Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4899 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvernig færði Adam Smith rök fyrir því að stuðla bæri að verslunarfrelsi?

Meginhugmyndir Adams Smiths í Auðlegð þjóðanna, sem fyrst kom út árið 1776, voru tvær. Önnur var, að atvinnulífið gæti verið skipulegt án þess að þurfa að vera skipulagt. Á frjálsum markaði getur myndast röð og regla í krafti frjálsra viðskipta og annarra eðlilegra samskipta einstaklinganna. Þetta kallaði Smit...

category-iconSálfræði

Sýna þeir sem hafa verið misnotaðir kynferðislega í æsku einhver einkenni þess síðar í lífinu, til dæmis í kynlífi?

Rannsóknir á áhrifum kynferðisofbeldis á börn og afleiðingum þess síðar á ævinni, hafa hingað til einkum beinst að stúlkum og konum, sem beittar hafa verið slíku ofbeldi í bernsku. Ástæða þessa er væntanlega sú að stúlkubörn virðast oftar vera fórnarlömb kynferðisofbeldis en drengir. Svarið byggist því á rannsóknu...

category-iconLífvísindi: almennt

Er DNA manna flóknasta DNA sem vitað er um?

Erfðaefni mannsins er sett saman úr um þremur milljörðum kirnapara af DNA sem skiptast á 23 litninga. Þetta erfðaefni er reyndar í tveimur eintökum í líkamsfrumum, sem eru því kallaðar tvílitna. Kynfrumur hafa hins vegar aðeins eitt eintak af erfðaefninu, eru einlitna. Í erfðaefni mannsins eru talin vera 30-40...

category-iconMálvísindi: almennt

Af hverju heitir bögglaberi þessu nafni?

Bögglaberi er grind á reiðhjóli, oftast aftan við sætið. Eins og nafnið bendir til á að nota hana til að bera böggla. Orðið böggull er smækkunarorð af 'baggi', og merkir þess vegna 'lítill baggi' eða 'pakki'. Af orðinu böggull er leidd sögnin böggla sem þýðir að 'kuðla' eða 'vöðla', en það á ágætlega við þegar ...

category-iconLögfræði

Hvernig stofnar maður félag, til dæmis rithöfundafélag?

Félagafrelsið er verndað í mannréttindasáttmála Evrópu og einnig er fjallað um það í stjórnarskránni en þar segir:Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds. Ba...

category-iconFöstudagssvar

Hvað er snefilspíra?

Þessa spurningu fengum við nýlega á Vísindavefinn og með henni fylgdu orðskýringar:Snefilspírur = smáaurar; snefill = ögn, spírur = peningarAð eiga ekki snefilspíru = vera skítblankurSnefilspíra = hægt að nota við uppsetningar, stutt oddhvöss stoð eða spíra Snefilspíri = léttáfengur drykkur (malt, pilsner, lélegur...

category-iconVísindi almennt

Ég er 17 ára stelpa, hvernig geri ég ferilskrá?

Öll spurningin hljóðaði svona: Spurningin mín er: Hvernig gerir maður starfsferilsskrá? Ég er 17 ára ung stelpa sem er að leita að vinnu. Ég þarf ekki nauðsynlega að vera með starfsferilsskrá fyrir störf sem ég er að sækja um núna en mig langar að vera með starfsferilskrá fyrir til öryggis í framtíðinni af því ég...

category-iconFöstudagssvar

Eru til rök fyrir því að ég sé ekki sveppur?

Vísindavefnum berast ósjaldan tilvistarspurningar frá lesendum. Kjarni flestra þeirra er spurningin: Hver er ég? Sumir eru reyndar áttavilltari en aðrir og vilja fá aðstoð Vísindavefsins við að svara spurningunni Hvar á ég heima? Angistarfyllstu lesendurnir kalla einfaldlega: Hvar er mamma? Öllum þessum spurningum...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hjálpið okkur að leysa úr miklu deilumáli í stórum íslenskum banka, hvort á að hafa eitt eða tvö bil á eftir punkti?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er ástæða til þess að endurskoða svar við spurningunni Hvort eiga að vera eitt eða tvö bil á eftir punkti í texta? frá 2010? Þetta álitamál hefur valdið miklum en góðlátlegum deilum í stórum íslenskum banka á Íslandi og vil ég því kanna hvort ástæða sé til endurskoðun...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er að auðga úran?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Undanfarið er búið að vera mikið í fréttum að Íranar vilji fá að auðga úran. Hvað er auðgað úran? Í náttúrulegu úrangrýti er einkum að finna tvær samsætur. Samsætan 238U er tæp 99,3% af úrani en í kjarna hennar eru 92 róteindir og 146 nifteindir, en rúm 0,7% af úraninu eru ...

category-iconLögfræði

Hvaða viðurlög eru við kosningasvindli og hversu vel er því fylgt eftir að slíkt eigi sér ekki stað?

Eitt af því sem einkennir nútímalýðræðisríki er að menn geti nýtt kosningarétt sinn, eins og þeir sjálfir kjósa, án þess að vera beittir þvingunum af hálfu annarra eða eiga á hættu að vera beittir einhvers konar viðurlögum, ef þeir greiða atkvæði á tiltekinn hátt. Af þeim sökum er svo fyrir mælt í 31. gr. stjórna...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni íslensku gæsalappanna? Eru þær notaðar í öðrum ritmálum?

Í bókinni Íslenzkar rjettritunarreglur eftir Halldór Kr. Friðriksson, sem gefin var út 1859, er fjallað um tilvísunarmerki (bls. 245) og sagt að það eigi að vera „--“. Að öllum líkindum hefur Halldór haft danska og þýska venju að fyrirmynd. Sama kemur fram í bók Magnúsar Jónssonar, Stuttur leiðarvísir fyrir alþýðu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er sagt að maður sé örvhentur en ekki bara vinstrihentur?

Við viljum gefa öllum hlutum einhver nöfn en oft getur verið erfitt að segja til um, af hverju hluturinn hafi þetta heiti en ekki hitt. Við gætum til dæmis spurt hér á móti, af hverju spyrjandinn stingi upp á heitinu 'vinstrihentur' en ekki einhverju enn öðru. Þeir sem nota heldur hægri höndina eru kallaðir rétthe...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju er verðbólga og hvað er verðbólga?

Við getum skýrt verðbólgu út svona: Ef ísinn sem við kaupum í ísbúðinni í dag kostar 500 krónur, en sams konar ís kostaði 250 krónur í gær og aðrar vörur hækka einnig, þá er verðbólga. Orðið skýrir sig að einhverju leyti sjálft, verðið á hlutum sem við kaupum með peningunum bólgnar. Gylfi Magnússon skrifar ágæt...

category-iconVísindi almennt

Er það ekki föður mínum og móður að þakka að ég er til?

Spurningin í heild var svohljóðandi:Í nýlegu svari um pabba Jesú telur svarandi HMH að "það er honum (Guði) að þakka að þú ert til." Er það ekki föður mínum og móður að þakka að ég er til?Spyrjandi vísar til svars við spurningu frá 10 ára barni og í svari HMH var tekið tillit til aldursins en hann kom því miður ek...

Fleiri niðurstöður