En áin gæti ef til vill dregið nafn sitt af svellbunkum sem komu í ána á vetrum við Urriðafoss, samanber indóevrópsku rótina *tēu- ‚bólgna‘ skylt fornensku þēor ‚kýli‘ og íslensku þjó. Í Noregi er til örnefnið Tjora, dregið af norrænu þjórar (flt.), og á þar við hauga eða hóla. Örnefni með þessari rót eru nokkur til í Noregi og Svíþjóð (Inge Særheim í Namenwelten 2004: 321). Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvað eru örnefni og hvernig ætli þau hafi orðið til? eftir Svavar Sigmundsson
- Hver er lengsta á á Íslandi og hvað er hún löng? eftir Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur
- Úr hvaða jökli kemur Þjórsá? eftir Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur
- Hvað merkir nafnið Rangá? eftir Svavar Sigmundsson
- Ásgeir Blöndal Magnússon. Íslensk orðsifjabók. Rvk. 1989.
- Inge Særheim. Our Oldest Settlement Names. Namenwelten. Orts- und Personennamen in historischer Sicht. Herausgegeben von Astrid van Nahl, Lennart Elmevik und Stefan Brink. Berlin 2004.
- Íslendingabók. Landnámabók. Íslenzk fornrit I. Rvk. 1968.
- Svavar Sigmundsson. Örnefni í Árnesþingi. Árnesingur II. 1992, bls. 131-132.
- Þórhallur Vilmundarson. Grímnir. Rit um nafnfræði. 3. 1996.
- Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund.