Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Sagt er að Guð hafi skapað Adam og Evu og líka sagt að mannkynið hafi þróast hægt af öðrum dýrum. Hvort er rétt?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Þessari spurningu er erfitt að svara svo að öllum líki. Fyrir því eru margar ástæður. Málið er viðkvæmt af því að mörgum finnst það snerta grundvallaratriði í lífsskoðunum sínum. Það getur bæði átt við þá sem eru trúaðir sem kallað er og líka hina sem telja sig ekki trúaða. Eins getur svarið líka oltið að nokkru leyti á þeirri merkingu sem við leggjum í orðin. Hvað merkir til dæmis að "Guð hafi skapað" og hvað merkir að eitthvað sé "rétt"?

Vísindavefnum er það metnaðarmál að vilja helst svara spurningum af öllu tagi, svo framarlega sem þær snerta vísindi og þekkingu. Við ætlum því ekki að skorast undan heldur bera hér fram svar sem vonandi er sæmilega skiljanlegt fyrir spyrjendur sem koma úr 12 ára bekk í íslenskum grunnskóla. Síðar ætlum við svo að birta annað og rækilegra svar sem verður kannski ekki eins auðlesið.

Þegar menn segja að Guð hafi skapað Adam og Evu (eða mann og konu eins og stendur á öðrum stað), þá getum við skilið það á marga vegu án þess að við séum endilega að hafna Biblíunni sem trúarriti. Til dæmis er hægt að skilja þetta að meira eða minna leyti sem líkingamál í sínu samhengi, kannski eitthvað svipað og þegar við segjum að sólin "komi upp" á morgnana þó að við vitum að í rauninni sé það jörðin sem hreyfist. Þeir sem lengst vilja ganga í svona líkingamálstúlkun á sköpuninni mundu líklega segja að eitthvert skapandi afl hafi verið að verki í heiminum og búið hann til, trúlega á löngum tíma. Þetta skapandi afl megi alveg kalla "Guð".

Síðan mundu sömu menn segja að með þessari túlkun sé engin mótsögn milli sköpunarsögunnar og hugmynda vísindanna um það hvernig heimurinn hafi orðið til. Auk þess sé þessi saga ekki kjarni máls í kristinni trú heldur sé það siðaboðskapurinn og önnur lykilatriði í sögu og boðskap Krists, og þau atriði standi óhögguð eftir þessar pælingar. Þeir sem líta svona á málin mundu líklega svara spurningunni sem svo að hvorttveggja sé rétt en þó hvort samkvæmt sínum skilningi: Sagan um sköpun Adams og Evu sé rétt sem táknrænt líkingamál en fullyrðingin um að maðurinn hafi þróast frá sömu forfeðrum og apar sé rétt í skilningi vísindanna.

Hins vegar mundu þá aðrir gera þá athugasemd að með þessu hafi ekkert áunnist og óþarft sé að gera ráð fyrir svona sérstöku skapandi afli; fullyrðingin um þróun sé rétt en hin röng eða tilhæfulaus.

Þannig er hægt að líta með ýmsum hætti á þessi mál. Þó að við skorumst ekki undan að fjalla um þau, þá ætlum við okkur ekki þá dul að allir fái hér það svar sem þeir voru að leita að!

Frekara lesefni á Vísindavefnum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

18.3.2008

Spyrjandi

Eva Björg Bjarnadóttir, Hlíf Samúelsdóttir og Natalía Enika Scheving

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Sagt er að Guð hafi skapað Adam og Evu og líka sagt að mannkynið hafi þróast hægt af öðrum dýrum. Hvort er rétt?“ Vísindavefurinn, 18. mars 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7247.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2008, 18. mars). Sagt er að Guð hafi skapað Adam og Evu og líka sagt að mannkynið hafi þróast hægt af öðrum dýrum. Hvort er rétt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7247

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Sagt er að Guð hafi skapað Adam og Evu og líka sagt að mannkynið hafi þróast hægt af öðrum dýrum. Hvort er rétt?“ Vísindavefurinn. 18. mar. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7247>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Sagt er að Guð hafi skapað Adam og Evu og líka sagt að mannkynið hafi þróast hægt af öðrum dýrum. Hvort er rétt?
Þessari spurningu er erfitt að svara svo að öllum líki. Fyrir því eru margar ástæður. Málið er viðkvæmt af því að mörgum finnst það snerta grundvallaratriði í lífsskoðunum sínum. Það getur bæði átt við þá sem eru trúaðir sem kallað er og líka hina sem telja sig ekki trúaða. Eins getur svarið líka oltið að nokkru leyti á þeirri merkingu sem við leggjum í orðin. Hvað merkir til dæmis að "Guð hafi skapað" og hvað merkir að eitthvað sé "rétt"?

Vísindavefnum er það metnaðarmál að vilja helst svara spurningum af öllu tagi, svo framarlega sem þær snerta vísindi og þekkingu. Við ætlum því ekki að skorast undan heldur bera hér fram svar sem vonandi er sæmilega skiljanlegt fyrir spyrjendur sem koma úr 12 ára bekk í íslenskum grunnskóla. Síðar ætlum við svo að birta annað og rækilegra svar sem verður kannski ekki eins auðlesið.

Þegar menn segja að Guð hafi skapað Adam og Evu (eða mann og konu eins og stendur á öðrum stað), þá getum við skilið það á marga vegu án þess að við séum endilega að hafna Biblíunni sem trúarriti. Til dæmis er hægt að skilja þetta að meira eða minna leyti sem líkingamál í sínu samhengi, kannski eitthvað svipað og þegar við segjum að sólin "komi upp" á morgnana þó að við vitum að í rauninni sé það jörðin sem hreyfist. Þeir sem lengst vilja ganga í svona líkingamálstúlkun á sköpuninni mundu líklega segja að eitthvert skapandi afl hafi verið að verki í heiminum og búið hann til, trúlega á löngum tíma. Þetta skapandi afl megi alveg kalla "Guð".

Síðan mundu sömu menn segja að með þessari túlkun sé engin mótsögn milli sköpunarsögunnar og hugmynda vísindanna um það hvernig heimurinn hafi orðið til. Auk þess sé þessi saga ekki kjarni máls í kristinni trú heldur sé það siðaboðskapurinn og önnur lykilatriði í sögu og boðskap Krists, og þau atriði standi óhögguð eftir þessar pælingar. Þeir sem líta svona á málin mundu líklega svara spurningunni sem svo að hvorttveggja sé rétt en þó hvort samkvæmt sínum skilningi: Sagan um sköpun Adams og Evu sé rétt sem táknrænt líkingamál en fullyrðingin um að maðurinn hafi þróast frá sömu forfeðrum og apar sé rétt í skilningi vísindanna.

Hins vegar mundu þá aðrir gera þá athugasemd að með þessu hafi ekkert áunnist og óþarft sé að gera ráð fyrir svona sérstöku skapandi afli; fullyrðingin um þróun sé rétt en hin röng eða tilhæfulaus.

Þannig er hægt að líta með ýmsum hætti á þessi mál. Þó að við skorumst ekki undan að fjalla um þau, þá ætlum við okkur ekki þá dul að allir fái hér það svar sem þeir voru að leita að!

Frekara lesefni á Vísindavefnum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....