Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1049 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Sagt er að Guð hafi skapað Adam og Evu og líka sagt að mannkynið hafi þróast hægt af öðrum dýrum. Hvort er rétt?

Þessari spurningu er erfitt að svara svo að öllum líki. Fyrir því eru margar ástæður. Málið er viðkvæmt af því að mörgum finnst það snerta grundvallaratriði í lífsskoðunum sínum. Það getur bæði átt við þá sem eru trúaðir sem kallað er og líka hina sem telja sig ekki trúaða. Eins getur svarið líka oltið að nokkru l...

category-iconSálfræði

Hver er Howard Gardner og hvert er framlag hans til sálfræði og menntamála?

Howard Gardner (f. 1943) er prófessor við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Hann er best þekktur fyrir framlag sitt til sálfræði og menntamála og þá einkum fyrir fjölgreindarkenningu sína. Greind er, að mati Gardners, hverslags hæfileikar til að skapa verðmæti eða leysa mikilvæg verkefni. Gardner talar þess vegna u...

category-iconHagfræði

Hvaða efnahagslegu afleiðingar hefði það fyrir heiminn og Ísland ef við gætum flutt smástirnið 433 Eros til jarðar, en það er fullt af gulli?

Smástirni eru litlir hnettir úr málmum og bergi. Þau ganga um sólina en eru ekki nægilega stór til að geta talist til reikistjarna. Smástirni eru oft óregluleg í lögun þar sem þyngdarkrafturinn er ekki nægilega mikill til þess að þau myndi kúlulaga hnött. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru smá...

category-iconLífvísindi: almennt

Er það rétt að nóvemberkaktus blómstri alltaf í nóvember?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er það rétt að nóvemberkaktus blómstri alls staðar í heiminum í nóvember og ef svo er hvernig veit hann hvaða mánuður er? Nóvemberkaktus er ræktunarafbrigði sem tilheyrir ættkvíslinni Schlumbergera. Náttúruleg heimkynni þessarar ættkvíslar er skóglendi við strendur Suðaustur-B...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað hafa margir geimfarar látist í tilraunum til að fara út í geim?

Alls hafa 18 manns farist í geimferðaslysum, annað hvort á leið út úr gufuhvolfi jarðar eða á leið til jarðar. Sá fyrsti sem lést í geimferð var hinn sovéski Vladimir Komarov. Hann var einn í áhöfn Soyuz 1 sem skotið var á loft þann 23. apríl 1967. Eftir 18 hringi umhverfis jörðu, þar sem í ljós komu ýmisar bi...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á lögum og reglum?

Í stuttu máli er munurinn á lögum og reglum samkvæmt íslenskri stjórnskipan sá að Alþingi setur lög en stjórnvöld setja reglur. Þessi hugtök hljóma að mörgu leyti keimlík en nokkur munur á lögum og reglum í lögfræðilegum skilningi. Lög eru sett af lýðræðislega kjörnum fulltrúum á þingi samkvæmt ákveðnu ferli: ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp geisladiskinn?

Geisladiskurinn (e. Compact Disc, CD) kom fyrst fram árið 1982. Hollenska fyrirtækið Philips og japanska fyrirtækið Sony þróuðu geisladiskana í samvinnu, en bæði fyrirtækin höfðu nokkru áður hafist handa við að búa til tækni til að geyma og spila tónlist á stafrænan hátt. Philips hafði náð lengra í að þróa leysige...

category-iconHugvísindi

Af hverju eru T-bolir (T-shirts) kallaðir þessu nafni?

Án þess að hafa fyrir því traustar heimildir þá er nærtækast að álíta sem svo að T-shirt, sem er enska orðið sem notað er yfir stuttermaboli, sé tilkomið vegna þess að flíkin hefur þótt minna mjög á bókstafinn T þegar hún er breidd út. Stuttermabolir voru upphaflega nærfatnaður. Sagan segir að í fyrri heimssty...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að kalla allar lífverur í sjónum fiska?

Í heild hljóðar spurningin svona:Er hægt að kalla allar lífverur í sjónum fiska, þ.e. er það samheitið. Er til dæmis hægt að segja að svif og áta séu líka fiskar? Stutta svarið við þessari spurningu er nei. Lífið í hafinu er margbreytilegt og svifið, það er dýrasvifið, inniheldur egg og seyði fiska ásamt krabba...

category-iconJarðvísindi

Hvenær komust frummenn fyrst í kynni við eldgos og hvernig vitið þið það?

Fræg er sagan sem fornmannfræðingar hafa dregið upp af „frummanni“ þeim sem kallast Australopithecus afarensis og lifði fyrir 3,6 milljónum ára í Austur-Afríku, þar sem mannkynið á uppruna sinn. Meðal skýrustu mannvistarleifa sem fundist hafa frá þessu tímaskeiði í frumsögu mannkyns eru spor þriggja tvífætlinga se...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig og hvenær komst sá siður á að tala dönsku á sunnudögum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvernig og hvenær komst sá siður á að tala dönsku á sunnudögum? Var danskan staðbundin eða töluð út um allt land? Hvenær leið það undir lok? Það var aldrei almennur siður að danska væri töluð um allt land. Helst brá dönsku fyrir á verslunarstöðunum þar sem danskra ka...

category-iconLögfræði

Hafa skipstjórar og flugstjórar heimild til handtöku og valdbeitingar?

Hvorki skipstjórar né flugmenn hafa heimildir til handtöku eða valdbeitingar, umfram það sem almennt gengur og gerist utan þeirra fara sem þeir stjórna. Skipstjórar og flugmenn hafa þó rúmar valdheimildir um borð í förum þessum og hafa nokkurt vald yfir þeim sem ferðast með þeim. Í sjómannalögum kemur fram að ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins salerni?

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:793) er flettan salerni og orðið sagt merkja ‘náðhús, klósett’. Hann telur orðið leitt af salur ‘stór stofa ...’ með viðskeytinu -erni. Að öðru leyti telur hann uppruna ekki öruggan og segir: Af salur (< *sali-z) er forn víxlmynd *salaz-/*saliz- (es/...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvaða stjarna sést núna mjög björt á himninum?

Reikistjarnan Mars er bjarta, rauðgula stjarnan sem skín skærast á kvöldhimninum haustið 2020. Mars er að finna í austri skömmu eftir sólarlag, í suðri um miðnætti og í vestri á morgunhimninum fyrir sólarupprás. Þegar þetta er skrifað, í lok september 2020, er Mars þriðji skærasti himinhnötturinn á eftir Venusi...

category-iconLæknisfræði

Er COVID-19 nokkuð hættulegri en inflúensan?

Upprunalegu spurningarnar tvær voru þessar: 1) Ágúst: Maður hefur heyrt mikið frá fólki að COVID-19 sé ekkert hættulegri heldur en inflúensan og það eigi bara að láta faraldurinn ganga yfir. Eru til einhver samanburður á milli, sem er hægt að vísa í, takk fyrir? 2) Sigríður: Hversu margir látast úr árvissri flensu...

Fleiri niðurstöður