestir á veturna og hvað verða þeir gamlir?“ Vísindavefurinn, 30. apríl 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6616.

Jón Már Halldórsson. (2007, 30. apríl). Hvar eru skógarþrestir á veturna og hvað verða þeir gamlir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6616

Jón Már Halldórsson. „Hvar eru skógarþrestir á veturna og hvað verða þeir gamlir?“ Vísindavefurinn. 30. apr. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6616>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar eru skógarþrestir á veturna og hvað verða þeir gamlir?
Stærstur hluti íslenskra skógarþrasta (Turdus iliacus) eru farfuglar, þó þúsundir einstaklinga hafi nú orðið vetursetu í þéttbýlinu. Þessi aukning á vetursetu skógarþrasta er einkum talin vera afleiðing af stöðugra fæðuframboði og meiri trjágróðri í görðum bæjarbúa. Einnig er sennilegt að mildari vetur undanfarin ár hafi þar áhrif.



Flestir skógarþrestir eru farfuglar og dvelja einkum á Bretlandseyjum yfir vetrartímann.

Talið að stofnstærð skógarþrasta hérlendis sé á bilinu 100 til 300 þúsund pör, en heimsstofninn telur á bilinu 5-7 milljónir para.

Helstu vetrarstöðvar íslenskra skógarþrasta eru á Bretlandseyjum. Breski varpstofninn er afar lítill, innan við 100 pör, og verpir einkum í Skotlandi. Að mati hins Konunglega breska fuglaverndarfélags dvelja hins vegar um 750 þúsund skógarþrestir í Bretlandi á veturna, þar á meðal þrestir frá Íslandi.

Mat á líftíma fugla byggist aðallega á merkingum og endurheimt merkja. Elsti skógarþröstur sem merktur var í Bretlandi var drepinn í Portúgal 4. september árið 1988, þá að minnsta kosti 12 ára gamall en hann var orðinn fullvaxta þegar hann var merktur upphaflega. Elsti skógarþröstur sem vitað er um var hins vegar skotinn í Finnlandi. Þessi fugl hafði þá verið merktur í hreiðri rúmlega 17 árum fyrr.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Wikimedia Commons...