Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðið þumalputtaregla?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Bæði orðið þumalfingursregla og þumalputtaregla eru notuð um að hafa eitthvað sem almenna, lauslega viðmiðun. Orðin eru ekki gömul í málinu og hafa til dæmis ekki ratað inn í Íslenska orðabók (2002). Þumalputtaregla virðist algengara orð í mæltu máli. Oftast er talað um að hafa eitthvað sem þumalputtareglu, nota eitthvað sem þumalputtareglu, beita þumalputtareglu eða eitthvað í þeim dúr.



Þumalputtaregla og þumalfingursregla eru notuð um að hafa eitthvað sem almenna, lauslega viðmiðun.

Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru aðeins þrjú notkunardæmi um orðið þumalfingursregla og ekkert um þumalputtaregla. Skýringin á því að ekkert dæmi finnst þar um þumalputtareglu er sennilega sú að í rituðu máli er fremur talað um fingur en putta. Í elsta dæminu, sem er úr Sjómannablaðinu Víkingi frá 1968, er orðið sett innan gæsalappa og getur það verið til merkis um að notandinn hafi talið eitthvað framandlegt við það, jafnvel litið á það sem aðkomuorð. Dæmið er svona:
Þá var „þumalfingursreglan“ úr sögunni, en fastar reglur komnar varðandi lestatal, stöðugleika, seglbúnað og fallbyssufyrirkomulag.

Orðið þumalfingursregla er komið í málið úr dönsku. Þar virðist orðið tommelfingerregel einnig vera ungt þar sem það er ekki að finna í sögulegu dönsku orðabókinni Ordbog over det danske sprog, og ekki í útgáfum af Nudansk ordbog fyrr en eftir miðja 20. öld. Í dönsku, og reyndar í önnur Norðurlandamál einnig, hefur orðið líklegast borist úr ensku en í því máli er algengt að nota sambandið rule of thumb í sömu merkingu.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:
  • Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans
  • Íslensk orðabók 3. útg. (2002)
  • Mynd: Muddy Colors. Sótt 23. 2. 2011.


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill um orð vikunnar á vef Stofnunar Árna Magnússonar og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.2.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið þumalputtaregla?“ Vísindavefurinn, 24. febrúar 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58675.

Guðrún Kvaran. (2011, 24. febrúar). Hvaðan kemur orðið þumalputtaregla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58675

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið þumalputtaregla?“ Vísindavefurinn. 24. feb. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58675>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið þumalputtaregla?
Bæði orðið þumalfingursregla og þumalputtaregla eru notuð um að hafa eitthvað sem almenna, lauslega viðmiðun. Orðin eru ekki gömul í málinu og hafa til dæmis ekki ratað inn í Íslenska orðabók (2002). Þumalputtaregla virðist algengara orð í mæltu máli. Oftast er talað um að hafa eitthvað sem þumalputtareglu, nota eitthvað sem þumalputtareglu, beita þumalputtareglu eða eitthvað í þeim dúr.



Þumalputtaregla og þumalfingursregla eru notuð um að hafa eitthvað sem almenna, lauslega viðmiðun.

Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru aðeins þrjú notkunardæmi um orðið þumalfingursregla og ekkert um þumalputtaregla. Skýringin á því að ekkert dæmi finnst þar um þumalputtareglu er sennilega sú að í rituðu máli er fremur talað um fingur en putta. Í elsta dæminu, sem er úr Sjómannablaðinu Víkingi frá 1968, er orðið sett innan gæsalappa og getur það verið til merkis um að notandinn hafi talið eitthvað framandlegt við það, jafnvel litið á það sem aðkomuorð. Dæmið er svona:
Þá var „þumalfingursreglan“ úr sögunni, en fastar reglur komnar varðandi lestatal, stöðugleika, seglbúnað og fallbyssufyrirkomulag.

Orðið þumalfingursregla er komið í málið úr dönsku. Þar virðist orðið tommelfingerregel einnig vera ungt þar sem það er ekki að finna í sögulegu dönsku orðabókinni Ordbog over det danske sprog, og ekki í útgáfum af Nudansk ordbog fyrr en eftir miðja 20. öld. Í dönsku, og reyndar í önnur Norðurlandamál einnig, hefur orðið líklegast borist úr ensku en í því máli er algengt að nota sambandið rule of thumb í sömu merkingu.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:
  • Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans
  • Íslensk orðabók 3. útg. (2002)
  • Mynd: Muddy Colors. Sótt 23. 2. 2011.


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill um orð vikunnar á vef Stofnunar Árna Magnússonar og birt hér með góðfúslegu leyfi. ...