Sólin Sólin Rís 10:29 • sest 16:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:35 • Sest 15:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:21 • Síðdegis: 14:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:31 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:29 • sest 16:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:35 • Sest 15:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:21 • Síðdegis: 14:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:31 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er orðið "ort" komið?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Í heild sinni hljóðar spurningin svona:
Af hverju er orðið "ort" (þ.t) komið? Ef það kemur af því að "yrkja" (n.t) af hverju er þá k-ið dottið út?

Orðmyndin ort er lýsingarháttur þátíðar af sögninni að yrkja. Hún beygist í kennimyndum yrkja – orti – ort. Í gotnesku, eina austurgermanska málinu, má sjá að þátíðin var waurhta, það er í innstöðu var -ht-. Á enn eldra málstigi, indóevrópsku, verður að gera ráð fyrir -kt- í þessari stöðu. Í norrænum málum samlagaðist -ht- og varð -tt- þegar um 900. Ef -tt- fór á eftir samhljóði styttist það í -t-. Þannig varð -tt- í orðmyndinni *orttort þar sem -tt- fór á eftir -r-i. Síðar fór að bera á að -k- skyti sér inn í þátíð og lýsingarhátt þátíðar og slíkar myndir sáust stundum á prenti á öldinni sem leið. Þær teljast ekki rétt stafsettar.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

26.4.2007

Spyrjandi

Höskuldur Elefsen

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju er orðið "ort" komið?“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2007, sótt 25. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6610.

Guðrún Kvaran. (2007, 26. apríl). Af hverju er orðið "ort" komið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6610

Guðrún Kvaran. „Af hverju er orðið "ort" komið?“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2007. Vefsíða. 25. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6610>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er orðið "ort" komið?
Í heild sinni hljóðar spurningin svona:

Af hverju er orðið "ort" (þ.t) komið? Ef það kemur af því að "yrkja" (n.t) af hverju er þá k-ið dottið út?

Orðmyndin ort er lýsingarháttur þátíðar af sögninni að yrkja. Hún beygist í kennimyndum yrkja – orti – ort. Í gotnesku, eina austurgermanska málinu, má sjá að þátíðin var waurhta, það er í innstöðu var -ht-. Á enn eldra málstigi, indóevrópsku, verður að gera ráð fyrir -kt- í þessari stöðu. Í norrænum málum samlagaðist -ht- og varð -tt- þegar um 900. Ef -tt- fór á eftir samhljóði styttist það í -t-. Þannig varð -tt- í orðmyndinni *orttort þar sem -tt- fór á eftir -r-i. Síðar fór að bera á að -k- skyti sér inn í þátíð og lýsingarhátt þátíðar og slíkar myndir sáust stundum á prenti á öldinni sem leið. Þær teljast ekki rétt stafsettar....