Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju heita allir puttarnir fingur nema einn sem heitir TÖNG, langatöng?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Miðfingur handarinnar er oftast nefndur langatöng en í eldra máli einnig langastöng. Hugsanlega er sú mynd upprunalegri og vísar til þess að þessi fingur stendur fram úr hinum eins og löng stöng.

Til gamans má nefna að fingurnir hafa flestir fleiri en eitt nafn. Talið frá þumli eru þau:
  • þumall, þumalfingur, þumalputti
  • vísifingur, sleikifingur, bendifingur
  • langastöng, langatöng
  • baugfingur, hringfingur, græðifingur
  • litlifingur, litliputti, lilliputti
Tærnar hafa einnig sín nöfn þótt ekki séu þau eins útbreidd og nöfnin á fingrunum. Talið frá stóru tá eru þau:
  • stóratá, Vigga, Dyrgja, Stóra-Jóa
  • Háa-Þóra, Bauga, Nagla-Þóra
  • Stutta-Píka, Geira, Langa-Dóra
  • Litla-Gerður, Búdda, Stutta-Jóra
  • litlatá, Lilla, Grýta, Litla-Lóa

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

17.8.2001

Síðast uppfært

6.2.2021

Spyrjandi

Haukur Július Arnarsson

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju heita allir puttarnir fingur nema einn sem heitir TÖNG, langatöng?“ Vísindavefurinn, 17. ágúst 2001, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1835.

Guðrún Kvaran. (2001, 17. ágúst). Af hverju heita allir puttarnir fingur nema einn sem heitir TÖNG, langatöng? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1835

Guðrún Kvaran. „Af hverju heita allir puttarnir fingur nema einn sem heitir TÖNG, langatöng?“ Vísindavefurinn. 17. ágú. 2001. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1835>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju heita allir puttarnir fingur nema einn sem heitir TÖNG, langatöng?
Miðfingur handarinnar er oftast nefndur langatöng en í eldra máli einnig langastöng. Hugsanlega er sú mynd upprunalegri og vísar til þess að þessi fingur stendur fram úr hinum eins og löng stöng.

Til gamans má nefna að fingurnir hafa flestir fleiri en eitt nafn. Talið frá þumli eru þau:
  • þumall, þumalfingur, þumalputti
  • vísifingur, sleikifingur, bendifingur
  • langastöng, langatöng
  • baugfingur, hringfingur, græðifingur
  • litlifingur, litliputti, lilliputti
Tærnar hafa einnig sín nöfn þótt ekki séu þau eins útbreidd og nöfnin á fingrunum. Talið frá stóru tá eru þau:
  • stóratá, Vigga, Dyrgja, Stóra-Jóa
  • Háa-Þóra, Bauga, Nagla-Þóra
  • Stutta-Píka, Geira, Langa-Dóra
  • Litla-Gerður, Búdda, Stutta-Jóra
  • litlatá, Lilla, Grýta, Litla-Lóa

Mynd:...