Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða stjarna sést núna mjög björt á himninum?

Sævar Helgi Bragason

Reikistjarnan Mars er bjarta, rauðgula stjarnan sem skín skærast á kvöldhimninum haustið 2020. Mars er að finna í austri skömmu eftir sólarlag, í suðri um miðnætti og í vestri á morgunhimninum fyrir sólarupprás.

Þegar þetta er skrifað, í lok september 2020, er Mars þriðji skærasti himinhnötturinn á eftir Venusi (sem sést á morgnana þessi dægrin) og tunglinu þegar það er á lofti.

Hinn 6. október er Mars næstur Jörðinni og viku síðar eða 13. október, í gagnstöðu við Jörð. Þá er Mars gegnt sólu frá Jörðu séð, það er Jörðin er á milli sólar og Mars. Skilja þá rúmir 62 milljónir km á milli reikistjarnanna.

Mynd af stjörnuhimninum tekin 23. september 2020. Mars sést hægra megin á myndinni.

Eftir 6. október 2020 fjarlægist Jörðin Mars hægt og bítandi. Hann er nú í Fiskunum en færir sig yfir í Hrútinn í janúar og Nautið í febrúar. Mars hverfur loks í sumarbirtuna í maí þegar hann er kominn fyrir í Tvíburana.

Þegar Mars (eða einhver önnur reikistjarna) er í gagnstöðu við Jörð rís hann í austri við sólarlag, er hæstur á lofti í suðri á miðnætti og sest í vestri við sólarupprás. Mars er því á lofti allar myrkurstundir þessar vikurnar.

Mars er í gagnstöðu við Jörð á um það bil tveggja ára fresti. Ástæðan er sú að Mars er næstum því tvöfalt lengur að ganga um sólina en Jörðin. Mars liggur þó ekki alltaf jafn vel við athugun því hann er mislangt frá Jörðinni sökum þess hve sporöskjulaga sporbraut hans um sólina er.

Heppilegustu gagnstöðurnar verða þegar Mars er nokkurn veginn í sólnánd. Þá er Mars hve næstur Jörðinni og þá er best að skoða hann í gegnum sjónauka.

Með nokkuð góðum áhugamannasjónauka má greina landslagsfyrirbæri á Mars, svo sem dökkleitar basalthraunbreiður, ljósa norðurpólhettuna og ljósleit ský. Mikilvægt er að gefa sér tíma til að skoða reikistjörnuna því Mars er litill og langt í burtu.

Þegar Mars er í gagnstöðu er tækifærið gjarnan nýtt og nýjum gervitunglum skotið til Mars. Snemma árs 2021 koma þrír nýir sendifulltrúar jarðarbúa til rauðu reikistjörnunnar, tveir jeppar frá Bandaríkjunum annars vegar og Kína hins vegar auk brautarfari frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Mynd:
  • SHB.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

28.9.2020

Spyrjandi

Þórdís Richter

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvaða stjarna sést núna mjög björt á himninum?“ Vísindavefurinn, 28. september 2020, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80159.

Sævar Helgi Bragason. (2020, 28. september). Hvaða stjarna sést núna mjög björt á himninum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80159

Sævar Helgi Bragason. „Hvaða stjarna sést núna mjög björt á himninum?“ Vísindavefurinn. 28. sep. 2020. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80159>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða stjarna sést núna mjög björt á himninum?
Reikistjarnan Mars er bjarta, rauðgula stjarnan sem skín skærast á kvöldhimninum haustið 2020. Mars er að finna í austri skömmu eftir sólarlag, í suðri um miðnætti og í vestri á morgunhimninum fyrir sólarupprás.

Þegar þetta er skrifað, í lok september 2020, er Mars þriðji skærasti himinhnötturinn á eftir Venusi (sem sést á morgnana þessi dægrin) og tunglinu þegar það er á lofti.

Hinn 6. október er Mars næstur Jörðinni og viku síðar eða 13. október, í gagnstöðu við Jörð. Þá er Mars gegnt sólu frá Jörðu séð, það er Jörðin er á milli sólar og Mars. Skilja þá rúmir 62 milljónir km á milli reikistjarnanna.

Mynd af stjörnuhimninum tekin 23. september 2020. Mars sést hægra megin á myndinni.

Eftir 6. október 2020 fjarlægist Jörðin Mars hægt og bítandi. Hann er nú í Fiskunum en færir sig yfir í Hrútinn í janúar og Nautið í febrúar. Mars hverfur loks í sumarbirtuna í maí þegar hann er kominn fyrir í Tvíburana.

Þegar Mars (eða einhver önnur reikistjarna) er í gagnstöðu við Jörð rís hann í austri við sólarlag, er hæstur á lofti í suðri á miðnætti og sest í vestri við sólarupprás. Mars er því á lofti allar myrkurstundir þessar vikurnar.

Mars er í gagnstöðu við Jörð á um það bil tveggja ára fresti. Ástæðan er sú að Mars er næstum því tvöfalt lengur að ganga um sólina en Jörðin. Mars liggur þó ekki alltaf jafn vel við athugun því hann er mislangt frá Jörðinni sökum þess hve sporöskjulaga sporbraut hans um sólina er.

Heppilegustu gagnstöðurnar verða þegar Mars er nokkurn veginn í sólnánd. Þá er Mars hve næstur Jörðinni og þá er best að skoða hann í gegnum sjónauka.

Með nokkuð góðum áhugamannasjónauka má greina landslagsfyrirbæri á Mars, svo sem dökkleitar basalthraunbreiður, ljósa norðurpólhettuna og ljósleit ský. Mikilvægt er að gefa sér tíma til að skoða reikistjörnuna því Mars er litill og langt í burtu.

Þegar Mars er í gagnstöðu er tækifærið gjarnan nýtt og nýjum gervitunglum skotið til Mars. Snemma árs 2021 koma þrír nýir sendifulltrúar jarðarbúa til rauðu reikistjörnunnar, tveir jeppar frá Bandaríkjunum annars vegar og Kína hins vegar auk brautarfari frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Mynd:
  • SHB.
...