Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er stærsti jökull í Evrópu? Samnemandi minn og faðir hans, sem er sagnfræðingur og fróður mjög, halda því fram að það sé jökull í Rússlandi.

Helgi Björnsson

Öll spurningin hljóðaði svona:
Góðan dag, við erum að ræða það í skólanum hver sé stærsti jökull í Evrópu. Einn samnemandi minn segir að það sé jökull í norður Rússlandi, faðir hennar heldur því fram en hann er frægur sagnfræðingur og fróður mjög. En kennarinn minn og allir aðrir sem ég tala við segja að það sé Vatnajökull og bókin mín í landafræði segir það líka. Hverju á ég að trúa? Kær kveðja, Júlía Birna, krakkarnir og kennarinn í 5. HS í Hlíðó.

Það er rétt að Severny-jökulbreiðan á nyrsta hluta Novaja Semlja (einnig skrifað Novaya Zemlya) er stærsti samfelldi hveljökull í Evrópu að flatarmáli ef Norðuríshafseyjar eru taldar sem hluti álfunnar. Þær eru vissulega hluti af heimskautalöndum Rússlands.

Severny-jökulbreiðan á nyrsta hluta Novaja Semlja.

Severny-ísbreiðan er um 20 þúsund ferkílómetrar að flatarmáli, um 400 km löng og 50 km breið. Samanlagt er flatarmál jökla á þessum íshafseyjum um 50 þúsund ferkílómetrar (Novaja Semlja, Franz Josef Land og Severnaja Semlja sem einnig er skrifað Severnaya Zemlya). Á Svalbarða þekja jöklar um 36 þúsund ferkílómetra og þar af hylur einn hveljökull, Austfonna, rúmlega fimmtung af heildarflatarmálinu.

Vatnajökull er stærsti jökull í Evrópu, ef Norðuríshafseyjar eru ekki taldar tilheyra Evrópu. Loftmynd af Íslandi tekin úr gervitungli. Myndin sýnir stærð Vatnajökuls eins og hún var 7. nóvember 2004.

Ef Norðuríshafseyjar eru ekki taldar tilheyra Evrópu þá er Vatnajökull stærsti jökull í álfunnar. Hann er nú um 7,900 ferkílómetrar (km2) að flatarmáli, um 3,000 rúmkílómetrar (km3) að rúmmáli og því að meðaltali 380 m þykkur. Jökullinn Austfonna á Svalbarða er næstur í röðinni, 7,800 km2 að flatarmáli og um 2,500 km3, því 320 m þykkur að meðaltali.

Hnattlíkan sem sýnir Svalbarða með rauðum hring. Á Svalbarða er jökullinn Austfonna en hann er næstur í röðinni á eftir Vatnajökli, ef Norðuríshafseyjar eru ekki taldar tilheyra Evrópu.

Flatarmál jökla er nú á dögum mælt af myndum sem teknar eru úr gervitunglum sem svífa umhverfis jörðina. Rúmmálið er hins vegar metið með því að mæla þykkt þeirra með svonefndri íssjá. Tækið sendir rafsegulbylgju niður á jökulbotn og hún endurkastast upp á yfirborð. Tíminn sem það tekur er mældur og þannig má reikna dýpið vegna þess að við þekkjum hraða bylgjunnar. Ekið er með íssjána um allan jökulinn svo að finna má meðalþykkt jökulsins og með því að margfalda meðalþykkt með flatarmáli finnum við heildarrúmmál jökulsins.

Myndir:

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

5.2.2016

Spyrjandi

Júlía Birna Ólafsdóttir

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Hver er stærsti jökull í Evrópu? Samnemandi minn og faðir hans, sem er sagnfræðingur og fróður mjög, halda því fram að það sé jökull í Rússlandi..“ Vísindavefurinn, 5. febrúar 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71520.

Helgi Björnsson. (2016, 5. febrúar). Hver er stærsti jökull í Evrópu? Samnemandi minn og faðir hans, sem er sagnfræðingur og fróður mjög, halda því fram að það sé jökull í Rússlandi.. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71520

Helgi Björnsson. „Hver er stærsti jökull í Evrópu? Samnemandi minn og faðir hans, sem er sagnfræðingur og fróður mjög, halda því fram að það sé jökull í Rússlandi..“ Vísindavefurinn. 5. feb. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71520>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er stærsti jökull í Evrópu? Samnemandi minn og faðir hans, sem er sagnfræðingur og fróður mjög, halda því fram að það sé jökull í Rússlandi.
Öll spurningin hljóðaði svona:

Góðan dag, við erum að ræða það í skólanum hver sé stærsti jökull í Evrópu. Einn samnemandi minn segir að það sé jökull í norður Rússlandi, faðir hennar heldur því fram en hann er frægur sagnfræðingur og fróður mjög. En kennarinn minn og allir aðrir sem ég tala við segja að það sé Vatnajökull og bókin mín í landafræði segir það líka. Hverju á ég að trúa? Kær kveðja, Júlía Birna, krakkarnir og kennarinn í 5. HS í Hlíðó.

Það er rétt að Severny-jökulbreiðan á nyrsta hluta Novaja Semlja (einnig skrifað Novaya Zemlya) er stærsti samfelldi hveljökull í Evrópu að flatarmáli ef Norðuríshafseyjar eru taldar sem hluti álfunnar. Þær eru vissulega hluti af heimskautalöndum Rússlands.

Severny-jökulbreiðan á nyrsta hluta Novaja Semlja.

Severny-ísbreiðan er um 20 þúsund ferkílómetrar að flatarmáli, um 400 km löng og 50 km breið. Samanlagt er flatarmál jökla á þessum íshafseyjum um 50 þúsund ferkílómetrar (Novaja Semlja, Franz Josef Land og Severnaja Semlja sem einnig er skrifað Severnaya Zemlya). Á Svalbarða þekja jöklar um 36 þúsund ferkílómetra og þar af hylur einn hveljökull, Austfonna, rúmlega fimmtung af heildarflatarmálinu.

Vatnajökull er stærsti jökull í Evrópu, ef Norðuríshafseyjar eru ekki taldar tilheyra Evrópu. Loftmynd af Íslandi tekin úr gervitungli. Myndin sýnir stærð Vatnajökuls eins og hún var 7. nóvember 2004.

Ef Norðuríshafseyjar eru ekki taldar tilheyra Evrópu þá er Vatnajökull stærsti jökull í álfunnar. Hann er nú um 7,900 ferkílómetrar (km2) að flatarmáli, um 3,000 rúmkílómetrar (km3) að rúmmáli og því að meðaltali 380 m þykkur. Jökullinn Austfonna á Svalbarða er næstur í röðinni, 7,800 km2 að flatarmáli og um 2,500 km3, því 320 m þykkur að meðaltali.

Hnattlíkan sem sýnir Svalbarða með rauðum hring. Á Svalbarða er jökullinn Austfonna en hann er næstur í röðinni á eftir Vatnajökli, ef Norðuríshafseyjar eru ekki taldar tilheyra Evrópu.

Flatarmál jökla er nú á dögum mælt af myndum sem teknar eru úr gervitunglum sem svífa umhverfis jörðina. Rúmmálið er hins vegar metið með því að mæla þykkt þeirra með svonefndri íssjá. Tækið sendir rafsegulbylgju niður á jökulbotn og hún endurkastast upp á yfirborð. Tíminn sem það tekur er mældur og þannig má reikna dýpið vegna þess að við þekkjum hraða bylgjunnar. Ekið er með íssjána um allan jökulinn svo að finna má meðalþykkt jökulsins og með því að margfalda meðalþykkt með flatarmáli finnum við heildarrúmmál jökulsins.

Myndir:

...