Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann upp geisladiskinn?

Hjálmtýr Hafsteinsson

Geisladiskurinn (e. Compact Disc, CD) kom fyrst fram árið 1982. Hollenska fyrirtækið Philips og japanska fyrirtækið Sony þróuðu geisladiskana í samvinnu, en bæði fyrirtækin höfðu nokkru áður hafist handa við að búa til tækni til að geyma og spila tónlist á stafrænan hátt. Philips hafði náð lengra í að þróa leysigeislatæknina en Sony hafði meiri þekkingu á stafrænni kóðun tónlistar, villuleiðréttingu og þjöppun. Árið 1979 ákváðu fyrirtæknin að vinna saman að staðli fyrir tónlistargeisladiska.

Það gæti sýnst nokkuð sérkennilegt að tvö svona stór fyrirtæki taki höndum saman við að þróa nýja tækni, en þau höfðu bæði nýlega lent undir í samkeppninni á öðrum markaði. Nokkrum árum áður geisaði mikið stríð milli tveggja gerða af myndbandsspólum. VHS-tæknin var þróuð af japanska fyrirtækinu JVC, en Sony bauð fram Betamax-tæknina. Eins og flestum er kunnugt þá varð VHS-tæknin ofaná og Sony hætti fljótlega að framleiða Betamax-myndbandstæki. Philips hafði einnig sett fram sína útgáfu af myndbandsspólum, sem nefndist Video 2000, en hún varð ekki langlíf. Sony og Philips var mikið í mun að sagan endurtæki sig ekki og ákváðu því að vinna saman að staðli fyrir geisladiska.

Það eru ýmsar sögur sem ganga um það hvernig stærðin á geisladiskunum var ákveðin. Ein sagan segir að yfirmaður hjá Philips hafi sagt að geisladiskarnir mættu ekki vera mikið stærri en tónlistarkassetturnar. Þær eru 11.5 cm mældar horn í horn, svo það var ákveðið að þvermál geisladiskanna ætti að vera 12 cm. Önnur saga segir að upphaflega hafi tímalengd diskanna átt að vera 60 mínútur og stærðin 11.5 cm hafi nægt til þess, en síðan vildi yfirmaður hjá Sony að diskurinn yrði stækkaður upp í 12 cm til að koma fyrir 74 mínútna langri upptöku af níundu sinfóníu Beethovens á einum disk.



The Visitors með ABBA var fyrsti tónlistardiskurinn.

Það fer líka ýmsum sögum af því hver fyrsti geisladiskurinn var. Eflaust voru margir tilraunadiskar framleiddir með ýmis konar tónlist, en fyrsti diskurinn sem framleiddur var í fyrstu verksmiðju Philips í Þýskalandi og var settur í sölu, var The Visitors með ABBA.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Myndir:


Eftirfarandi spurningum var einnig svarað:
  • Hvað getið þið sagt um uppruna geisladisks?
  • Hvenær voru geisladiskar fundnir upp?
  • Hver fann upp geisladiskinn? Hvað hét fyrsti geisladiskurinn sem varð til og með hverjum var hann?
  • Hvað var það fyrsta sem var skrifað/brennt á geisladisk, og hvað var fyrsti geisladiskurinn stór?

Höfundur

Hjálmtýr Hafsteinsson

dósent í tölvunarfræði við HÍ

Útgáfudagur

31.8.2010

Spyrjandi

Birkir Örn f. 1995, Oskar Ingi Magnusson, Unnur Ösp f. 1992, Apríl Smáradóttir, f. 1990, Erlingur Þór Erlingsson

Tilvísun

Hjálmtýr Hafsteinsson. „Hver fann upp geisladiskinn?“ Vísindavefurinn, 31. ágúst 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=25980.

Hjálmtýr Hafsteinsson. (2010, 31. ágúst). Hver fann upp geisladiskinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=25980

Hjálmtýr Hafsteinsson. „Hver fann upp geisladiskinn?“ Vísindavefurinn. 31. ágú. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=25980>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp geisladiskinn?
Geisladiskurinn (e. Compact Disc, CD) kom fyrst fram árið 1982. Hollenska fyrirtækið Philips og japanska fyrirtækið Sony þróuðu geisladiskana í samvinnu, en bæði fyrirtækin höfðu nokkru áður hafist handa við að búa til tækni til að geyma og spila tónlist á stafrænan hátt. Philips hafði náð lengra í að þróa leysigeislatæknina en Sony hafði meiri þekkingu á stafrænni kóðun tónlistar, villuleiðréttingu og þjöppun. Árið 1979 ákváðu fyrirtæknin að vinna saman að staðli fyrir tónlistargeisladiska.

Það gæti sýnst nokkuð sérkennilegt að tvö svona stór fyrirtæki taki höndum saman við að þróa nýja tækni, en þau höfðu bæði nýlega lent undir í samkeppninni á öðrum markaði. Nokkrum árum áður geisaði mikið stríð milli tveggja gerða af myndbandsspólum. VHS-tæknin var þróuð af japanska fyrirtækinu JVC, en Sony bauð fram Betamax-tæknina. Eins og flestum er kunnugt þá varð VHS-tæknin ofaná og Sony hætti fljótlega að framleiða Betamax-myndbandstæki. Philips hafði einnig sett fram sína útgáfu af myndbandsspólum, sem nefndist Video 2000, en hún varð ekki langlíf. Sony og Philips var mikið í mun að sagan endurtæki sig ekki og ákváðu því að vinna saman að staðli fyrir geisladiska.

Það eru ýmsar sögur sem ganga um það hvernig stærðin á geisladiskunum var ákveðin. Ein sagan segir að yfirmaður hjá Philips hafi sagt að geisladiskarnir mættu ekki vera mikið stærri en tónlistarkassetturnar. Þær eru 11.5 cm mældar horn í horn, svo það var ákveðið að þvermál geisladiskanna ætti að vera 12 cm. Önnur saga segir að upphaflega hafi tímalengd diskanna átt að vera 60 mínútur og stærðin 11.5 cm hafi nægt til þess, en síðan vildi yfirmaður hjá Sony að diskurinn yrði stækkaður upp í 12 cm til að koma fyrir 74 mínútna langri upptöku af níundu sinfóníu Beethovens á einum disk.



The Visitors með ABBA var fyrsti tónlistardiskurinn.

Það fer líka ýmsum sögum af því hver fyrsti geisladiskurinn var. Eflaust voru margir tilraunadiskar framleiddir með ýmis konar tónlist, en fyrsti diskurinn sem framleiddur var í fyrstu verksmiðju Philips í Þýskalandi og var settur í sölu, var The Visitors með ABBA.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Myndir:


Eftirfarandi spurningum var einnig svarað:
  • Hvað getið þið sagt um uppruna geisladisks?
  • Hvenær voru geisladiskar fundnir upp?
  • Hver fann upp geisladiskinn? Hvað hét fyrsti geisladiskurinn sem varð til og með hverjum var hann?
  • Hvað var það fyrsta sem var skrifað/brennt á geisladisk, og hvað var fyrsti geisladiskurinn stór?
...