Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær voru vélbyssur notaðar fyrst í stríði?

Arnar Máni Rúnarsson, Daníel Freyr Rúnarsson, Jóhannes Páll Sigurðsson og Ívar Daði Þorvaldsson

Í vefútgáfu Íslensku alfræðiorðabókarinnar segir að vélbyssa sé „byssa (hlaupvídd 5,45-20 mm) sem hleypir af mörgum skotum í óslitinni röð meðan haldið er í gikkinn; fóðruð með skotfærum frá belti eða magasíni.“

Þessi Maxim-byssa á þrífæti er frá 1895.

Fyrsta alsjálfvirka vélbyssan var hönnuð af Sir Hiram Stevens Maxim (1840-1916) en áður höfðu margar hálfsjálfvirkar byssur komið fram á sjónarsviðið og sumar hverjar sem eru á mörkum þess að vera alsjálfvirkar. Byssa sú sem Maxim fann upp fékk einfaldlega nafn hans, það er Maxim-byssan. Frumgerð hennar kom fram árið 1884.

Innan við áratug síðar hóf breska heimsveldið notkun á byssunni. Talið er að hún hafi fyrst verið notuð í stríði í Ródesíu, sem nú heitir Simbabve, en stríðið heitir á ensku First Matabele War og var háð árin 1893 og 1894.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er að hluta til eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

20.6.2012

Spyrjandi

Árni Freyr Magnússon

Tilvísun

Arnar Máni Rúnarsson, Daníel Freyr Rúnarsson, Jóhannes Páll Sigurðsson og Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvenær voru vélbyssur notaðar fyrst í stríði?“ Vísindavefurinn, 20. júní 2012, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=31269.

Arnar Máni Rúnarsson, Daníel Freyr Rúnarsson, Jóhannes Páll Sigurðsson og Ívar Daði Þorvaldsson. (2012, 20. júní). Hvenær voru vélbyssur notaðar fyrst í stríði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=31269

Arnar Máni Rúnarsson, Daníel Freyr Rúnarsson, Jóhannes Páll Sigurðsson og Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvenær voru vélbyssur notaðar fyrst í stríði?“ Vísindavefurinn. 20. jún. 2012. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=31269>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær voru vélbyssur notaðar fyrst í stríði?
Í vefútgáfu Íslensku alfræðiorðabókarinnar segir að vélbyssa sé „byssa (hlaupvídd 5,45-20 mm) sem hleypir af mörgum skotum í óslitinni röð meðan haldið er í gikkinn; fóðruð með skotfærum frá belti eða magasíni.“

Þessi Maxim-byssa á þrífæti er frá 1895.

Fyrsta alsjálfvirka vélbyssan var hönnuð af Sir Hiram Stevens Maxim (1840-1916) en áður höfðu margar hálfsjálfvirkar byssur komið fram á sjónarsviðið og sumar hverjar sem eru á mörkum þess að vera alsjálfvirkar. Byssa sú sem Maxim fann upp fékk einfaldlega nafn hans, það er Maxim-byssan. Frumgerð hennar kom fram árið 1884.

Innan við áratug síðar hóf breska heimsveldið notkun á byssunni. Talið er að hún hafi fyrst verið notuð í stríði í Ródesíu, sem nú heitir Simbabve, en stríðið heitir á ensku First Matabele War og var háð árin 1893 og 1894.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er að hluta til eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012. ...