Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1012 svör fundust
Hver var Drakúla?
Drakúla er þekktastur sem sögupersóna í samnefndri skáldsögu írska rithöfundarins Bram Stokers (1847-1912). Sagan Drakúla kom fyrst út árið 1897 og er að mestu í bréfaskáldsöguformi, en dagbókarbrot, blaðafrásagnir og skeyti drífa frásögnina einnig áfram. Bréfaskáldsagan á rætur að rekja til 18. aldar og af slíkum...
Hvað getur þú sagt mér um hagamýs?
Hagamúsin (Apodemus sylvaticus) er ein af sjö tegundum músa sem tilheyra ættkvíslinni Apodemus. Meðlimir þessarar ættkvíslar hafa aðlagast lífi á sléttum, engjum og skóglendi. Hagamúsin finnst um mest alla Evrópu, víða í Asíu og nyrst í Norður-Afríku. Heimkynni hennar ná hins vegar ekki langt norður í barrskógabel...
Er leyfilegt að hljóðrita símtal án leyfis og útvarpa því svo?
Spurningin er tvíþætt. Annars vegar er spurt hvort leyfilegt sé að hljóðrita símtal án leyfis. Hins vegar er spurt um hvort heimilt sé að útvarpa slíku símtali. Varðandi heimild til hljóðritunar á símtölum þá segir í 44. gr. laga um fjarskipti:Sá aðili að símtali sem vill hljóðrita símtalið skal í upphafi þe...
Hver er algengasta fuglategund í heimi?
Heimildir eru ekki á einu máli um hvaða fuglategund telur flesta einstaklinga en hér á eftir verður gerð stuttlega grein fyrir nokkrum tegundum sem eru mjög fjölmennar. Sennilega er fjölskipaðasta fuglategund heims grímuvefarinn (Quelea quelea, e. red-billed quelea) af ætt vefarafugla (Ploceidae, e. weaverbird...
Hvað er fóstbræðralag og hvers vegna sórust menn í fóstbræðralag?
Í ýmsum Íslendingasögum segir frá þeim sið manna að sverjast í fóstbræðralag. Af lýsingum má dæma að þetta hafi verið heiðinn siður en ekki stundaður á þeim tíma þegar sögurnar voru færðar í letur. Í Gísla sögu Súrssonar er lýst hugmyndum 13. aldar manna um það hvernig slíkri athöfn hefði verið háttað í heiðnum...
Hvað gerist við rotnun mannslíkamans?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað er maður lengi að rotna eftir að hann er grafinn?Hvernig rotna menn, það er hvernig er rotnunarferlið?Af hverju rotna manna- og dýralíkamar eftir dauðann? Hvaðan koma rotverurnar (litlu hvítu ormarnir) sem éta lífverur eftir að þær deyja?Fræðin um niðurbrot líkama eftir dauð...
Hvað er mannkynið gamalt?
Hér er gengið út frá því að átt sé við hvenær Homo, ættkvísl manna, hafi komið fram. Í svari við spurningunni: Hvar í heiminum er talið að mannkynið sé upprunnið? eftir Haraldur Ólafsson kemur meðal annars fram að talið sé að fyrir fimm til sex milljónum ára hafi verið komin fram í Afríku tegund sem þróaðist t...
Hver er munurinn á falli og vörpun í stærðfræði?
Oftast er ekki gerður neinn greinarmunur á skilgreiningunni á vörpun og falli. Hins vegar er stundum munur á því hvernig orðin eru notuð. Vörpun eða fall, F, er skilgreint sem ákveðin „aðgerð“ sem úthlutar sérhverju staki úr tilteknu mengi, köllum það A, staki í öðru mengi sem kalla má B (sjá dæmi á mynd). Stakið ...
Af hverju getur nammi ekki verið hollt?
Sælgæti eða nammi, inniheldur yfirleitt mikinn sykur, og er þar af leiðandi orkuríkt, en hefur lítið af nauðsynlegum næringarefnum eins og fram kemur í svari við spurningunni Úr hverju er nammi? Vissulega þurfum við á orku að halda til þess að líkami okkar starfi rétt. Við þurfum meira að segja að fá töluver...
Hvað getið þið sagt mér um rithöfundinn Jules Verne?
Jules Verne var franskur rithöfundur sem fæddist þann 8.mars árið 1828. Hann er þekktastur fyrir vísindaskáldsögur og á meðal helstu verka hans eru Ferðin að miðju jarðar (Voyage au centre de la Terre, 1864), Sæfarinn (Vingt mille lieues sous les mers, 1870) og Umhverfis jörðina á áttatíu dögum (Le tour du monde ...
Hvað rokkar feitt?
Eitt af því sem einkennir slangur er hversu óstöðugt það er. Orð og orðasambönd komast í tísku og ná fjöldahylli á undraskömmum tíma en víkja síðan jafnhratt fyrir nýrri tísku. Stundum eru tískuorðin fengin að láni úr öðrum málum, oftast ensku, sum eru innlend nýsköpun og einnig er algengt að alþekkt íslensk orð s...
Hver er stærsti jökull í Evrópu? Samnemandi minn og faðir hans, sem er sagnfræðingur og fróður mjög, halda því fram að það sé jökull í Rússlandi.
Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan dag, við erum að ræða það í skólanum hver sé stærsti jökull í Evrópu. Einn samnemandi minn segir að það sé jökull í norður Rússlandi, faðir hennar heldur því fram en hann er frægur sagnfræðingur og fróður mjög. En kennarinn minn og allir aðrir sem ég tala við segja að það s...
Hver fann upp kúlupennann?
Kúlupennar komu til sögunnar seint á 19. öld. Amerískur sútari að nafni John J. Loud (1844-1916) fékk einkaleyfi fyrir kúlupenna árið 1888 en hann hafði gert tilraunir til að skrifa með honum á leður. Penninn virkaði á leður og annað gróft yfirborð eins og Loud hafði haft í huga. Aftur á móti virkaði hann ekki vel...
Hefur einhver fugl af ættkvísl hauka komið til Íslands og hvert er heiti hauks á dönsku, norsku og latínu?
Tegundaheitið haukur nær til um 49 tegunda innan ættkvíslarinnar Accipiter. Á norsku er talað um hauk og á dönsku er það høg. Haukar eru jafnan grannvaxnir fuglar með hlutfallslega styttri vængi en aðrir hópar ránfugla (Accipitridae). Bæði stélið og fæturnir eru langir og goggurinn er oddhvass. Helsta fæða hau...
Hvað eru ferningstölur og teningstölur?
Ferningstala er heiltala sem er jöfn annarri heiltölu eða sjálfri sér í öðru veldi. Með öðrum orðum er heiltala $a$ ferningstala ef skrifa má $b^2=b\cdot b=a$, þar sem $b$ er heiltala. Eins má segja að heiltala $a$ sé ferningstala ef kvaðratrótin af $a$, $\sqrt{a}$, er heiltala. Lesa má um veldi og rætur á vef ísl...