Krackilld / Offuciæ, kracke, kroge / Foetulus, tener puellus vel pullus (bls. 101)Latneska orðið offuciæ merkir ‘prettir, svik, tál, sjónvillingar’ en foetus með smækkunarendingu merkir ‘fóstur, ávöxtur’, tener ‘ungur’, puellus ‘dálítið drengkorn, lítið barn, smábarn’, vel ‘eða’ og pullus ‘ungi’ samkvæmt orðabók Jóns Árnasonar biskups frá 1738, bls. 260.

Orðið krakki er eflaust skylt nafnorðinu kraka (kvk) ‘dreki, stjóri, goggur, krókstjaki’ og krakur ‘hár og grennlulegur maður’. Langa -k-ið er þá líklega eins konar áherslutákn.
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
- Guðmundur Andrésson. 1999. Lexicon Islandicum. Orðabók Guðmundar Andréssonar. Ný útgáfa. Gunnlaugur Ingólfsson og Jakob Benediktsson önnuðust útgáfuna. Orðfræðirit fyrri alda IV. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
- Jón Árnason. 1994. Nucleus latinitatis ... Ný útgáfa. Guðrún Kvaran og Friðrik Magnússon sáu um útgáfuna. Orðfræðirit fyrri alda III. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
- child 3 | ann_jutatip | Flickr. Myndrétthafi er ann_jutatip. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 16.11.2016).