Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 74 svör fundust
Hver er uppruni orðsins krakki?
Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá því um miðja 18. öld og orðið finnst einnig í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (AM 433 fol.) sem hann safnaði til á árunum 1734 og fram að því er hann lést 1779. Eldra dæmi er þó í orðabók Guðmundar Andréssonar sem út kom fyrst 1683 en var endurút...
Hvaðan kemur heitið Tortóla og hvað merkir það?
Örnefnið Tortóla hefur verið talsvert í umræðunni undanfarna mánuði og ár en ekki hvað síst í marsmánuði 2016. Eins og stundum er tilfellið með skrýtin örnefni er Tortóla-nafnið byggt bæði á fullkomnum misskilningi og/eða talsverðum blekkingum. Tortóla er stærsta eyjan í klasa sem gengur undir heitinu Bresku jó...
Hvað eru sokkabandsár og duggarabandsár og notaði fólk þessi bönd á einhverju sérstöku tímabili ævinnar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hverjar eru orðsifjar orðanna sokkabandsár og duggarabandsár? Notaði fólk þessi bönd á einhverju sérstöku tímabili ævinnar? Er einhver munur á orðunum? Nafnorðið sokkabandsár (hk.) merkir ‘bernsku- eða æskuár’ og virðist það býsna gagnsætt, vísar til þess æviskeiðs er ...
Hvenær var byrjað að kalla sólina því nafni og hver gerði það?
Upphafleg spurning var svona:Hver og hvaða ár var byrjað að kalla sólina sól?Allt frá því að mennirnir fóru að tala hafa þeir gefið hlutunum í umhverfinu nöfn. Þar á meðal er sólin sem allir menn geta séð á himninum að minnsta kosti suma daga ársins. Auk þess hefur hún veruleg áhrif á líf okkar þar sem hún veldur ...
Hvaðan kemur orðið þágufall?
Eitt falla í latínu nefnist dativus og hafa nágrannamál eins og norðurlandamál, enska og þýska nýtt sér það í mállýsingum sínum (d. dativ, e. dative, þ. Dativ). Það lýsir því í hvers þágu eða óþágu eitthvað verður eða er gert. Í latneskri málfræði er til dæmis greint á milli, dativus commodi sem mætti nefna þægind...
Er Hagrid í Harry Potter-bókunum til í grískri eða rómverskri goðafræði?
Robbie Coltrane sem Hagrid Mörg nöfn og hugmyndir í Harry Potter-bókunum eftir J.K. Rowling eru upprunnar í grískri og rómverskri goðafræði. Þar má nefna Hermione, ugluna Hermes, húsvörðinn Argus Filch, Alastor Moody og Sibyll Trelawney sem bera nöfn úr grískri goðafræði auk þess sem hinn þríhöfða hundur Fluff...
Í hvaða átt er humátt?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Í hvaða átt er humátt? Af hverju er það dregið að fara í humátt á eftir einhverjum?Humátt er eitt af nokkrum afbökunum úr orðinu hámót. Hámót merkir 'hælfar, spor' og orðasambandið var upphaflega að fara í hámót á eftir einhverjum 'læðast á eftir e-m'. Fyrri liðurinn há- kem...
Af hverju er ekki i í sögninni mega eins og í sögninni eiga?
Sagnirnar eiga og mega eru báðar núþálegar sagnir en höfðu upprunalega ekki sama sérhljóð í rót. Í eiga hefur rótarsérhljóðið líklegast verið -ai-, samanber gotneska orðið aigan sem merkir ‘eiga’ (á fornnorrænni rúnaristu kemur fram orðmyndin aih = á). Í öðrum germönskum málum má nefna færeyska og nýnorska orðið ...
Af hverju er orðið "ort" komið?
Í heild sinni hljóðar spurningin svona:Af hverju er orðið "ort" (þ.t) komið? Ef það kemur af því að "yrkja" (n.t) af hverju er þá k-ið dottið út? Orðmyndin ort er lýsingarháttur þátíðar af sögninni að yrkja. Hún beygist í kennimyndum yrkja – orti – ort. Í gotnesku, eina austurgermanska málinu, má sjá að þátíðin v...
Ég er ættaður af Vestfjörðum og nota orðið blóðmör í kvenkyni, er það rangt?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Það stendur í BÍN að blóðmör sé karlkynsorð. Ég er ættaður frá Vestfjörðum og hef alltaf notað þetta sem kvenkynsorð. Er bæði notað, eða er bara eitt sem er rétt. Ég vann í tæpa fimm áratugi á Orðabók Háskólans, síðar orðfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi. Sú...
Hvað þýða orðin "Mont Rass"?
Spyrjandi tilgreinir því miður ekki á hvaða tungumáli hann hefur rekist á þessi orð. Ef hann á við íslensku hefði hann varla þurft að spyrja því að þá er líklegast að hér sé á ferðinni afbökun á orðinu "montrass". Á hinn bóginn þarf þá að gera að minnsta kosti þrjár stafsetningarvillur til að út komi það sem spurt...
Hvað merkir að kaga, samanber orðið Kögunarhóll?
Orðið kaga merkir 'skyggnast um, horfa yfir'. Kögunarhóll er þess vegna hóll sem gott að fara upp á til að skyggnast um. Í Íslenskri orðsifjabók er sagt að uppruni orðsins sé óljós. Hugsanlega er það skylt sögninni kóka sem merkir samkvæmt sömu bók 'gægjast, rísa og litast um, voka yfir, standa rétt upp úr vatn...
Hvaðan kemur orðið tossi eiginlega?
Orðið tossi í merkingunni ‘tornæm manneskja; flón’ þekkist í málinu frá upphafi 19. aldar. Það er fengið að láni úr dönsku tosse í sömu merkingu. Í nýnorsku er einnig til myndin tosse, tusse í merkingunni ‘heimsk kona’. Tosse í dönsku er orðið til úr eldra tusse sem aftur á rætur að rekja til myndarinnar turse...
Hvort er réttara að skrifa bleia eða bleyja? Hvaðan er orðið komið?
Samkvæmt Stafsetningarorðabókinni, sem gefin var út 2006, er jafn rétt að skrifa bleia og bleyja. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:63) er orðið skrifað bleia þar sem það er tökuorð úr dönsku ble og ekkert styður sérstaklega rithátt með -y-. Jafn rétt er að skrifa bleia og bleyja. Ák...
Hvernig draga menn seiminn?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er að draga seiminn? Hvað þýðir seimur og hvaðan kemur það? Seimur merkir ‘ómur, ymur’. Orðasambandið að draga seiminn ‘að tala dragandi röddu; draga síðasta atkvæðið í söng’ þekkist í báðum merkingum frá 18. og 19. öld. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er...