Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er sagt að maður sé örvhentur en ekki bara vinstrihentur?

HMS og ÞV

Við viljum gefa öllum hlutum einhver nöfn en oft getur verið erfitt að segja til um, af hverju hluturinn hafi þetta heiti en ekki hitt. Við gætum til dæmis spurt hér á móti, af hverju spyrjandinn stingi upp á heitinu 'vinstrihentur' en ekki einhverju enn öðru. Þeir sem nota heldur hægri höndina eru kallaðir rétthentir á íslensku en ekki hægrihentir, þannig að sams konar spurning gæti átt við um orðið 'rétthentur'.

Menn eru annars ekki á eitt sáttir um uppruna liðarins 'örv-' í orðinu örvhentur. Í svari sínu við spurningunni Hvaðan eru orðin rétthentur og örvhentur komin? segir Guðrún Kvaran að ein kenning sé að örv- sé skylt gotnesku orði sem merkir árangurslaust. Samkvæmt annarri skýringu merkir það að vera örvhentur að vera afbrigðilegur, að víkja frá því sem er venjulegt.

Lesendum er bent á að kynna sér líka svarið Af hverju eru sumir örvhentir en aðrir ekki? eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur.

Höfundar

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

6.4.2006

Spyrjandi

Snorri Björnsson, f. 1994

Tilvísun

HMS og ÞV. „Af hverju er sagt að maður sé örvhentur en ekki bara vinstrihentur?“ Vísindavefurinn, 6. apríl 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5805.

HMS og ÞV. (2006, 6. apríl). Af hverju er sagt að maður sé örvhentur en ekki bara vinstrihentur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5805

HMS og ÞV. „Af hverju er sagt að maður sé örvhentur en ekki bara vinstrihentur?“ Vísindavefurinn. 6. apr. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5805>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er sagt að maður sé örvhentur en ekki bara vinstrihentur?
Við viljum gefa öllum hlutum einhver nöfn en oft getur verið erfitt að segja til um, af hverju hluturinn hafi þetta heiti en ekki hitt. Við gætum til dæmis spurt hér á móti, af hverju spyrjandinn stingi upp á heitinu 'vinstrihentur' en ekki einhverju enn öðru. Þeir sem nota heldur hægri höndina eru kallaðir rétthentir á íslensku en ekki hægrihentir, þannig að sams konar spurning gæti átt við um orðið 'rétthentur'.

Menn eru annars ekki á eitt sáttir um uppruna liðarins 'örv-' í orðinu örvhentur. Í svari sínu við spurningunni Hvaðan eru orðin rétthentur og örvhentur komin? segir Guðrún Kvaran að ein kenning sé að örv- sé skylt gotnesku orði sem merkir árangurslaust. Samkvæmt annarri skýringu merkir það að vera örvhentur að vera afbrigðilegur, að víkja frá því sem er venjulegt.

Lesendum er bent á að kynna sér líka svarið Af hverju eru sumir örvhentir en aðrir ekki? eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur....