Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Úr hvaða jökli kemur Þjórsá?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Hefð er fyrir því á Íslandi að greina ár og læki í lindár, dragár og jökulár eftir uppruna þeirra. Í bók sinni Myndun og mótun lands útskýrir Þorleifur Einarsson ágætlega muninn á ám í þessum þremur flokkum:
Dragár eru bundnar við svæði með fremur þéttum berggrunni ... Dragár eiga sér tíðum engin glögg upptök. Þær verða til úr sytrum og dældum og daladrögum og stækka smám saman er neðar dregur í farveginum. Rennsli dragáa er mjög háð veðurfari.

Lindár eiga sér upptök í lindum á hrauna-, móbergs- og grágrýtissvæðum. Gagnstætt dragám eiga lindár sér glögg upptök, oft í ólgandi lindum, og ná þær stundum nær fullri stærð skammt frá upptökum. Vatnsrennsli lindáa er jafnt árið um kring og sama máli gegnir um hitastig vatnsins.

Jökulár koma undan jöklum og verða til við leysingu jökulíss. Vatnsmagn jökuláa er mjög háð lofthita og eru þær því margfalt vatnsmeiri að sumri en að vetrarlagi.


Margar ár eru þó blanda þessara flokka þegar nær dregur ósum þeirra og er Þjórsá þar á meðal þó að hún sé að drjúgum hluta jökulá. Ástæðan er sú að margar þverár af mismunandi uppruna falla í Þjórsá á þeirri löngu leið sem áin fer til sjávar. Eins og lesa má um í svari saman höfundar við spurningu um lengsta fljót á Íslandi hefur Þjórsá þá nafnbót en alls eru hún um 230 km frá upptökum til ósa.

Þjórsá á upptök sín við norðanverðan Sprengisand í Þjórsárdrögum og kallast þar Bergvatnskvísl Þjórsár eða aðeins Bergvatnskvísl. Eins og nafnið gefur til kynna er þarna ekki um jökulvatn að ræða. Eftir um 20 km rennsli fellur Háöldukvísl í ána, en það er nyrsta jökulkvíslin sem í hana rennur frá Hofsjökli. Þjórsárnafnið fær áin hins vegar aðeins neðar eftir að Háöldukvísl og Fjórðungskvísl frá Tungnafellsjökli mætast.

Fyrir utan Fjórðungskvísl frá Tungnafellsjökli og Háöldukvísl frá Hofsjökli er jökulvatnið í efsta hluta Þjórsár komið úr svonefndum Þjórsárkvíslum sem eru fjöldi kvísla undan austur- og suðausturhorni Hofsjökuls. Meðal annarra jökuláa sem eiga upptök í Hofsjökli og renna í Þjórsá er Blautakvísl.



Mynd af ferju á leið yfir Þjórsá frá árinu 1866.

Stærst þeirra fljóta sem falla í Þjórsá er hins vegar Tungnaá sem á upptök sín í Tungnaárjökli, skriðjökli sem gengur vestur úr Vatnajökli. Verulegur hluti af vatni Þjórsár neðan Tungnaár er því kominn úr Vatnajökli.

Þó að jökulvatnið setji mikinn svip á Þjórsá yfir sumartímann er bergvatn einnig veigamikill þáttur árinnar. Dragárnar sem falla í Þjórsá eru aðalega á vesturhluta vatnasviðs árinnar, meðal annars eftir að kemur niður í byggð í Gnúpverjahreppi, en lindarvatnið sem rennur í Þjórsá kemur frá eystri hlutanum og eru mörkin um Köldukvísl.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

15.8.2003

Spyrjandi

Gunnhildur Gunnarsdóttir, f. 1990

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Úr hvaða jökli kemur Þjórsá?“ Vísindavefurinn, 15. ágúst 2003, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3656.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2003, 15. ágúst). Úr hvaða jökli kemur Þjórsá? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3656

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Úr hvaða jökli kemur Þjórsá?“ Vísindavefurinn. 15. ágú. 2003. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3656>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Úr hvaða jökli kemur Þjórsá?
Hefð er fyrir því á Íslandi að greina ár og læki í lindár, dragár og jökulár eftir uppruna þeirra. Í bók sinni Myndun og mótun lands útskýrir Þorleifur Einarsson ágætlega muninn á ám í þessum þremur flokkum:

Dragár eru bundnar við svæði með fremur þéttum berggrunni ... Dragár eiga sér tíðum engin glögg upptök. Þær verða til úr sytrum og dældum og daladrögum og stækka smám saman er neðar dregur í farveginum. Rennsli dragáa er mjög háð veðurfari.

Lindár eiga sér upptök í lindum á hrauna-, móbergs- og grágrýtissvæðum. Gagnstætt dragám eiga lindár sér glögg upptök, oft í ólgandi lindum, og ná þær stundum nær fullri stærð skammt frá upptökum. Vatnsrennsli lindáa er jafnt árið um kring og sama máli gegnir um hitastig vatnsins.

Jökulár koma undan jöklum og verða til við leysingu jökulíss. Vatnsmagn jökuláa er mjög háð lofthita og eru þær því margfalt vatnsmeiri að sumri en að vetrarlagi.


Margar ár eru þó blanda þessara flokka þegar nær dregur ósum þeirra og er Þjórsá þar á meðal þó að hún sé að drjúgum hluta jökulá. Ástæðan er sú að margar þverár af mismunandi uppruna falla í Þjórsá á þeirri löngu leið sem áin fer til sjávar. Eins og lesa má um í svari saman höfundar við spurningu um lengsta fljót á Íslandi hefur Þjórsá þá nafnbót en alls eru hún um 230 km frá upptökum til ósa.

Þjórsá á upptök sín við norðanverðan Sprengisand í Þjórsárdrögum og kallast þar Bergvatnskvísl Þjórsár eða aðeins Bergvatnskvísl. Eins og nafnið gefur til kynna er þarna ekki um jökulvatn að ræða. Eftir um 20 km rennsli fellur Háöldukvísl í ána, en það er nyrsta jökulkvíslin sem í hana rennur frá Hofsjökli. Þjórsárnafnið fær áin hins vegar aðeins neðar eftir að Háöldukvísl og Fjórðungskvísl frá Tungnafellsjökli mætast.

Fyrir utan Fjórðungskvísl frá Tungnafellsjökli og Háöldukvísl frá Hofsjökli er jökulvatnið í efsta hluta Þjórsár komið úr svonefndum Þjórsárkvíslum sem eru fjöldi kvísla undan austur- og suðausturhorni Hofsjökuls. Meðal annarra jökuláa sem eiga upptök í Hofsjökli og renna í Þjórsá er Blautakvísl.



Mynd af ferju á leið yfir Þjórsá frá árinu 1866.

Stærst þeirra fljóta sem falla í Þjórsá er hins vegar Tungnaá sem á upptök sín í Tungnaárjökli, skriðjökli sem gengur vestur úr Vatnajökli. Verulegur hluti af vatni Þjórsár neðan Tungnaár er því kominn úr Vatnajökli.

Þó að jökulvatnið setji mikinn svip á Þjórsá yfir sumartímann er bergvatn einnig veigamikill þáttur árinnar. Dragárnar sem falla í Þjórsá eru aðalega á vesturhluta vatnasviðs árinnar, meðal annars eftir að kemur niður í byggð í Gnúpverjahreppi, en lindarvatnið sem rennur í Þjórsá kemur frá eystri hlutanum og eru mörkin um Köldukvísl.

Heimildir og myndir:...