Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafa skipstjórar og flugstjórar heimild til handtöku og valdbeitingar?

Baldur S. Blöndal

Hvorki skipstjórar né flugmenn hafa heimildir til handtöku eða valdbeitingar, umfram það sem almennt gengur og gerist utan þeirra fara sem þeir stjórna.

Skipstjórar og flugmenn hafa þó rúmar valdheimildir um borð í förum þessum og hafa nokkurt vald yfir þeim sem ferðast með þeim. Í sjómannalögum kemur fram að skipstjórar hafi agavald á skipi og hafi heimild til að þröngva skipverjum til hlýðni með valdi ef slíkt telst nauðsynlegt til að halda góðri reglu á skipinu. Skipstjórum ber einnig að taka bráðabirgðaskýrslu og er heimilt að byrgja inni eða hefta á annan hátt skipverja sem grunaður er um að hafa drýgt meiri háttar glæp. Þessi valdbeiting skipstjóra má þó aldrei ganga lengra en atvik krefja hverju sinni og er einungis ætluð sem bráðabirgðaráðstöfun.

Í sjómannalögum kemur þó fram að skipstjórar hafi agavald á skipinu sínu sem veitir þeim heimild að þröngva skipverjum til hlýðni með valdi ef slíkt telst nauðsynlegt til að halda góðri reglu á skipinu.

Svipaðar reglur gilda um flugstjóra sem er einnig heimilt, samkvæmt lögum um loftferðir nr. 60/1998, að „þröngva mönnum með valdi til hlýðni við sig“ ef slíkt telst nauðsynlegt til að halda uppi góðri hegðun og reglu í loftfari. Einnig er flugstjóra veitt heimild til að gera hluti upptæka innan loftfarsins og er heimilt að setja grunaða einstaklinga í gæslu uns þeir verða afhentir þeim yfirvöldum sem í hlut eiga.

Flugstjórum og skipstjórum eru veittar þessar valdheimildir enda fara þeir með æðsta vald innan þeirra farartækja sem þeir stjórna og bera því ábyrgð á að halda uppi lögum og reglu innan þeirra. Hefur Ísland undirgengist ýmsa alþjóðasáttmála sem kveða á um hlutverk flug- og skipstjóra líkt og Haagsáttmálinn, Tókíósamningurinn og Alþjóðasamningnum um öryggi mannslífa á hafinu (SOLAS) frá 1974.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

18.12.2019

Síðast uppfært

19.4.2021

Spyrjandi

Hafsteinn Kristjánsson

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Hafa skipstjórar og flugstjórar heimild til handtöku og valdbeitingar?“ Vísindavefurinn, 18. desember 2019, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78229.

Baldur S. Blöndal. (2019, 18. desember). Hafa skipstjórar og flugstjórar heimild til handtöku og valdbeitingar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78229

Baldur S. Blöndal. „Hafa skipstjórar og flugstjórar heimild til handtöku og valdbeitingar?“ Vísindavefurinn. 18. des. 2019. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78229>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafa skipstjórar og flugstjórar heimild til handtöku og valdbeitingar?
Hvorki skipstjórar né flugmenn hafa heimildir til handtöku eða valdbeitingar, umfram það sem almennt gengur og gerist utan þeirra fara sem þeir stjórna.

Skipstjórar og flugmenn hafa þó rúmar valdheimildir um borð í förum þessum og hafa nokkurt vald yfir þeim sem ferðast með þeim. Í sjómannalögum kemur fram að skipstjórar hafi agavald á skipi og hafi heimild til að þröngva skipverjum til hlýðni með valdi ef slíkt telst nauðsynlegt til að halda góðri reglu á skipinu. Skipstjórum ber einnig að taka bráðabirgðaskýrslu og er heimilt að byrgja inni eða hefta á annan hátt skipverja sem grunaður er um að hafa drýgt meiri háttar glæp. Þessi valdbeiting skipstjóra má þó aldrei ganga lengra en atvik krefja hverju sinni og er einungis ætluð sem bráðabirgðaráðstöfun.

Í sjómannalögum kemur þó fram að skipstjórar hafi agavald á skipinu sínu sem veitir þeim heimild að þröngva skipverjum til hlýðni með valdi ef slíkt telst nauðsynlegt til að halda góðri reglu á skipinu.

Svipaðar reglur gilda um flugstjóra sem er einnig heimilt, samkvæmt lögum um loftferðir nr. 60/1998, að „þröngva mönnum með valdi til hlýðni við sig“ ef slíkt telst nauðsynlegt til að halda uppi góðri hegðun og reglu í loftfari. Einnig er flugstjóra veitt heimild til að gera hluti upptæka innan loftfarsins og er heimilt að setja grunaða einstaklinga í gæslu uns þeir verða afhentir þeim yfirvöldum sem í hlut eiga.

Flugstjórum og skipstjórum eru veittar þessar valdheimildir enda fara þeir með æðsta vald innan þeirra farartækja sem þeir stjórna og bera því ábyrgð á að halda uppi lögum og reglu innan þeirra. Hefur Ísland undirgengist ýmsa alþjóðasáttmála sem kveða á um hlutverk flug- og skipstjóra líkt og Haagsáttmálinn, Tókíósamningurinn og Alþjóðasamningnum um öryggi mannslífa á hafinu (SOLAS) frá 1974.

Heimildir:

Mynd:

...