Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1090 svör fundust
Hvernig stinga menn tólg og hvað merkir orðasambandið?
Orðasambandið að stinga tólg er undir flettunni tólg í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal frá 1920-1924. Við dæmið setur Sigfús Árn. sem er skammstöfun fyrir Árnessýsla. Hann hafði orðið sem sagt úr mæltu máli. Þegar vísað er til landshluta eða sýslu í orðabókinni er heimildin oftast sótt til vasabóka Bj...
Hvað lifir íslenski jaðrakaninn lengi?
Jaðrakan (Limosa limosa) er stór og háfættur votlendisfugl af snípuætt sem verpir meðal annars á Íslandi og víða í Mið-Evrópu og í Rússlandi allt austur að ströndum Kyrrahafs. Þeir jaðrakanar sem verpa hér á landi eru flokkaðir í deilitegundina islandica eins og þeir sem verpa í Færeyjum. Talið er að heimsstofninn...
Með hvers konar andfælum vakna menn upp?
Orðið andfælur (kvk. ft.) merkir 'ofboð' og sambandið að vakna upp með andfælum merkir að 'vakna snöggt og í ofboði'. Sambandið er notað með fleiri sögnum eins og þjóta upp, rjúka upp, hrökkva upp. Andfælur eitt og sér þekkist þegar í upphafi 17. aldar úr lækningabók Odds Oddssonar prests á Reynivöllum og er elsta...
Hver er uppruni orðsins kúrbítur?
Orðið kúrbítur á rætur að rekja til latínu cucurbita í merkingunni ‘grasker’. Í miðaldalatínu er gert ráð fyrir myndinni *curbita, sem ekki virðist koma fyrir það vitað sé og þess vegna stjörnumerkt. Í fornháþýsku hét jurtin kurbiz, fengin að láni úr latínu, en í háþýsku heitir hún Kürbis. Í eldri dönsku hét j...
Er það rétt að Íslendingar fyrr á tíð hafi borðað lungu úr sauðfé?
Upprunalega spurnignin hljóðaði svona: Ég hef hvergi lesið að lungu úr sauðfé hafi verið notuð til matar. Voru þau ekki borðuð? Lambalungu voru borðuð á Íslandi, soðin eða steikt, súr eða reykt. Lambalungu voru meðal annars soðin heil, étin ný eða sett soðin í súr. Líka þekktist að þau væru höfð í pylsur og...
Hvað merkir að vera grandvar og grandlaus?
Orðið grandvar merkir ‘samviskusamur, siðprúður, varkár, nákvæmur’ en grand(a)laus merkti í fornu máli ‘saklaus’ en í nútíma máli ‘sem á sér einskis ills von, grunlaus’. Einnig má nefna orðin grandgæfni ‘vandvirkni, nákvæmni’ og grandskoða, einnig ritað grannskoða, ‘skoða vandlega’ (sjá Íslenska orðsifjabók 1989:2...
Hvað þýðir orðið galgopi?
Orðið galgopi er notað um karl eða konu sem er fljótfær og sýnir litla aðgæslu. Það er sett saman af áhersluforliðnum gal-, sem elst dæmi eru um frá 18. öld (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:224), og nafnorðinu gopi sem hefur fleiri en eina merkingu. Það getur merkt ‘munnop, lítill (gráðugur) munnur; op; stutt, skjól...
Hvað eru örnefni og hvernig ætli þau hafi orðið til?
Örnefni er nafn á einhverjum stað. Það var upphaflega notað um bæði mannanöfn og staðanöfn en á síðari tímum eingöngu um nafn á stað. Það merkir líklega upphaflega ‚úrnafn‘, ‚nafn sem dregið er af öðru nafni‘ og á þá sérstaklega við samsett nöfn. Örnefni hafa fylgt manninum frá örófi alda. Hann hefur snemma fa...
Af hverju dregur Þjórsá nafn sitt?
Í Landnámabók er sagt frá því að Þórarinn Þorkelsson „kom skipi sínu í Þjórsárós ok hafði þjórshöfuð á stafni, ok er þar áin við kennd“ (Íslenzk fornrit I:370). Nafnið er samkvæmt þessu dregið af orðinu þjór ‚naut’. Þórhallur Vilmundarson telur nafnið hinsvegar hafa verið *Þjótsá, samanber bæjarnafnið Þjótandi...
Hefði átt að skrifa gísl með z-u eða er tannhljóðið í gidsel síðara tíma innskeyti í dönsku?
Orðið gísl er samgermanskt. Í dönsku er notað gidsel og gissel, í fornsænsku gísl, fornensku gīs(e)l, fornsaxnesku gīsal, fornháþýsku gīsal, nútímaþýsku Geisel. Heimildir eru einnig um það úr keltnesku, samanber fornírsku gíall í sömu merkingu. Orðið gísl er af sumum fræðimönnum rakið til indóev...
Af hverju heitir Þýskaland svo ólíkum nöfnum á frekar líkum tungumálum?
Nafnið Þýskaland er dregið af þjóð, en þýðverskur merkir hið sama og þýskur, samanber fornháþýsku diutisc sem merkti ‚alþýðlegur‘, en á gotnesku var orðmyndin þiudisks og merkti ‚heiðinn‘. Skylt þessum myndum er deutsch í Deutschland og tysk í Tyskland. Orðið Dutch ‚hollenskur‘ var notað í ensku á 15. og 16. öld í...
Hvað getur þú sagt mér um Álandseyjar?
Álandseyjar samanstanda af um það bil 6.700 eyjum og skerjum í hafinu á milli Finnlands og Svíþjóðar, á mörkum Eystrasalts og Helsingjabotns. Um það bil 60 eyjar eru í byggð. Stærstu eyjarnar eru Fasta Áland, Föglö, Degerö, Vårdö, Kumlinge og Kökar. Álandseyjar eru sjálfstjórnarsvæði innan Finnlands. Það þýðir ...
Er einhver þjóðtrú tengd skógarþrestinum?
Íslensk þjóðtrú er fáorð um skógarþröstinn. Þó vilja sumir meina að af atferli hans megi lesa veðurspár. Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) nefnir til dæmis í grein sinni, "Hættir fugla", í tímaritinu Dýravinurinn árið 1907, að komi skógarþrestir heim að bæjum í sól og blíðu, hvort sem er að hausti eða vori, þyki s...
Hvaðan kemur orðið þumalputtaregla?
Bæði orðið þumalfingursregla og þumalputtaregla eru notuð um að hafa eitthvað sem almenna, lauslega viðmiðun. Orðin eru ekki gömul í málinu og hafa til dæmis ekki ratað inn í Íslenska orðabók (2002). Þumalputtaregla virðist algengara orð í mæltu máli. Oftast er talað um að hafa eitthvað sem þumalputtareglu, nota e...
Hvað er orðið búsáhald gamalt í málinu?
Orðið búsáhald hefur verið óvenju mikið á vörum manna undanfarið ár enda svokölluð búsáhaldabylting margumtalaður viðburður. Það er sett saman úr nafnorðinu bú ‛búskapur, heimili’ og áhald ‛tæki, verkfæri’, það er áhald til þess að nota á heimilinu. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr f...