Af hverju er orðið "ort" (þ.t) komið? Ef það kemur af því að "yrkja" (n.t) af hverju er þá k-ið dottið út?Orðmyndin ort er lýsingarháttur þátíðar af sögninni að yrkja. Hún beygist í kennimyndum yrkja – orti – ort. Í gotnesku, eina austurgermanska málinu, má sjá að þátíðin var waurhta, það er í innstöðu var -ht-. Á enn eldra málstigi, indóevrópsku, verður að gera ráð fyrir -kt- í þessari stöðu. Í norrænum málum samlagaðist -ht- og varð -tt- þegar um 900. Ef -tt- fór á eftir samhljóði styttist það í -t-. Þannig varð -tt- í orðmyndinni *ortt að ort þar sem -tt- fór á eftir -r-i. Síðar fór að bera á að -k- skyti sér inn í þátíð og lýsingarhátt þátíðar og slíkar myndir sáust stundum á prenti á öldinni sem leið. Þær teljast ekki rétt stafsettar.
Útgáfudagur
26.4.2007
Spyrjandi
Höskuldur Elefsen
Tilvísun
Guðrún Kvaran. „Af hverju er orðið "ort" komið?“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2007, sótt 25. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6610.
Guðrún Kvaran. (2007, 26. apríl). Af hverju er orðið "ort" komið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6610
Guðrún Kvaran. „Af hverju er orðið "ort" komið?“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2007. Vefsíða. 25. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6610>.