Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ég er ættaður af Vestfjörðum og nota orðið blóðmör í kvenkyni, er það rangt?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Það stendur í BÍN að blóðmör sé karlkynsorð. Ég er ættaður frá Vestfjörðum og hef alltaf notað þetta sem kvenkynsorð. Er bæði notað, eða er bara eitt sem er rétt.

Ég vann í tæpa fimm áratugi á Orðabók Háskólans, síðar orðfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi. Sú reynsla kenndi mér að segja aldrei að eitthvað sé ekki til þegar rætt er um íslenskan orðaforða. Talað er um staðbundinn orðaforða þegar ákveðin notkun tengist ákveðnum landshluta, sýslu eða sveit. Um það eru mýmörg dæmi. Oft hefur þessi staðbundni orðaforði ekki komist í orðabækur. Á ég þá við orðin sjálf, kyn þeirra og beygingu.

Orðið blóðmör er, hvar sem ég leita, sagt karlkyns hvort heldur er í fornmálsorðabókum, nútímamálsorðabókum eða Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar frá 1989. Ég fletti einnig upp í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans og fann aðeins karlkynsdæmi.

Orðið blóðmör er sagt karlkyns hvort heldur er í fornmálsorðabókum, nútímamálsorðabókum eða Íslenskri orðsifjabók. Orðið blóðmör í kvenkyni gæti fallist undir staðfundinn orðaforða.

Ef þú og nærumhverfi þitt hefur vanist orðinu blóðmör í kvenkyni, og þá væntanlega einnig orðinu mör, er engin ástæða til að breyta því. Slík notkun félli þá undir staðbundinn orðaforða.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

22.11.2017

Síðast uppfært

6.2.2018

Spyrjandi

Kristján Haukur Magnússon

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Ég er ættaður af Vestfjörðum og nota orðið blóðmör í kvenkyni, er það rangt?“ Vísindavefurinn, 22. nóvember 2017, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74313.

Guðrún Kvaran. (2017, 22. nóvember). Ég er ættaður af Vestfjörðum og nota orðið blóðmör í kvenkyni, er það rangt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74313

Guðrún Kvaran. „Ég er ættaður af Vestfjörðum og nota orðið blóðmör í kvenkyni, er það rangt?“ Vísindavefurinn. 22. nóv. 2017. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74313>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ég er ættaður af Vestfjörðum og nota orðið blóðmör í kvenkyni, er það rangt?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Það stendur í BÍN að blóðmör sé karlkynsorð. Ég er ættaður frá Vestfjörðum og hef alltaf notað þetta sem kvenkynsorð. Er bæði notað, eða er bara eitt sem er rétt.

Ég vann í tæpa fimm áratugi á Orðabók Háskólans, síðar orðfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi. Sú reynsla kenndi mér að segja aldrei að eitthvað sé ekki til þegar rætt er um íslenskan orðaforða. Talað er um staðbundinn orðaforða þegar ákveðin notkun tengist ákveðnum landshluta, sýslu eða sveit. Um það eru mýmörg dæmi. Oft hefur þessi staðbundni orðaforði ekki komist í orðabækur. Á ég þá við orðin sjálf, kyn þeirra og beygingu.

Orðið blóðmör er, hvar sem ég leita, sagt karlkyns hvort heldur er í fornmálsorðabókum, nútímamálsorðabókum eða Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar frá 1989. Ég fletti einnig upp í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans og fann aðeins karlkynsdæmi.

Orðið blóðmör er sagt karlkyns hvort heldur er í fornmálsorðabókum, nútímamálsorðabókum eða Íslenskri orðsifjabók. Orðið blóðmör í kvenkyni gæti fallist undir staðfundinn orðaforða.

Ef þú og nærumhverfi þitt hefur vanist orðinu blóðmör í kvenkyni, og þá væntanlega einnig orðinu mör, er engin ástæða til að breyta því. Slík notkun félli þá undir staðbundinn orðaforða.

Mynd:

...