Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er keppt í mörgum íþróttagreinum á Ólympíuleikunum í London?

ÍDÞ

Á opinberri heimasíðu Ólympíuleikanna í London sem fara fram dagana 27. júlí til 12. ágúst eru taldar upp 36 mismunandi íþróttagreinar en þar er meðal annars að finna fjórar mismunandi tegundir hjólreiða og tvær greinar sem teljast til fimleika. Með mismunandi skilgreiningum má því fá mismikinn fjölda íþróttagreina.

Wenlock og Mandeville eru lukkudýr leikanna í London.

Allar íþróttagreinarnar 36 telja svo fleiri en eina keppnisgrein og í flestum tilvikum í bæði karla- og kvennaflokki. Flestar keppnisgreinar heyra undir frjálsar íþróttir eða 47 talsins en allt í allt eru 302 keppnisgreinar á leikunum í London. Íslendingar tefla fram 27 íþróttamönnunum í alls 6 greinum en fjöldi keppenda er innan sviga:
  • Badminton (1)
  • Frjálsar íþróttir (3)
  • Handbolti (14)
  • Júdó (1)
  • Skotfimi (1)
  • Sund (7)

Reiknað er með að yfir 10.000 keppendur frá 204 löndum muni taka þátt í leikunum.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

26.7.2012

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

ÍDÞ. „Hvað er keppt í mörgum íþróttagreinum á Ólympíuleikunum í London?“ Vísindavefurinn, 26. júlí 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62935.

ÍDÞ. (2012, 26. júlí). Hvað er keppt í mörgum íþróttagreinum á Ólympíuleikunum í London? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62935

ÍDÞ. „Hvað er keppt í mörgum íþróttagreinum á Ólympíuleikunum í London?“ Vísindavefurinn. 26. júl. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62935>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er keppt í mörgum íþróttagreinum á Ólympíuleikunum í London?
Á opinberri heimasíðu Ólympíuleikanna í London sem fara fram dagana 27. júlí til 12. ágúst eru taldar upp 36 mismunandi íþróttagreinar en þar er meðal annars að finna fjórar mismunandi tegundir hjólreiða og tvær greinar sem teljast til fimleika. Með mismunandi skilgreiningum má því fá mismikinn fjölda íþróttagreina.

Wenlock og Mandeville eru lukkudýr leikanna í London.

Allar íþróttagreinarnar 36 telja svo fleiri en eina keppnisgrein og í flestum tilvikum í bæði karla- og kvennaflokki. Flestar keppnisgreinar heyra undir frjálsar íþróttir eða 47 talsins en allt í allt eru 302 keppnisgreinar á leikunum í London. Íslendingar tefla fram 27 íþróttamönnunum í alls 6 greinum en fjöldi keppenda er innan sviga:
  • Badminton (1)
  • Frjálsar íþróttir (3)
  • Handbolti (14)
  • Júdó (1)
  • Skotfimi (1)
  • Sund (7)

Reiknað er með að yfir 10.000 keppendur frá 204 löndum muni taka þátt í leikunum.

Heimildir:

Mynd:...