Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Íslensk þjóðtrú er fáorð um skógarþröstinn. Þó vilja sumir meina að af atferli hans megi lesa veðurspár. Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) nefnir til dæmis í grein sinni, "Hættir fugla", í tímaritinu Dýravinurinn árið 1907, að komi skógarþrestir heim að bæjum í sól og blíðu, hvort sem er að hausti eða vori, þyki slíkt vita á illa tíð. Heimildir um þann skilning var (og kannski er) að finna í öllum landsfjórðungum.
Og á öðrum stað er ritað að á Norðurlandi hafi menn talið að álög meinuðu skógarþrestinum landvist á veturna.
Skógarþröstur að vori.
Þetta er fuglinn sem Jónas Hallgrímsson, skáld og náttúrufræðingur, (1807-1845) kallaði vorboðann ljúfa og bað um að flytja kveðju sína heim til Íslands, í ljóðinu Ég bið að heilsa!
Vorboðinn ljúfi! fuglinn trúr, sem fer
með fjaðrabliki háa vegaleysu
í sumardal að kveða kvæðin þín!
Heilsaðu einkum, ef að fyrir ber
engil, með húfu og rauðan skúf, í peysu;
þröstur minn góður! það er stúlkan mín.
Þegar skógarþrestir á 19. öld yfirgáfu norðlægar slóðir á haustin og í byrjun vetrar og leituðu suður á bóginn, farandi yfir Ermarsund, hlustuðu sjómenn frá Dover og Folkestone (á suðausturströnd Englands) fullir lotningar á vængjaþytinn, sem þeir kölluðu „herring spear“ eða „herring piece“ og þótti hann góðs viti fyrir komandi netaveiði.
Í erlendri þjóðtrú virðist skógarþrösturinn, eins og hér, annars lítt þekktur.
Frekari fróðleikur á Vísindavefnum